Organistablaðið - 01.11.1970, Page 17

Organistablaðið - 01.11.1970, Page 17
ARILD SANDVOLD 75 ára Ef Norðmaður væri spurður að því, liver væri mestur núlif- andi kirkjutónlistarmaður Noregs, yrði svarið án efa: Arild Sand- vold. Sandvold hefur í 33 ár verið orgelleikari við dómkirkjuna í Osló, og hefur starfað næstum 60 ár að kirkjutónlist í landi sínu. Hann átti 75 ára afmæli 2. júní síðastliðinn og var þá ákaft hyl'ltur, sem einn þeirra tónlistar- manna, er hæst foer og víðfræg- astir eru um Norðurlönd. Sandvold er afburða orgelleikari og kórstjóri og hann er viður- kenndur framúrskarandi kennari. Leiðir okkar Sandvolds lágu fyrst saman í Leipzig, þar sem við vorum við nám hjá sama kennara. Kynntist ég þá vel hinum glæsi- legu hæfileikum hans og lærði að meta liina miklu mannkosti hans. Þótt Sandvold hafi ávallt haft mörgum störfum að sinna, hefur hann þó ferðast víða um lönd og haldið orgeltónleika þar sem túlkun hans á kirkjulegri tónlist, svo sem kantötum, orgelverkum og sálmaforleikum, hefur mjög verið rómuð. Allt með sama snilldarbrag og ber vott um ríka sköpunargáfu hans. Sem kennari liefur Sandvold haft geysimikil áhrif og má segja að flestir hinna yngri orgelleikara í Noregi hafi lært hjá honum, en bann hefur um langt árabil verið einn af aðalkennurum Tónlistar- s'kólans í Osló. Lnda þótt Sandvold hafi nú látið af organistaembættinu við Dóm- kirkjuna í Osló fy rir aldurs sakir, er víst að hann mun starfa að tón- Jistarmálum áfram og af fullum krafti meðan heilsa og kraftar leyfa, þjóð sinni til ómetanlegs gagns og uppörfunar. Þó seint sé, kem ég á framfæri kveðju frá Islandi til mikils lista- manns og í.slandsvinar. Páll Isólfsson. ORGANISTABLAÐIÐ 17

x

Organistablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.