Morgunblaðið - 13.11.2009, Síða 14
Eftir Egil Ólafsson
egol@mbl.is
1.381 fjölskylda á eignir sem eru
metnar á meira en 150 milljónir
króna. Samanlagðar eignir þessara
fjölskyldna eru 468 milljarðar, en
skuldir þeirra nema 60 milljörðum.
Þessi hópur er um 0,8% af öllum
fjölskyldum í landinu en þær eiga
12,8% af öllum eignum.
Þessar upplýsingar koma fram í
grein Páls Kolbeins, sérfræðings
hjá embætti ríkisskattstjóra í nýj-
asta tölublaði af fréttablaðinu Tí-
und.
Vöxtur í banka- og fjármála-
starfsemi og síðan hrun bankanna
hefur haft mikil áhrif á hagi lands-
manna. Fjölskyldur í landinu eru
misvel í stakk búnar til að takast á
við áföllin. Sums staðar er þröngt í
búi en margir standa sem betur fer
ágætlega.
Skuldir jukust
um 25% í fyrra
Það eru ekki ný sannindi að fólk
hafi verið duglegt að taka lán á síð-
ustu árum. Árið 2000 skulduðu ein-
staklingar 415 milljarða, en í árslok
2008 námu skuldirnar 1.683 millj-
örðum. Skuldirnar höfðu því fjór-
faldast á þessum árum. Mest var
skuldaaukningin á árinu 2008 þegar
gengi krónunnar féll en þá jukust
skuldir einstaklinga um 24,9%.
Eignirnar jukust hins vegar aðeins
um 8,2% í fyrra. Það verður hins
vegar að hafa einn fyrirvara á
þessum tölum því að í fyrra var
farið að skrá rafrænt allar inni-
stæður í bönkum inn á skatt-
framtal, en það leiddi til þess að
innistæður einstaklinga í bönkum
hækkuðu um 370 milljarða milli ára
eða um 139,3%. Erfitt er að átta
sig á hversu stór hluti af þessari
upphæð er til kominn vegna van-
halda á skráningu eða vegna þess
að fólk var að flytja eignir úr hluta-
bréfum, skuldabréfum eða öðrum
eignum inn á innlánsreikninga í
bönkum.
En þó að skuldirnar hafi aukist
mikið eru eignirnar líka miklar og
mun meiri en skuldirnar. Í árslok
2008 námu eignir einstaklinga sam-
tals 3.657 milljörðum. Eignum og
skuldum er hins vegar ekki skipt
jafnt niður milli landsmanna.
Meirihlutinn skuldar
lítið eða ekkert
Mjög misjafnt er hversu fólk
skuldar mikið og raunar er það
þannig að flestir skulda lítið eða
ekki neitt. Af 181.755 fjölskyldum í
landinu töldu 79.149 ekki fram
neinar skuldir. Þetta eru 67.433
einstaklingar og 11.706 hjón. Þessi
hópur taldi fram eignir sem metnar
voru á 845 milljarða. Fjölskyldur
sem skulduðu minna en fimm millj-
ónir eru 30.825. Þetta þýðir að um
60% af öllum fjölskyldum í landinu
skulda annaðhvort ekki neitt eða
innan við 5 milljónir.
Í árslok í fyrra skulduðu 41.535
fjölskyldur á bilinu 5-20 milljónir
og 20.149 fjölskyldur skulduðu á
bilinu 20-35 milljónir.
„Hópur skuldunauta sem skulda
meira en 150 milljónir kr. vekur
sérstaka athygli. Þessar 244 fjöl-
skyldur skulduðu 77 milljarða kr.
Lítill hópur á miklar eignir
Morgunblaðið/Ómar
Skattgreiðendur Tæplega 1.400 fjölskyldur eiga 12,8% af öllum eignum á Íslandi, samanlagt um 468 milljarða kr.
Tölur ríkisskattstjóra sýna að fólk er misvel í stakk búið að takast á við þau áföll sem dunið hafa yfir
0,8% íslenskra fjölskyldna eiga 468 milljarða sem eru um 12,8% af öllum eignum heimilanna í landinu
Eignir og skuldir Íslendinga
Heildarskuldir
1.683
milljarðar
Heildareignir
2.657
milljarðar
79.149
fjölskyldur skulda ekki
neitt
37.320
fjölskyldur skulda meira
en þær eiga
Tölur ríkisskattstjóra fyrir árið
2008 endurspegla ekki nema að
takmörkuðu leyti samdrátt í efna-
hagslífi landsins. Hafa ber í huga
að hrunið varð ekki fyrr en í októ-
ber og ekki fór að bera á sam-
drætti í tekjum fyrr en í lok ársins.
Búast má við að samdrátturinn
komi fram með skýrari hætti í
næsta uppgjöri.
Undanfarin ár hefur þeim sem
telja fram skatta á Íslandi fjölgað
ótrúlega mikið. Fjölgunin var 4-5%
árlega fyrir hrun, en í fyrra nam
fjölgunin aðeins 1%. Skattskyldar
tekjur hafa líka hækkað mikið, en
þær hækkuðu t.d. um 21% milli ár-
anna 2007 og 2008. Nú hækka
tekjur hins vegar aðeins um 0,7%.
Þetta skýrist fyrst og fremst af því
að söluhagnaður, sem verið hefur
mjög mikill undanfarin ár, dróst
saman um 82%.
