Morgunblaðið - 13.11.2009, Qupperneq 10
10 Fréttir
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 2009
Viðbrögð Össurar Skarphéð-inssonar við spurningum Guð-
laugs Þórs Þórðarsonar alþing-
ismanns á Alþingi í fyrradag voru
dálítið sérstök, en ekki óvænt.
Össur Skarphéðinsson var beðinnum upplýsingar sem hefur
vantað og snúa
að samskiptum
við okkar helstu
bandalagsþjóð í
bráð og lengd.
Hann var ekki
beðinn um skoð-
anir. Hann gaf
engar upplýs-
ingar, og hann
virtist svo sem
ekki heldur hafa
skoðanir sem
hann þyrfti að koma á framfæri. En
hann virtist í senn taugatrekktur
og pirraður. Hvers vegna var það?
Þingmaðurinn var ekki að spyrjaum vandræðalegar upplýsingar
sem snúa að Össuri sjálfum, svo séð
væri, en sjálfsagt væri það hægt.
Og enginn gefur í skyn að Össur sé
enn þá ekki annað en hlaup-
astrákur Ólafs Ragnars eins og á
Þjóðviljaárunum sælu og góðu. Af
hverju gat hann ekki frætt þing og
þjóð um hvað raunverulega gerðist
í fálkaorðumálinu fræga?
Nú er vitað að þeir Össur og Ólaf-ur eiga langar fundarsetur
reglulega. Er hann að gefa til
kynna að hann hafi ekki fengið eða
óskað eftir skýringum á einhverju
undarlegasta prótókollsatviki í ís-
lenskri utanríkismálasögu?
Ef slíkt mál og þvílíkt, sem margtbendir til að hafi skaðað sam-
skipti Íslands og Bandaríkjanna,
hefur ekki verið rætt, til hvers eru
þá þeir fundir? Eru þeir bara písk-
ur og skrækir um árin á blaðinu og
baráttuna fyrir alræði öreiganna
sem endaði svo skringilega með
umturnun í kippi og vendingar
klappstýra fyrir allt annan hóp og
efnaðri? Spyr sá sem ekki veit.
Össur
Skarphéðinsson
Undarlegheit á Alþingi
Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu Íslands
Veður víða um heim kl. 18.00 í gær að ísl. tíma °C Veður
Reykjavík 8 skýjað Lúxemborg 8 alskýjað Algarve 21 heiðskírt
Bolungarvík 6 skýjað Brussel 11 skýjað Madríd 17 heiðskírt
Akureyri 5 skýjað Dublin 9 skýjað Barcelona 17 heiðskírt
Egilsstaðir 5 skýjað Glasgow 10 skúrir Mallorca 19 léttskýjað
Kirkjubæjarkl. 7 alskýjað London 13 skýjað Róm 17 léttskýjað
Nuuk -7 léttskýjað París 13 skýjað Aþena 15 léttskýjað
Þórshöfn 9 alskýjað Amsterdam 10 léttskýjað Winnipeg 9 alskýjað
Ósló -1 alskýjað Hamborg 7 skýjað Montreal 7 léttskýjað
Kaupmannahöfn 6 skúrir Berlín 8 heiðskírt New York 8 skúrir
Stokkhólmur 1 skýjað Vín 9 léttskýjað Chicago 7 skýjað
Helsinki -2 alskýjað Moskva 2 þoka Orlando 14 alskýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://morgunbladid.blog.is/
HALLDÓR STAKSTEINAR
VEÐUR
13. nóvember Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 3.34 3,5 9.47 0,9 15.50 3,6 22.08 0,7 9:51 16:34
ÍSAFJÖRÐUR 5.42 1,9 11.50 0,4 17.44 2,0 10:15 16:21
SIGLUFJÖRÐUR 1.21 0,2 7.40 1,2 13.39 0,2 19.58 1,1 9:58 16:03
DJÚPIVOGUR 0.37 1,9 6.51 0,5 13.01 1,8 19.05 0,5 9:25 15:59
Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið
Á laugardag
Norðaustanátt, víða 10-15 m/s.
Rigning austanlands, en rigning
eða slydda með köflum norð-
antil síðdegis. Þurrt að mestu
suðvestanlands. Hiti 0 til 7 stig,
hlýjast syðst.
Á sunnudag
Norðan- og norðaustanátt, 10-
18 m/s, hvassast á annesjum
nyrðra. Snjókoma eða slydda
norðaustantil, él á norðvest-
anverðu landinu og rigning eða
slydda austanlands. Hiti 0 til 5
stig syðra, en annars um frost-
mark.
Á mánudag
Norðanátt með snjókomu eða
éljagangi, en yfirleitt léttskýjað
syðra. Vægt frost, en víða
frostlaust við ströndina, eink-
um sunnantil.
Á þriðjudag og miðvikudag
Norðlæg eða breytileg átt og él
á víð og dreif, síst suðvestantil.
Fremur kalt í veðri.
VEÐRIÐ NÆSTU DAGA
SPÁ KL. 12.00 Í DAG
Rigning eða súld með köflum á
austanverðu landinu og sums
staðar á annesjum norð-
anlands, en yfirleitt þurrt ann-
ars staðar. Hiti 1 til 8 stig.
Eftir Jón Sigurðsson
Blönduós | Björgvin Tómasson org-
elsmiður á Stokkseyri ásamt aðstoð-
armönnum hefur lokið uppsetningu á
pípuorgeli í Blönduóskirkju. Upp-
setningin tók um fimm vikur en fjár-
söfnun fyrir því hefur tekið töluvert
lengri tíma. Raunar má nefna fleiri
ár í því samhengi og enn vantar
nokkrar krónur svo endar nái saman.
Orgelið er 21 raddar og er allt hið
vandaðasta, enda þykir það bera höf-
undinum og starfsmönnum hans gott
vitni.
Sólveig Einarsdóttir organisti
kirkjunnar hefur eytt hverri einustu
frístund hina síðustu daga við æfing-
ar á hið nýja hljóðfæri og í samtali við
Morgunblaðið kvaðst hún nú þurfa
að skipta sér upp í fjóra hluta til að
aðlagast hljóðfærinu. Orgelið væri
listaverk í öllum skilningi þess orðs
því saman færi hljóð, sjón og fegurð.
Listaverk í öllum skilningi þess orðs
Nýtt pípuorgel vígt
í Blönduóskirkju
Morgunblaðið/Jón Sigurðsson
Orgelleikari Sólveig Einarsdóttir hefur æft
stíft og kynnt sér nýja orgelið vel undanfarið.
Í HNOTSKURN
» Orgelið verðurvígt nk. sunnu-
dag, 15. nóvember, kl.
14.
»Fjársöfnun stend-ur enn yfir og er
reikningur org-
elsjóðsins 0307-26-
4701, kt. 470169-1689.
Sími 544 5858, www.frostmark.is
Dalvegi 4 Kópavogi og Gagnheiði 69 Selfossi
Staðlaðar lausnir – Sérlausnir
Hönnun – Sala – Framleiðsla