Organistablaðið - 01.05.1969, Blaðsíða 11

Organistablaðið - 01.05.1969, Blaðsíða 11
ferðin á Bachs verkum oftast þurr og einstrengingsleg og lítt aðlað- andi á að lilýða. Straube ásetti sér nú að sýna, hvernig leika ætti Bach á orgelið, og hversu fjærri öllum sanni það væri, að hann væri orðinn úreltur. Tveir snillingar, sem báðir voru búsettir í Berlín, höfðu mikil áhrif á list Straubes. Það voru þeir Hans von Búlovv, píanóleikarinn frægi og nemandi Franz Liszts, og fiðluleikarinn Josepli Joacliim. Fiðluleikur Joachims opnaði eyru hans fyrir melódiskri fegurð í verkum Bachs, en hin hárfina túlkun píanistans Búlow á verkum Bachs skerpti tilfinningu lians fyrir hljóðfalli og tekniskri nákvæmni í smáu og stóru. Á þeim tíma, sem Straube dvaldi í Berlín, stóð músíklíf borgarinnar í miklum blóma. Af tónlistarmönnum. sem þar bjuggu þá, má nefna t. d. þessa: d’Albert, Busoni, Karl Muck, Wringartner, Klindworth, Stavenhagen, Ansorge o. fl. Sjaldan munu jafnmargar stjörnur á himni tónlistarinnar hafa verið saman komn- ar í sömu borg og samtímis. Straube kynnlist þessum mönnum öll- um, varð mikill vinur sumra þeirra eins og t. d. Busonis. Busoni hvatti hann til stórræða og skildi manna fyrstur þá miklu þýðingu, sem Straube hafði. Einnig kynntist Straube öðrum andans stór- mönnum Berlínarborgar, og yfirleitt má segja, að þessi tími væri honum hinn verðmætasti undirbúningur undir forustustarfið síðar meir. En það má hiklaust telja Karl Straube einn fjölmenntaðasta og gáfaðasta tónlistarmann samtiðarinnar. ÞóLt hér hafi aðeins verið talað um orgelleik Karls Straube, þá er ekki svo að skilja, að hann hafi ekki lagt stund á aðrar greinar tónlistarinnar. Hann lærði jöfnum höndum á píanó og eins lærði hann tónfræði hjá hinum beztu kennurum. Straube var 21 árs að aldri, þegar liann hélt fyrstu orgeltónleik- ana í Berlín, liann kom, hann sá og hann sigraði. Tónleikarnir vöktu hina mestu eftirtekt og aðdáun vandlátustu listdómara. Síðan voru tónleikar hans taldir til merkra atburða í músikklífi borgarinnar. En það var ekki aðeins hin mikla tækni, kunnátta og stórbrotna túlkun, sem vakti abhygli. Verkefnin, sem liann valdi sér, gerðu það líka. Hann byrjaði brátt að halda röð af tónleikum á sögulegum grundvelli. Hann gróf upp úr gleymsku liin miklu tónverk 17. og 18. aldarinnar og opnaði þar með fyrir áheyrendum dásamlega heima, sem menn vissu varla um að til væru, hvað þá heldur að þeir hefðu ORGANISTABLAÐIÐ 11

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.