Morgunblaðið - 13.11.2009, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 13.11.2009, Blaðsíða 11
Fréttir 11INNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 2009 Styrkþegar 840.000 kr. var úthlutað úr Magnúsarsjóði að þessu sinni. ÚTHLUTAÐ var úr Magnús- arsjóði, menntunar- og afreks- sjóði ÍR, sl. miðvikudag og nam heildarupphæðin að þessu sinni 840.000 kr. Í flokkinum sérstök verkefni hlaut frjálsíþróttadeildin styrk vegna ólympíuáætlunar sinnar, en deildin hefur sett sér það há- leita markmiðið að ÍR-ingar verði meðal þátttakenda á Ól- ympíuleikunum 2010. Í flokk- inum afreksfólks hlaut skíða- deildin síðan styrk vegna þeirra Stefáns Inga Jóhannssonar, Ein- ars Kristins Kristgeirssonar og Jóhönnu Auðunsdóttur. Þá fékk júdódeildin styrk vegna þeirra Gísla Haraldssonar, Kjartans Magnússonar og Ásdísar Mar- grétar Ólafsdóttur og loks fékk körfuknattleiksdeildin styrk vegna Daða Bergs Grétarssonar. Auk þess fengu fjórir þjálf- arar styrki vegna námskeiða er- lendis. Frjálsíþróttadeild ÍR stefnir á ólympíuleikana ALÞJÓÐADAGUR sykursjúkra verður haldinn á morgun, laug- ardag, og verður af því tilefni boðið upp á blóðsykursmælingar í Smára- lind frá kl. 12-16. Áætlaður fjöldi þeirra sem greindir hafa verið með þennan sjúkdóm hér á landi er 8.000-9.000, en rannsóknir á hinum Norðurlönd- unum benda til þess að fyrir hvern greindan gangi tveir um með sjúk- dóminn án þess að gera sér grein fyrir því. Blóðsykursmæl- ingar í boði á degi sykursjúkra NORRÆNI skjaladagurinn verður haldinn á Norðurlönd- unum á morgun, laugardag. Hér á landi verða Þjóð- skjalasafn Ís- lands, Borg- arskjalasafn og Héraðsskjalasafn Kópavogs með sérstaka hátíð- ardagskrá í húsakynnum Þjóð- skjalasafnsins við Laugaveg 162 frá kl. 11-15, þar sem þemað verður „konur og kvenfélög“. Haldnir verða stuttir 15-20 mínútna fyr- irlestrar með vefkynningum í há- tíðarsal á 3. hæð safnsins og eru kvenfélagskonur sérstaklega hvatt- ar til þess að heimsækja safnið á morgun. Við sama tækifæri mun mennta- málaráðherra formlega opna nýjan manntalsvef Þjóðskjalasafns Ís- lands. Nýr manntalsvefur Þjóðskjalasafnsins Dagskrá verður í Þjóðskjalasafninu. Jólakortasala Blindrafélagsins er hafin. Sölu- menn frá Blindrafélaginu munu ganga í hús í nóvember og desember og selja kortin. Þau eru af tveimur gerðum. Annars vegar er um að ræða kort með myndinni Hátíð- arljós eftir listakonuna Marlyn Herdísi Melk, hins vegar kort með ljósmynd af Skógafossi eftir Sig- urgeir Sigurjónsson ljósmyndara. Blindrafélagið fjármagnar starfsemi sína að langmestu leyti með sjálfsaflafé og gegnir jóla- kortasalan þar veigamiklu hlut- verki. Jólakort Blindra- félagsins í sölu FRIÐRIK Ey- steinsson, að- júnkt í markaðs- fræði við viðskiptafræði- deild Háskóla Ís- lands, heldur í dag, föstudag, fyrirlestur undir yfirskriftinni „Hafa auglýs- ingar neikvæð áhrif á börn?