Organistablaðið - 01.05.1969, Page 9

Organistablaðið - 01.05.1969, Page 9
prentun sálmasöngsbókarinnar, að hana væri hægt að nota til safn- aðarsöngs, því sálmalögin í henni eru „harmoniseruð" — eða hljóm- sett, frekar en útsett til listræns flutnings. Hins vegar gengu þeir þannig frá þessum lögum, að hvaða kirkjukór sem væri gæti ráðið við þau í fjórrödduðum söng, eins og venjan var að flvtja þau og er raunar enn. En það þýðir, að mínu viti, að laglínan liggur of hátt fyrir hinn venjulega kirkjugest, því erfitt er og raunar ómögu- legt, eins og ég sagði í upphafi, að sameina í eitt listrænan tón- listarflutning og almennan safnaðarsöng. Því hef ég tekið það ráð, að lækka lögin og láta syngja þau einrödduð. En til hvers er þá kórinn? vilja vafalaust margir spyrja. Kórinn gegnir vissulega stóru hlutverki í Guðsþjónustunni og virðulegra hlutverki en hann gegnir nú. Ég er sannfærður um, að kirkjugestir skildu fyrst hina raunverulegu þörf á góðum kirkjukór, ef þeir fengju að heyra kórinn flytja, þótt ekki væri nema eitt stutt, en velflutt, kirkjulegt tónverk staðsett á réttum stað í messunni. Það er líka einasta leiðin til þess að kórinn geti orðið góður, að verkin krefj- ist þeirrar getu, sem kórinn á til og helzt rúmlega jiað. Eftir að jietta færi að heyrast í Guðsþjónustunni hjá okkur, trúi ég ekki að margir mundu sakna þess að heyra ekki sama sálmalagið sungið fjórraddað 6—8 sinnum í lotu og lakar og lakar eftir því, sem nær dregur að síðasta versinu, því ómögulegt er fyrir kórinn, að halda uppi, á list- rænan hátt, slíkum tilbreytingarlausum endurtekningum með orgelið þrumandi sömu raddirnar á hak við sig án þess að öll listræn til- brigði sé fyrir löngu horfin úr flutningnum. Einraddaður safnaðar- söngur þolir aftur á móti vel þessar endurtekningar og jafnvel magn- ast við þær. Það mætti lengi rabba um jjetta efni og þá t. d. um ])að, hvaða lög eru heppileg fyrir safnaðarsöng og hvers konar lög eru miður heppileg, en það var ekki spurning kvöldsins og látum það því bíða. Ég vil að lokum þakka Bræðafélagi Dómkirkjusafnaðarins fyrir tækifærið, að fá að skýra að nokkru gerðir mínar varðandi ein- raddaða sönginn. Ég veit vitanlega ekki, hvort þessar skýringar hafa náð eyrum einhverra og þá ekki hve margra. En bezt held ég, að mín meining kæmist til skila, ef allir tækjn af lífi og sál undir í ])eim sálmum, sem sungnir verða hér á eftir. Ragnar Björnsson. ORGANISTABI.ABIÐ 9

x

Organistablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.