Organistablaðið - 01.05.1969, Page 34

Organistablaðið - 01.05.1969, Page 34
Kirkjukór LangholtssajnuSur hélt tónleika í Háteigskirkju 27. apríl sl. Söngstjóri var Jón Stefánsson organleikari. Söng9kráin hófst með Iögum eftir gamla meistara frá 1450 til 1785. — Síðan söng Elísabet Erl- ingsdóttir einsöng með undirleik söng- stjórans lög eftir Pál fsólfsson, Sigurð Þórðarson og J. S. Bach. — Ritningar- lestur annaðist Kristjón V. Ingólfsson stud. theol. — Þá söng kórinn sex lög eftir J. S. Bach og að lokum tvö lög eftir Mozart, og aðstoðaði telpnakór úr Vogaskólanum í einu lagi. — f kórnum eru 24 félagar (13 kvenraddir og 11 karlaraddir) og hefur kórinn notið raddþjálfunar hjá Elísabetu Erl- ingsdóttur. — Hljóðfæraleikararnir Ásdís Þorsteinsdóttir (fiðla), Unnur Sveinbjörnsdóttir (fiðla), Jakob Hall- grímsson (viola), Gunnar Björnsson (cello) og Jón Ólafur Sigurðsson (orgel), aðstoðuðu í nokkrum lögum. Jón Isleijsson hélt tónleika í Nes- kirkju á skírdag með Kirkjukór Ncs- sóknar. Var kórinn stækkaður við þetta tækifæri svo að í söngsveitinni var 45 manns. Flutt var IV. þáttur úr óratór- íinu „Friður á jörðu“ eftir Björgvin Guðmundsson. Einsöngvarar voru Álf- heiður Guðmundsdóttir, Guðrún Tóm- asdóttir og Guðmundur Jónsson. Carl Billich lék undir á píanó og Póll Hall- dórsson á harmoníum. Prestar safnað- arins sr. Frank Halldórsson og sr. Páll Þorleifsson fluttu stuttar ræður. Jan Moravec Iék á cello með undir- leik Jóns fsleifssonar. Ao lokum sungu allir viðstaddir saman sálm. — Tón- leikarnir voru endurteknir í kirkju Ó- háða safnaðarins 4. maí. Þar flutti sr. Emil Björnsson erindi um Björgvin Guðmundsson. HIjóm plötuútgája. Oss berast helgir hljómar, heitir hljómplata sem Fálkinn hf. hefur gefið út. Þar syngur Kirkjukór Akureyrar, söngstjóri er Jakob Tryggvason og org- anleikari Haukur Guðlaugsson, 14 kirkjulega söngva, eftir innlenda og erlenda höfunda. Unga kirkjan. Æskulýðssamband í Hólastifti og Fálkinn hf. hafa gefið út hljómplötu með Trúarsöngvum, aðal- lega ætluðum ungu fólki. Kórar, ein- söngvarar og hljóðfæraleikarar ó Ak- ureyri, flytja fjölbreytt efni. Karlakór IsafjarSar og Sunnukórinn á ísafirði, söngstjóri Ragnar H. Ragn- ar hafa sent frá sér hljómplötu með 16 lögum. Fálkinn hf. gaf plötuna út. Efnisskráin hefst með tveim lögum eftir Jónas Tómasson organista og tón- skáld á ísafirði, sem kórarnir syngja saman (blandaður kór). Siðan syngur karlakórinn 7 lög eftir innlenda og erlenda höfunda. Þá syngja kvenna- raddir Sunnukórsins 8 lög. Einsöngv- arar með kórunum eru Herdís Jóns- dóttir, Margrét Finnbjörnsdóttir, Lauf- ey Maríasdóttir, Gunnlaugur Jónasson og Gunnar Jónsson. Hljóðritunin er gerð i tilefni 70 ára afmælis söngstjórans Ragnars H. Ragn- ar og 20 ára starfs hans sem forustu- manns í tónlistarmálum á ísafirði. Hann er einnig skólastjóri Tónlistar- skólans og organisti kirkjunnar. Þrjátíu sönglög. Organistablaðinu hefur verið sent nýútkomið sönglagahefti — einsöngs- lög og kórlög — eftir Pétur Sigurðs- son söngstjóra og organleikara á Sauð- árkróki. Sum þessara laga eru þjóð- kunn, m. a. Erla við Ijóð Stefáns frá 34 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.