“. Fyrirlesturinn hefst kl. 12 og fer fram á Háskólatorgi, stofu HT-104. Öðru hverju koma fram kröfur um að stjórnvöld þrengi að aug- lýsendum hvað varðar auglýsingar sem beint er að börnum. Yfirleitt eru þessar kröfur byggðar á því að börn skilji ekki tilgang auglýs- inga, þau geti ekki gert greinam- un á þeim og dagskrárefni eða þá að auglýsingar hafi neikvæð áhrif á þau. Í fyrirlestrinum verður far- ið yfir niðurstöður helstu rann- sókna sem birtar hafa verið á áhrifum auglýsinga á börn. Hafa auglýsingar slæm áhrif á börn? Friðrik Eysteinsson Þórunn J. Hafstein Henrik W.K. Kaspersen Jukka Viljanen Eric Barendt Kyrre Eggen Eiríkur Jónsson Björg Thorarensen Haukur Arnþórsson Árni Matthíasson Mannréttindastofnun Háskóla Íslands og dómsmála- og mann- réttindaráðuneytið efna til alþjóðlegrar ráðstefnu um ábyrgð á birtingu og dreifingu efnis á Internetinu. Fjallað verður um helstu knýjandi álitaefni á þessu sviði, m.a. um alþjóðlega dreifingu á barnaklámi, kynþáttahatri og meiðyrðum, hvernig gerendur verði fundnir og hvar þeir verði dregnir til ábyrgðar fyrir dómstólum. Þá verður fjallað um skyldu ríkja til að vernda friðhelgi einkalífs einstaklinga. Norræna ráðherranefndin veitir styrk vegna ráð- stefnunnar í tilefni af formennsku Íslands árið 2009. Ábyrgð á Internetinu Responsibility for Expression and Information on the Internet 13.00-13.10 Þórunn J. Hafstein, settur ráðuneytisstjóri dómsmála- og mannréttindaráðuneytis 13.10-13.30 Fighting Cybercrime: Meaning of Council of Europe Cybercrime Convention 2001 Próf. Emeritus Dr. Henrik W.K. Kaspersen, ráðgjafi Evrópuráðsins og hollenska dómsmálaráðuneytisins á sviði netglæpa 13:30-13.50 State Obligations under Article 8 of the ECHR Ph.D. Jukka Viljanen, lektor í mannréttindum við háskólann í Tampere, Finnlandi 13.50-14.10 The Legal Control of Pornography and Hate Speech on the Net in the United Kingdom Próf. Eric Barendt, Goodman prófessor í fjölmiðlarétti við University College, London 14.10-14.25 Fyrirspurnir og umræður 14.25-15.00 Kaffihlé 15.00-15.20 Jurisdictional Issues in Private Litigation Dr. juris Kyrre Eggen, hæstaréttarlögmaður og einn eigenda lögfræðistofunnar Wiersholm, Mellbye & Bech í Osló. 15.20-15.40 Responsibility for Internet Defamation in Icelandic Law Eiríkur Jónsson LL.M., lektor og doktorsnemi við Lagadeild Háskóla Íslands, LOGOS lögmannsþjónusta styrkir stöðuna 15.40-16.00 How to prevent Anonymity on the Internet Ph.D. Haukur Arnþórsson, stjórnsýslufræðingur 16.00-16.15 The Internet and the Media Árni Matthíasson, blaðamaður og verkstjóri á mbl.is og umsjónarmaður blog.is 16.15-16.45 Fyrirspurnir og umræður Fundarstjóri: Björg Thorarensen, prófessor og forseti Lagadeildar Háskóla Íslands Nánari upplýsingar: www.hi.is og http://hi.is/is/felagsvisindasvid_deildir/lagadeild/adal/conference Ráðstefnan er öllum opin og aðgangur ókeypis. Fimmtudaginn 19. nóvember í fundarsal Þjóðminjasafns Íslands Dagskrá ráðstefnunnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.