Morgunblaðið - 13.11.2009, Page 1

Morgunblaðið - 13.11.2009, Page 1
F Ö S T U D A G U R 1 3. N Ó V E M B E R 2 0 0 9 STOFNAÐ 1913 306. tölublað 97. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er mbl.is SÍÐUSTU TÍSKUBLOGGARARNIR, MARÍA ER EKKI DESPÓ OG KEPPT Í ÍMYNDUN DAGLEGT LÍF 96 ára Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is FJÖLSKYLDUR sem eiga meira en 150 milljónir eiga samtals 468 millj- arða í framtaldar eignir. Það er 1.281 fjölskylda sem á þessar miklu eignir. Þetta eru 0,8% af öllum fjölskyldum í landinu, en hópurinn á 12,8% af öllum eignum. Þetta kemur fram í Tíund, fréttablaði ríkisskattstjóra, en grein- ina ritar Páll Kolbeins. Niðurstaðan í grein Páls er að þó að margar fjölskyldur glími við fjár- hagserfiðleika vegna þeirra áfalla sem dunið hafa yfir í efnahagslífinu gildi það alls ekki um alla. Margir séu langt frá því að vera á flæðiskeri staddir. 79.149 fjölskyldur telja ekki fram neinar skuldir, þar af eru 67.433 ein- hleypingar og 11.706 hjón. Eignir þessa hóps námu 845 milljörðum. Um 60% fjölskyldna skulda innan við fimm milljónir eða ekki neitt. 37.320 fjölskyldur skulda meira en þær eiga Þó að staðan sé góð hjá meirihluta allra fjölskyldna í landinu gildir það ekki um alla. 37.320 fjölskyldur skulda meira en þær eiga. Sá fyr- irvari er við þessa tölu að í ein- hverjum tilvikum kunna að vera eign- ir sem ekki eru skráðar á markaðsvirði. Hópurinn sem á minnst er jafnframt hópurinn sem skuldar hlutfallslega mest. 76.344 ein- staklingar töldu fram eignir sem voru metnar á innan við 10 milljónir. Hann átti samtals 115 milljarða en skuldaði 108 milljarða. Gera má ráð fyrir að í þessum hópi séu margir sem hafi tek- ið bílalán og lánin hafa hækkað en eignirnar fallið í verði. Þeir sem hafa keypt fasteignir á síðustu árum eru í sömu stöðu. Þessi hópur hefur ekki notið hækkunar á fasteignaverði, en skuldirnar hafa hækkað ár frá ári. Þeir sem eiga á bilinu 5 til 10 milljónir í fasteign skulda 80,1% af matsverði fasteign- arinnar. Þetta hlutfall lækkar eftir því sem eignarhlutur í fasteigninni hækkar. Í grein Páls í blaðinu Tíund kemur fram að stór hópur landsmanna greiði meira en þriðjung brúttótekna sinna í vexti og afborganir af lánum. Hér er um að ræða 9.232 einhleyp- inga og hjón en sumir þessara fram- teljenda, 225 hjón og 972 einhleyp- ingar eða alls 1.197 heimili, töldu fram hærri vaxtagreiðslur en sem nam framtöldum brúttótekjum síð- asta árs. Flestar fjölskyldur töldu fram eignir sem metnar voru á bilinu frá 10 til 40 milljónir króna í árslok 2008 og af þessum hópi áttu flestar á bilinu 15 til 25 milljónir króna. Af 181.755 fjöl- skyldum í landinu greiddu 82.039 enga vexti á síðasta ári. Ríkustu fjölskyldurnar skera sig úr hópnum Morgunblaðið/Golli Skulda lítið eða ekkert Af um 182 þúsund fjölskyldum töldu rúmlega 79 þús. fjölskyldur ekki fram neinar skuldir en töldu fram eignir upp á 845 milljarða. Tölur embættis ríkisskattstjóra sýna að á Íslandi er hópur fólks sem er mjög vel efnum búinn Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is UMSÓKN Íslendinga um aðild að Evrópusambandinu, efnahags- ástandið hér á