Laun, hlunnindi, lífeyrir og aðrar
greiðslur sem mynda tekjuskatts-
og útsvarsstofn hækkuðu á árinu.
Liðurinn önnur hlunnindi lækkaði
hins vegar mikið eða um 84%.
Ástæðan er sú að árið 2007 færðu
margir kaupréttarsamninga í
þennan framtalsreit. Fjármagns-
tekjuskattur skilaði lægri upphæð
í fyrra en árið á undan. Skatturinn
skilaði samt meiru en 2007.
Skatttekjur eru byrjaðar að lækka
14
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 2009
LÖGMENN, ráðgjafar og stjórn-
málamenn hafa þrýst á um að lögum
verði breytt þannig að ekki þurfi að
skattleggja niðurfellingu á skuldum
einstaklinga og lögaðila. Þetta segir
Aðalsteinn Hákonarson, sérfræð-
ingur á eftirlitssviði ríkisskattstjóra.
Kaupþing og Glitnir veittu stjórn-
endum sínum há lán til hlutabréfa-
kaupa. Kaupþing veitti t.d. 130
starfsmönnum bankans 47,3 millj-
arða að láni til hlutabréfakaupa.
Stjórn bankans samþykkti skömmu
fyrir hrun að fella niður persónu-
legar ábyrgðir að upphæð 10,5 millj-
arða króna, þar af fengu sjö æðstu
stjórnendur bankans 4,9 milljarða
fellda niður. Eftir að bankinn féll var
þessi ákvörðun tekin til endurskoð-
unar. Tvær lögfræðilegar álitsgerðir
voru lagðar fram þar sem komist var
að þeirri niðurstöðu að stjórninni
hefði verið heimilt að fella niður þess-
ar ábyrgðir og að henni hefði ekki
verið stætt á að ganga að persónu-
legum ábyrgðum starfsmanna.
Þessu máli hefur verið vísað til
embættis sérstaks saksóknara og tók
stjórn Nýja Kaupþings þá ákvörðun
um að afgreiða málið ekki fyrr en
niðurstaða væri komin í rannsókn
saksóknara. Ekki liggur fyrir hve-
nær hún kemur.
En þó að bankarnir komi til með
að afskrifa þau lán sem veitt voru til
hlutabréfakaupanna stendur eftir
hvernig á að fara með skattlagningu
afskrifaðra skulda.
Aðalsteinn fjallar um þetta í Tí-
und, fréttablaði ríkisskattstjóra.
Hann bendir á að þessi lán hafi oft
verið veitt til einkahlutafélaga sem
þýðir að menn gátu mögulega sótt
sér skattalegt hagræði umfram aðra.
„Sumir græddu á þessu fjárhæðir
sem voru hærri en ævitekjur vel-
flestra Íslendinga en aðrir lentu í
hruninu og sátu uppi með skuldir og
verðlitlar eða verðlausar eignir eða
jafnvel fluttu eignir sínar yfir á nöfn
ættingja eða vina.“
Vextir lægri en bankar buðu
Aðalsteinn bendir á að einkenni á
þessum lánum sé að vextir af þeim
hafi að jafnaði verið lægri en bank-
arnir buðu almennum viðskiptavin-
um sínum. Lántökukostnaður hafi
stundum verið enginn, en stundum
5.000 krónur jafnvel þó að lánin
næmu hundruðum milljóna króna.
Þá hafi stjórnendur fyrirtækjanna
ákveðið að ekki ætti að greiða stimp-
ilgjöld þótt ekki verði ráðið af lög-
unum að þau hafi verið undanþegin
gjaldinu.
„Þrátt fyrir að þessi kjör hafi í
samanburði við önnur lánakjör verið
mjög hagstæð ganga nú lögmenn,
ráðgjafar og stjórnmálamenn fram
fyrir skjöldu til að fá þessi lán felld
niður án þess að komi til skatt-
skyldu.“
Aðalsteinn sagði í samtali við
Morgunblaðið að hann væri að vísa
til ákvæðis í frumvarpi félagsmála-
ráðherra um greiðsluaðlögun fyrir
heimilin í landinu. „Ég varð var við
að það voru menn að vinna í því að
koma þessu í gegn. Það átti að keyra
þetta í gegn á skömmum tíma.“
Ákvæðið var tekið út úr frumvarp-
inu áður en það varð að lögum og í
nefndaráliti þingnefndar sagði að
menn hefðu viljað taka sér lengri
tíma til að skoða þennan þátt máls-
ins.
Aðalsteinn sagðist vera ánægður
með að þetta hefði verið tekið út úr
frumvarpinu því engin þörf væri á
því að fella niður skattskyldu vegna
afskrifaðra skulda. Hann sagði að
það væri einnig merkilegt að félags-
málaráðherra skyldi á Alþingi leggja
fram tillögur um breytingar á skatta-
lögum. Það væri á verksviði fjár-
málaráðherra að gera það.
Aðalsteinn segir einnig í grein
sinni að það sé sérkennilegt og algert
stílbrot í íslenskum skattarétti að
gera kröfu um að fella niður lán hjá
lögaðilum án þess að niðurfellingin
Þrýstu á um að sleppa við að borga
skatta af afskrifuðum skuldum
Morgunblaðið/Eggert
Alþingi Tekið var út úr frumvarpi félagsmálaráðherra um skuldaaðlögun
ákvæði sem hefði heimilað skattfrjálsa niðurfellingu skulda.
Andstætt öllu sem
gilt hefur í skatta-
rétti í áraraðir