Organistablaðið - 01.05.1969, Síða 5

Organistablaðið - 01.05.1969, Síða 5
U M RAFEINDAORGEL („Elektrium“) Um þessar mundir er allmikiS ræU um svokölluS rafeindaorgel. Uafa þau stundum boriS á góma á fundum í F.l.O. Eftirfarandi grein hefur OrganistablaSinu borizt frá söngmálastjóra þjóSkirkjunnar, dr. Róbert Abraham Oltóssyni. Allmargir prestar hafa snúið sér til Ríkisakademí- unnar í Vínarborg og beðið um opinbera álitsgerð um „rafeindaorgel“. Hér á eftir birtum við texta þess- arar álitsgerðar (úr tímaritinu „Singende Kirche“, 12. árg„ 3. befti, 1965). „Varðandi fyrirspurn yðar um rafeindaorgel („Elektria") og notk- un þeirra í þjónustu kirkjunnar birtum við hér á eftir afstöðu Kirkju- tónlistardeildar Tónlistar- og leiklislarakademíunnar í Vínarborg: Líta ber á rafeindaorgel (,,Elektrium“) sem hljóðfæri af sérstakri gerð („sui generis“). Sem slíkt er það notað með góðum árangri í skemmtitónlist. En það er grundvallarskekkja, að gera ráð fyrir því, að slíkt hljóðfæri geti skilað tónbókmenntum fyrir pípuorgel, sem ná yfir mörg stíltímabil, án þess að lúlkunin verSi annarleg og jafnvel röng. I þessu efni fær hér engu um þokað, þó að mörg fram- leiðslufyrirtæki geri útlitið líkt og á hefðbundnum pípuorgelum, hvað snertir útbúnað þessara hljóðfæra (nótnaborð, registurskipt- ingar). Til aðaleinkennis góðs pípuorgels teljast eftirfarandi atriði: Sér- kennandi innsveiflunartími pípnanna (,,Einschwingvorgang“) — (þ. e. a. s. hæg uppbygging tónrófsins), en það er mikilvægt, til þess að fjölraddaleikur verði greinilegur. Ennfremur: Nokkurs konar „tíbrá“ (,,Eluktuieren“) í kyrrstæðum hljómi, þ. e. a. s. að streitan milli upphafstóns og eiginsveiflunar pípunnar gæðir ósveigjanlegan og lifvana tón lifi og sveigjanleika. I þriðja lagi: Skýr hljómstöðvun („Pfeifenabsprache“). Og hið mikilvægasta: Orgelleikarinn getur haft áhrif á og breytt þessum sveiflunarformum, sem eru einkennandi ORGANISTABI.AÐIÐ 5

x

Organistablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.