Organistablaðið - 01.05.1969, Síða 12
komizt í kynni við þá áður. Síðan eru þessi verk leikin um víða
veröld. Á þessum árum kynntist Straube fyrst verkum þess manns,
sem mesta þýðingu hafði fyrir hann og orgellist lians. En það voru
fyrstu orgelverk Max Regers. Reger er langmerkasta orgeltónskáld
á eftir Bach og átti Straube mestan þátt í að úthreiða list Regers og
gera hana víðfræga. Reger var fæddur sama ár og Straube, 1873 í
Bayern. Hann var stórbrotið tónskáld, en náði hæst í orgelverkum
sínum og mun óhætt að fullyrða, að Straube hafi átt sinn mikla
þátt í að svo varð. Það tókst með þessum tveim mönnum samvinna,
sem vart eru dæmi til í músiksögunni. Straube flutti svo að segja
hvert einasta nýtt orgelverk eftir Reger á tónleikum um allt Þýzka-
land, oft áður en verkin voru prentuð. Vinátta mikil tókst með
þeim og hélzt hún þar til Reger dó 1916, aðeins 43 ára gamall. Verk
Regers eru níð])ung, flest. Þegar Reimann kennari Straube, sýndi
nemanda sínum eitt af fyrstu verkunum, sagði hann: „Þetta er ómögu-
legt að sj)ila, þessu veldur enginn organleikari.“ Þessi ummæli
kennarans höfðu þau áhrif á Straube, að hann settist við og lærði
verkið og lék það ojnnberlega í Berlín. Nú er þetta verk talið með
léttari orgelverkum Regers, og nú leika flestir organleikarar í öll-
um löndum verk Regers án þess að það, útaf fyrir sig, veki sérstaka
athygli sökum þess, hve erfið þau séu. Þannig hafa tímarnir breytzt.
En þetta má fyrst og fremst þakka Karl Straube og hans mikla
starfi. Reger var vanur að senda Straube handritin af verkum sín-
um áður en þau voru prentuð, svo að Straube gæti gert sínar at-
hugasemdir við þau og gefið góðar bendingar, og breytti Reger
oft samkvæmt uppástungum vinar síns, sem betur þekkti eðli orgels-
ins og möguleika. í raun og veru miðaði Reger verk sín við kunn-
áttu Straubes, en aldrei kom það fyrir, að Straube kvartaði undan
hinum miklu tæknierfiðleikum í verkum Regers, þvert á móti, hon-
um þótti gaman að glíma við þá, og hvatti hann heldur en latti,
enda yfirvann hann hvað, sem fyrir kom af erfiðleikum. „Straube
er mesti organleikari, sem uppi hefur verið,“ var Max Reger vanur
að segja um hann. Annars batt Straube sig ekki eingöngu við gamla
meistara og Max Reger. Væri hann spurður hvaða verk hann spil-
aði, þá var svarið í stuttu máli: „Allt eftir alla.“ T. d. lék hann
orgelverk eftir öll helztu tónskáld Frakka. Ef athugaðar eru
efnisskrár hans frá árunum 1894—1918, að hann varð „kantor“ við
12 ORGANISTABLAÐIÐ