Organistablaðið - 01.05.1969, Page 14

Organistablaðið - 01.05.1969, Page 14
Scm kennari var Karl Straube alveg framúrskarandi. Þótt hann væri mjög strangur og gerði liinar mestu kröfur til nemenda sinna, var liann samt elskaður og virtur af öllum Iærisveinahójmum. Hann var ekki síður frægur sem kennari en sem afbruða organleikari Ivirtuos). Persónuleiki hans var töfrandi og eldlegur áhugi hans glæddi einnig áhuga í hjörtum nemendanna. Mér, sem hlotnaðist sú gæfa að vera nemandi hans um 6 ára skeið, liða aldrei úr minni tímarnir hjá Straube. En jrað var ekki ævinlega auðvelt að vera nemandi hans. Nemendur kvíða oft fyrir tímunum. Hann átti jrað til að tugta nemendurria Jrannig, að þeim fannst æði lílið til um sjálfa sig og orgelleik sinn á eftir. En hann viðurkenndi ævinlega Jrað sem vel var gert og stappaði stálinu i þá, sem ístöðulitlir voru, ef þeir sýndu vilja í að komast áfram. Ilonum var eðlilegra að reka úr tímum gáfaða nemendur, sem trössuðu námið, heldur en treggáfaða en iðna nemendur. Eins og hann sí og æ gerði hinar mesiti kröfur til sjálfs sín, þannig gerði hann og fyllstu kröfur um iðni og ástundun til nemenda sinna. Hann lét sér og mjög annt um alla velferð lærisveinanna og hafði ævinlega hönd í bagga með að veita Jteim stöður að afloknu námi, enda var oftast leitað til hans, ef einhvers staðar var laus staða. Hann var mjög glöggur á persónulega eiginleika Iivers nemenda og gerði sér far um að vekja ti! sjálfstæðrar íhugunar á lis'.inni. I tímunum lék liann oftast sjálf- ur. Honum var ekki nóg að leiðbeina með orðunum einum, en jafn- framt varaði hann cindregið við eftirlíkingum, ]>að gat meira að segja fokið í hann, ef liann fann að nemandinn reyndi að líkja mjög eftir honum. En Jrað var lærdómsríkt að hlusta á þennan snilling spila og sjá hversu auðvelt honum veittist að yfirstíga örug- leikana. A orgelum eru venjulega minnst 3 hljómborð og fótspil, er. o"t eru hljómborðin 4 eða jafnvel 5. Eitt var m. a. sérkennilegt við orgelleik Straubes, það, að liann hafði mjög tamið sér að leika á tvö hljómborð með cinni og sömu hendi. Það var þá að heita mátti nýjung, en er nú alvanalegt. Hann var og mikill snillingur í því, sem kallað er að „registera“, þ. e. að blanda liinum mörgum röddum orgelsins og velja þær. Slíkt er mjög í sjálfsvald sett hverjum organ- leikara, og er list út út af fyrir sig, sem mörgum hefur orðið að fótakefli. Annars er ómögulegt að lýsa orgelleik Straubes. Það var eins og eitthvert undur skeði í hvert sinn og hann settist á orgelbekk- 14 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.