Morgunblaðið - 13.11.2009, Síða 8
8 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 2009
STUNDUM er talað um að nemendur gangi mennta-
veginn. En framvegis munu nemendur Háskólans í
Reykjavík aka Menntaveginn því það er heitið sem val-
ið hefur verið á aðkomugötu og bogagötu að hinni nýju
byggingu skólans við Nauthólsvík. Ennfremur hefur
verið ákveðið að gata frá Flugvallarvegi í átt að skól-
anum heiti Nauthólsvegur og hringtorg á Nauthólsvegi
fái heitið Menntatorg . sisi@mbl.is
Morgunblaðið/RAX
NEMENDURNIR AKA MENNTAVEGINN
FRUMVARP um breytingar á fisk-
veiðistjórnunarkerfinu sem Jón
Bjarnason, sjávarútvegs- og land-
búnaðarráðherra, hefur lagt fram
var að miklu leyti samið af Guðjóni
Arnari Kristjánssyni, formanni
Frjálslynda flokksins, að því er fram
kemur á vef flokksins, xf.is. Guðjón
Arnar vinnur að sérverkefnum í
ráðuneytinu.
Þótt Frjálslyndi flokkurinn hafi
ekki fengið menn kosna í síðustu al-
þingiskosningum er nokkurt starf á
hans vegum. Magnús Reynir Guð-
mundsson framkvæmdastjóri er í
sjálfboðinni vinnu við frágang fjár-
mála og ýmislegt stúss, að eigin sögn.
Helgi Helgason miðstjórnarmaður
heldur heimasíðunni lifandi.
Þótt lýst sé ánægju með fisk-
veiðistjórnunarfrumvarpið er það
tekið fram að frjálslyndir vilji ganga
lengra og muni vinna áfram að breyt-
ingum í sjávarútvegnum.
Hafa enn
áhrif í
þinginu
Segja Guðjón Arnar
hafa samið frumvarp
„AUKIN skattbyrði á þessu ári og komandi
árum er ótvíræð greiðsla fyrir hrunið og at-
hafnir útrásarvíkinga svo og siðleysi þeirra
sem skotið hafa undan tekjum á liðnum ár-
um gagnstætt því sem hin merka tilvitnun
gefur fyrirheit um [skattar eru það sem
menn greiða fyrir siðað samfélag]. Réttast
væri að kalla skattahækkanirnar und-
anfarna mánuði réttum nöfnum – útrás-
arskatta – lagða á þá sem ekki tóku þátt.
Það er engu að síður eftirtektarvert að hin-
ir siðfirrtu hafa þó alla jafna kosið að búa í
okkar siðaða þjóðfélagi enda eru skattar
þar greiddir af öðrum sem hafa þá rótfestu
sem gefur þeim styrk til að hlaupast ekki
undan sameiginlegum skyldum.“
Þetta segja þeir Skúli Eggert Þórðarson
ríkisskattstjóri og Ingvar J. Rögnvaldsson
vararíkisskattstjóri í
skorinorðum leiðara í ný-
útkominni Tíund, riti
embættis ríkisskattstjóra.
„Þegar staðreyndir
liggja fyrir fer fram end-
urákvörðun opinberra
gjalda að gættum öllum
formreglum. Raunar er
það svo að formreglurnar
eru tíðast helsta viðbáran,
þegar tekið er til varna
við að hamla því að viðkomandi taki afleið-
ingum af upplýstum og sönnuðum gjörðum
sínum. Athafnir skattleysingjanna eru
þannig að öllu jöfnu gerðar ívið flóknari en
þegar íslenskir almúgamenn stunduðu
snærisþjófnað frá dönskum kaupmönnum til
að hafa í færi við að afla
sér nauðþurfta. Þó nokk-
urrar samúðar gæti í
sögubókum í garð slíkra
ógæfumanna þá verður sú
samúð seint yfirfærð á þá
sem telja að ekkert
smærra en milljarðar dugi
til einkaneyslu. Hug-
myndaauðgi þeirra er
komið hafa sér hjá skatt-
greiðslum, svo og ráðgjafa
þeirra, hefur lítt þorrið síðustu ár og raun-
ar hið gagnstæða. Fjarstæðukenndar hug-
myndir um ráðstafanir og túlkun laga-
ákvæða á skjön við alla skynsemi eru
birtingarmynd ýmissa ráðgjafa þeirra sem í
fylgsnum halda sig. Ýmsum væri nú hollt að
horfa um öxl á þá ábyrgðarlausu starfsemi
sem átti sér stað í stað þess að hamast
linnulítið við að fela eigin slóðir,“ segir enn-
fremur.
Og lokaorðin í leiðaranum eru þessi:
„Þeir sem skotið hafa undan greiðslum
ættu að sjá sóma sinn í því að snúa til betri
vegar og standa nú skil á greiðslu und-
anskotinna skatta með því að leiðrétta
skattskil sín og koma sér í hóp skilvísra
skattgreiðenda. Þannig myndu þeir taka
þátt í að rétta samfélagið úr þeirri alvar-
legu kreppu sem nú ríkir sem þeir sjálfir
áttu þátt í að valda. Ekki er svo sem líklegt
að alikálfinum verði slátrað eins og í sög-
unni sem sögð var fyrir 2000 árum en
örugglega myndu einhverjir hugsa að batn-
andi mönnum væri best að lifa.“ sisi@mbl.is
Skattahækkanirnar eru útrásarskattar
Leiðari Tíundar: „Hinir siðfirrtu hafa þó alla jafna kosið að búa í okkar siðaða þjóðfélagi“
Skúli Eggert
Þórðarson
Ingvar J.
