Organistablaðið - 01.05.1969, Blaðsíða 7

Organistablaðið - 01.05.1969, Blaðsíða 7
skoSaS gæti því rafeindaorgel aðeins — þegar bezt lœtur — jafnazt á við ósvikið orgel í úlvarps- eða hátalaraflutningi). í stað þess að skila ósviknum tónum í eðlilegri rúmvídd getur því rafeindaorgelið aðeins boðið fram takmarkaða tónafleti. Vegna hinna hröðu tækniframfara á öllum sviðum verður kaup- andi rafeindaorgels að vera við því búinn, að hljóðfæri hans kunni að verða oroió algerlega úrelt eftir nokkur ár. Auk þess er ekki enn fyrir hendi nægileg reynsla varðandi endingu þessarar vörutegundar. Gegn útvegun rafeindaorgels til bráSabirgSa mæla eftirtalin rök: 1) Það er allt of dýrt sem bráðabirgðalausn. 2) Það spillir tónlistar- smekk safnaðarins og gerir kirkjukórinn áhugalausan, eins og dæmin sanna. 3) Hættan á því að venjast slíku bráðabirgðahljóðfæri stend- ur ósjaldan í vegi fyrir því, að síðar meir verði útvegað raunveru- legt orgel. Meðal málsvara rafeindaorgela eru rosknir kirkjutónlistarmenn í meiri hluta, en þeir beita sér oft fyrir útvegun þeirra til þess að sýna, hversu vakandi þeir séu fyrir hinum meintu „framförum í nú- tímatækni.“ Hins vegar er yfirgnæfandi meiri hluti yngri kynslóSar- innai fráhverfur þessari nýjung. Við helgiþjónustu er eftirlíking ekki viðeigandi né heldur hitt, að notast við gervitæki. Við tökum hin dýru vaxkerti fram yfir raf- magnskerti á altarinu, við veljum sölnandi, ósvikin blóm í stað gerviblóma úr plasti, því að við þráum hiS ósvikna, ekki hið áþekka. Meðan rafeindaliljóðfærið skilar tónlist í samræmi við hljómeðli sitt, er ekkert við því að segja. En jafnskjótt og menn dirfast að ætla því hæfni pípuorgels, verður að hafna slíku meS fullri einbeittni..." Ingvar G. Brynjólfsson lögg. skjalaþ. og dómtúlkur þýddi. ORGANISTABLAÐIÐ 7

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.