landi og ýmis ágrein- ingsmál hafa sett fríversl- unarviðræður Íslendinga og Kínverja í salt. Síðasti svonefndi tæknilegi fundur fulltrúa utanrík- isráðuneytisins hér á landi og kín- verska viðskiptaráðuneytisins fór fram í mars sl. Gunnar Snorri Gunnarsson, sendiherra Íslands í Kína og að- alsamningamaður Íslendinga í við- ræðunum, átti óformlegan fund með aðalsamningamanni Kínverja í sept- ember sl. Þar sagðist sá síðarnefndi telja ýmis tormerki á því að samn- inganefnd Kínverja yrði ræst út í nánustu framtíð. Gunnar Snorri seg- ir Kínverja hafa nefnt ýmsar ástæð- ur fyrir tregðu sinni til áframhald- andi viðræðna. „Þeir hafa verið með mismunandi afsakanir uppi. Fyrst var það að þeir hefðu svo mikið að gera vegna jarð- skjálftanna, svo kom kreppan og síð- an hafa þeir einnig látið í ljós að fyrst Ísland sé komið á braut með viðræður við Evrópusambandið ættu viðræðurnar að vera í bið- stöðu,“ segir Gunnar Snorri. | 16 Fríverslun við Kína í salt Umsókn um ESB- aðild liðkaði ekki fyrir viðræðum Reuters Kína Óvissa er um fríverslunina.  Ný tillaga hef- ur verið lögð fram um deili- skipulag við Ingólfstorg. Nú- verandi skipu- lag hefur verið mjög umdeilt en skv. því nýja hefur verið hætt við að flytja gömul hús inn á torgið auk þess sem Nasa verður ekki rifið. Þá verður fyrirhugað hótel minna en til stóð og í takt við götumyndina. »4 Gömul hús við Ingólfstorg verða ekki færð úr stað Mannlíf Ingólfs- torg minnkar ekki.  VERÐBRÉFAFYRIRTÆKIÐ Arev mun sjá um stýringu á rekstri og eignum veitingastaðarins Ruby Tuesday og ritfangaverslunarinnar A4 samkvæmt samningi sem skila- nefnd Icebank hefur gert við Arev. Icebank tók nýverið yfir Ruby Tuesday og A4 og í stað þess að halda rekstri félaganna innan vé- banda bankans var ákveðið að leita til utanaðkomandi aðila. »17 Verðbréfafyrirtækið Arev rekur Ruby Tuesday og A4 Frá 2000 til 2008 jukust skuldir einstaklinga úr 415 milljörðum í 1.683 milljarða. Þetta er fjór- földun skulda á átta árum. Skuldirnar jukust mest á síð- asta ári eða um 24,9%. Á sama tíma jukust eignir aðeins um 8,2% þrátt fyrir að ýmislegt bendi til þess að þá hafi komið inn á skattframtöl mikið af bankainnistæðum sem áður voru vantaldar. Eignir ein- staklinga hafa aukist mikið á síðustu árum og nema nú 3.657 milljörðum. Skuldir jukust  Orkuveita Reykjavíkur skuldar 227 milljarða króna í erlendum myntum, en lánshæfiseinkunn fyr- irtækisins var lækkuð niður í svo- kallaðan „ruslflokk“ í fyrradag. Skuldirnar eru 19-faldur rekstrar- hagnaður fyrirtækisins, sem er vel yfir því sem talið er eðlilegt hjá fyrirtækjum í orkugeiranum. »15 Skuldastaða OR erfið www.gottimatinn.is Jólablaðið -frá MS kemur til þín í dag  Eignir og skuldir | 14-15  Ekki náðist endanleg niðurstaða í umræðum um skattatillögur rík- isstjórnarinnar á fundum þing- flokka stjórnarflokkanna í gær- kvöldi. Enn er verið að reikna. Formenn flokkanna ræða málið og staðan verður metin á ríkisstjórn- arfundi í dag. Ekki er vitað hvenær tillögurnar verða kynntar. »2 Morgunblaðið/Kristinn Staðan í skattamálum met- in á ríkisstjórnarfundi í dag

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.