Morgunblaðið - 13.11.2009, Qupperneq 7
Fréttir 7INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 2009
Eftir Unu Sighvatsdóttur
una@mbl.is
SLITGIGT er mjög algengur sjúkdómur sem
getur haft veruleg áhrif á daglegt líf þeirra
sem af honum þjást. Þrátt fyrir þetta er lítið
vitað um orsakir slitgigt-
ar, en nú hefur íslensk
rannsókn varpað nýju
ljósi á eðli þessa alvarlega
sjúkdóms.
Rannsóknin sýnir í
fyrsta skipti fram á að
tengsl eru á milli handa-
slitgigtar og fituhrörn-
unar slagæða. Þessi upp-
götvun markar ákveðin
tímamót í rannsóknum á
handaslitgigt, að sögn Helga Jónssonar, pró-
fessors í gigtarlækningum á Landspítalanum.
Helgi leiddi rannsóknina, sem fram fór við
Rannsóknarstöð Hjartaverndar og var hún
birt í nóvemberhefti gigtfræðiritsins Annals
of the Rheumatic Diseases.
Engir góðir meðferðarkostir til
„Þetta er einn af þessum stóru sjúkdómum
sem er mjög erfitt að rannsaka,“ segir Helgi.
„Slitgigtin er gríðarlega mikið vandamál hjá
mörgum öldruðum og spillir verulega lífs-
gæðum og getu seint á ævinni, hjá sumum
strax um miðjan aldur.“ Slitgigtin á sér marg-
ar birtingarmyndir og er því margslungin og
Þetta eykur mjög þekkingu og skilning á slit-
gigtinni.“
Sambandið milli sjúkdómanna tveggja sem
rannsóknin sýnir fram á fannst þó aðeins hjá
konum en ekki körlum með slitgigt. Helgi
segir ástæðuna fyrir þessu ekki ljósa, en það
sé staðreynd að handaslitgigt er mun algeng-
ari og erfiðari viðureignar hjá konum. Ferill
æðakölkunar er mun betur þekktur og í fram-
haldinu er hugsanlegt að yfirfæra megi hluta
þeirrar þekkingar og úrræða yfir á meðhöndl-
un við handaslitgigt.
Einstakar rannsóknir Hjartaverndar
Rannsóknin var eins og áður segir gerð við
Rannsóknarstöð Hjartaverndar en þar fara
fram ítarlegar öldrunarrannsóknir í samvinnu
við Bandarísku Öldrunarstofnunina. (Nation-
al Institute of Aging.)
Í rannsóknarhópnum eru um 5.700 ein-
staklingar yfir 68 ára aldri og rannsakaðir all-
ir mögulegir sjúkdómar sem snerta öldrun og
lífsgæði á síðari hluta ævinnar, þar á meðal
handaslitgigt. „Ástæðan fyrir því að þetta
finnst eru þessar ítarlegu og nákvæmu rann-
sóknir sem eru gerðar í þessari öldrunarrann-
sókn sem er í raun og veru einstök í heim-
inum,“ segir Helgi.
Gefur fyrirheit um framþróun
Ekki verður látið staðar numið við þessar
niðurstöður því framhaldsrannsóknir eru
þegar komnar af stað og er markmiðið að
auka enn þekkinguna og þar með meðferð-
armöguleika þegar fram líða stundir.
Þessi nýjasta uppgötvun þrengir hringinn
um hugsanlega framtíðarmeðferð til lækn-
ingar á handaslitgigt og gefur fyrirheit um að
frekari framþróun sé í vændum.
fyrsta sem lýsir þessum tengslum við kölkun í
æðakerfinu. Niðurstöðurnar hafa vakið mikla
athygli og meðal annars verið fjallal um þær á
fréttavef Reuters fréttastofunnar.
Mun algengari meðal kvenna
„Þetta er veruleg nýjung varðandi þennan
mikla sjúkdóm. Þarna virðist allt í einu komið
samband sem bendir til þess að þessir tveir
sjúkdómar geti átt sameiginlegar orsakir að
hluta til. Þetta vekur ansi áhugaverðar spurn-
ingar varðandi orsakir slitgigtar, hvort hún
tengist til að mynda blóðrásinni í liðunum.
um leið vandskilin. Engir reglulega góðir
meðferðarkostir hafa hingað til verið í boði en
með auknum rannsóknum er vonast til þess
að þokast verði nær því að finna lækningu.
„Eitt af því sem menn eru að átta sig á er að
þeir sem eru með handaslitgigt hafa tilhneig-
ingu til að fá mun meiri slitgigt annars staðar.
En af því að hún hefur svo lítið verið rann-
sökuð vita menn lítið um það og átta sig ekki
alveg á orsökunum og tengslum við aðra sjúk-
dóma,“ segir Helgi. Fram til þessa hafa ekki
fundist mikil tengsl handaslitgigtar við aðra
sjúkdóma og er hin íslenska rannsókn sú
Aukinn skilningur á eðli slitgigtar
Íslensk rannsókn sem gerð var við Rannsóknarstöð Hjartaverndar markar tímamót í skilningi
lækna á handaslitgigt Sjúkdómur sem skerðir lífsgæði margra en sáralítið er vitað um
Slitgigt Handaslitgigt getur m.a. valdið hnýttum höndum. Hún er algeng meðal kvenna.Helgi Jónsson
HUGURINN BER ÞIG AÐEINS HÁLFA LEIÐ
BERÐU SAMAN VERÐ OG ÞJÓNUSTU
NÆST ÞEGAR ÞÚ FLÝGUR
HVERS VEGNA VELUR ÞÚ ICELANDAIR?
• Hjá Icelandair býðst farþegum að innrita sig á netinu 22 klukkustundum fyrir
brottför hér heima og erlendis.
• Við netinnritun prentar farþegi út brottfararspjald og ef hann er ekki með annað en
handfarangur getur hann farið beint í öryggisskoðun þegar komið er í flugstöðina.
• Farþegum Icelandair býðst einnig sjálfsinnritun í brottfararsalnum í Leifsstöð.