Rögnvaldsson
„ÞAÐ er mjög
gaman að þessu.
Það kemur tals-
vert af öðruvísi
vörum en við er-
um venjulega
með. Það kom
kattamatur í gær
án þess að við
bæðum sér-
staklega um hann en þá var einmitt
einn sem spurði um hann. Svo tókst
að bjarga barnaafmæli af því að
það hafði komið súkkulaði og vöffl-
umix sem við höfum annars ekki.
Mest eru þetta þó nauðþurftir,“
segir Anna Ólafsdóttir, verk-
efnastjóri hjá Hjálparstarfi kirkj-
unnar, um vinsældir aukapokans
svokallaða.
Lágverðsverslanirnar Bónus og
Krónan bjóða viðskiptavinum sín-
um að skilja eftir poka með mat-
vöru fyrir bágstadda og segir Anna
stefnt að því að Samkaup og síðar
Kostur bætist í hópinn. Hún segir í
undirbúningi að bjóða upp á auka-
pokann á Akureyri og bætir því við
að 2.355 manns hafi skráð sig á
vinasíðu pokans á Facebook. Pok-
ana má nálgast hjá Hjálparstarfi
kirkjunnar við Grensáskirkju.
Aukapokinn
fer vel af stað
HÓPUR fjárfesta er nú sagður leggja
drög að kauptilboði í smásöluversl-
anakeðjuna Haga. Guðmundur
Franklín Jónsson er í forsvari fyrir
hópinn, en brátt mun vefsíðan þjóð-
arhagur.is verða opnuð vegna máls-
ins. „Fólk getur farið þangað inn og
skráð sig fyrir hlutafjárframlagi, upp-
hæðin skiptir ekki máli,“ segir Guð-
mundur í samtali við Morgunblaðið.
Guðmundur segist ekki geta upplýst
hverjir standa að baki hópnum enn
sem komið er, en segir um nokkurn
fjölda að ræða. „Þetta eru um 120
manns sem eru klárir með nægt fé til
að gera tilboð í Haga. Einn fjárfest-
anna hafði samband við mig og bað
mig um að fara fyrir hópnum. Menn
eru hræddir við þá viðskiptahætti
sem hafa verið stundaðir inni í bönk-
unum og vilja fara varlega til að byrja
með. Þetta eru engir lífeyrissjóðir eða
slíkt, en einhver lítil fjárfestingafélög
er að finna í hópnum.“
Vonast eftir góðum viðbrögðum
Guðmundur nefnir að vonandi
muni hundruð eða þúsundir manna
skrá sig fyrir hlut í Högum: „Við er-
um þegar með nægt fé til að kaupa
Haga, en það fer þó eftir því hversu
mikill hluti fyrirtækisins er til sölu,
60% eða 100%. Aðalmálið er samt að
fólkið í landinu fái að vera með, þess
vegna skýrum við verkefnið Þjóð-
arhag.“ Að sögn Guðmundar hefur
enn ekkert félag verið stofnað utan
um hóp fjárfestanna. „Við erum bara
að auglýsa eftir áhugasömu fólki til að
vera með í þessu.“
Afleitt ef
skattgreiðendur borga
En hvað gerist ef fáir eða enginn
skráir sig fyrir hlut á þjóðarhagur.is?
„Hagar eru náttúrlega ekki til sölu
eins og er. Þannig að við leyfum síð-
unni að vera opinni 1-2 vikur og
sjáum hvað margir skrá sig. Fjöldinn
getur verið sterkari en upphæð-
irnar.“
„Við þurfum auðvitað að sjá bók-
haldið hjá Högum og gera áreið-
anleikakönnun ef af þessu verður.
Ef gefa á Bónusfeðgum eftir ein-
hverja tugi milljarða er afrakstur lágs
vöruverðs í verslunum þeirra horfinn
– ef menn vilja halda því fram að það
sé lágt. Afleitt yrði ef skattgreið-
endur borguðu fyrir mistökin,“ segir
Guðmundur.
Segir fjölda fjár-
festa tilbúna með fé
Þjóðarhagur.is opnaður og vill nýja hluthafa
Virðing
Réttlæti
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | S. 510 1700 | F. 510 1717 | WWW.VR.IS
verður haldinn 30. nóvember 2009 kl. 19:30 á Hilton
Reykjavík Nordica.
Dagskrá:
1. Samningar og stöðugleikasáttmáli
(Kristinn Örn Jóhannesson, formaður VR).
2. Skipulag launþegahreyfingarinnar:
a) VR (Kristinn Örn Jóhannesson, formaður VR).
b) LÍV (Ingibjörg R. Guðmundsdóttir, formaður LÍV).
c) ASÍ (Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ).
3. Stefnumótun VR (fulltrúar ParX kynna).
4. Umræður, stjórn situr fyrir svörum.
Fundarstjóri: Pétur Guðmundsson
Félagsfundur VR
Upplýsinga- og umræðufundur