Organistablaðið - 01.05.1969, Blaðsíða 16

Organistablaðið - 01.05.1969, Blaðsíða 16
veg en að Straube yrði kallaður í stöðuna. Hann blés þegar nýju lífi í Thomaskórinn og tók að ferðast með hann um alla Evrópu, og var þar um hverja sigurförina eftir aðra að ræða. Straube lét af þessari stöðu um 1938 fyrir aldurssakir, en við henni tók einn gáfaðasti nemandi lians, Giinther Ramin og síðan aðrir nemendur hans. Staða þessi útheimLii fulla starfskrafta og óskipta. Auk þess, sem upp hefur verið talið af störfum Straube, mætli nefna fjölda auka- starfa. Hann gaf t. d. út söfn af orgelverkum. Öll orgelverk Franz Liszts í mjög vandaðri útgáfu. Gamla meisíara i fjórum bindum, orgelverk eftir Bach o. fl. Þá stjórnaði liann mörgum tónlistarháííð- um víðs vegar um Þýzkaland, og enn fleira mætti nefna. Þýðing hans fyrir músiklíf Þýzkalands orkaði ekki tvímælis. Sér- staklega átti Leipzig honum mikið að þakka, enda gerði háskólinn þar hann að heiðursdokior í þakklætis- og virðingarskyni fyrir hið mikla menningarstarf hans. 1908 lagði hann að inestu niður konsertferðalögin, en spilaði ])ó víða eftir þann tíma. T. d. ferðist hann eftir það til Norðurlandanna og spilaði þar í iillum höfuðborgunum og víðar við hinn bezta orðstýr. Hann hafði og í huga að koma til íslands, en því miður varð ekki úr þeirri för. I Berlín, Vín og víðar hélt hann líka árlega tónleika. í Vín var honum alltaf fagnað eins og konungi, viðlök- urnar þar voru dæmalausar og var honum sérsíaklega hlýtt til Vínarbúa. í þýzkum blöðum var talið til stórviðburða, þegar Karl Straube lét af embætti sem Thomaskantor og mikið um hið mikla s'arf hans skrifað. Kennslustarfinu liélt hann áfram, og hann miðlaði nýjum og nýjum nemendum af hinni stórkostlegu þekkingu sinni og and- ands auði. Og hann vann til síðustu stundar að útgáfu á öllum verk- um Baclis. Karl Straube notaði sumarleyfi sín oftast til þess að ganga á fjöll, t. d. í Sviss og víðar á yngri árum. Fjallaloftið átti vel við hann, og hann hlakkaði alltaf mjög til þessara ferðalaga. Ævi þessa mikla manns má líkja við fjallgöngu. Hann setli sér ungur ákveðið mark og hann náði því, — hann kleif efsta tindinn. Hann virtist óþreytandi og hlífði sér hvergi, en fórnaði ævinlega öllu fyrir málefnið, fyrir listina. I hennar ríki var hann konungur. 16 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.