Morgunblaðið - 13.11.2009, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 13.11.2009, Qupperneq 19
Fréttir 19ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 2009 Eftir Karl Blöndal kbl@mbl.is ÞJÓÐVERJAR hafa hingað til verið fyrirmynd þeirra, sem predikað hafa aðhald í fjármálum og lagt áherslu á hallaleysi í ríkisrekstri. Í kreppunni á þetta ekki við lengur og nú er nán- ast öruggt að á næsta ári verður fjárlagahallinn í Þýskalandi meiri en á Ítalíu. Samkvæmt spám Deutsche Bank má búast við því að á næsta ári verði fjárlagahallinn í Þýskalandi 6,5% af vergri þjóðarframleiðslu, en 6,2% á Ítalíu. Þrátt fyrir þetta hefur hin nýja stjórn kristilegra demókrata (CDU/ CSU) og frjálsra demókrata (FDP) boðað skattalækkanir upp á 24 millj- arða evra (tæplega 4.490 milljarða íslenskra króna) á næstu tveimur ár- um. Um alla Evrópu reyna stjórnvöld nú að milda áhrif kreppunnar með opinberum útgjöldum og um leið fara áhyggjur af því hvernig eigi að gæta þess að ríkisfjármálin fari ekki úr böndunum vaxandi í Frakklandi, Ítalíu, á Spáni og víðar, en ekki að því er virðist hjá þýskum stjórnvöld- um. Þvert á vilja kjósenda Að þessu leyti er stjórn Merkel meira að segja á öndverðum meiði við þýsku þjóðina, í það minnsta ef marka má skoðanakönnun Forsa frá því í október þar sem aðeins 22% að- spurðra kváðust styðja skattalækk- anir ef þær bættu við fjárlagahall- ann og leiddu til aukinnar lántöku hins opinbera. Evruríkin 16 hafa skuldbundið sig til að halda fjárlagahallanum innan 3% af þjóðarframleiðslu, en Evr- ópuráðið hefur spáð því að hallinn verði að meðaltali 6,9% á næsta ári. Guido Westerwelle, utanríkis- ráðherra í nýrri stjórn Angelu Merkel og leiðtogi FDP, segir að sanngjörn skattastefna sé lykilatriði í þeirri viðleitni að koma efnahagslíf- inu í gang á nýjan leik. Merkel segir að nauðsynlegt sé að ná fram hagvexti vegna þess að án hans verði engar fjárfestingar, engin ný störf og engir peningar til að halda menntakerfinu gangandi og tryggja kjör þeirra, sem minnst mega sín í samfélaginu. Þjóðverjar snúa við blaðinu og losa takið á ríkisbuddunni Ný stjórn boðar skattalækkanir þrátt fyrir útlit fyrir meiri fjárlagahalla en á Ítalíu Reuters Keik Angela Merkel kanslari og Guido Westerwelle utanríkisráðherra hyggjast lækka skatta þótt spáð sé meiri fjárlagahalla en á Ítalíu 2010. Í HNOTSKURN »Evrópusambandið hefurgefið aðildarríkjum frest til að ná fjárlagahallanum undir 3% af landsframleiðslu. »Frakkar hafa þegar sagtað þeir muni ekki virða frestinn. Þeir ætli að leggja áherslu á hagvöxt frekar en að draga úr útgjöldum. »Frakkar, Bretar, Spán-verjar og Írar fá lengri frest vegna bágrar stöðu. »Þjóðverjar eru meðal sjöþjóða, sem eiga að ná tak- markinu 2013. »Sérfræðingar efast um aðÞjóðverjum takist að ná því marki. Þjóðverjar hyggjast vinna sig út úr kreppunni með ríkisútgjöldum og skattahækkunum og láta sig einu varða þótt fjárlagahallinn á næsta ári verði líklega hærri en á Ítalíu. Washington. AFP. | Foringi eitur- lyfjasmyglhrings í Mexíkó er á nýj- um lista tímarits- ins Forbes yfir voldugasta fólk í heimi. Joaquin „Chapo“ Guzm- an, sem stjórnar smyglhringnum Sinaloa, er í 41. sæti listans og ofar en þjóðar- leiðtogar á borð við Nicolas Sarkozy Frakklandsforseta og Dmítrí Medvedev Rússlandsforseta. Slapp úr haldi lögreglu Í nýjasta tölublaði Forbes kemur fram að Guzman er talinn hafa stjórnað smygli til Bandaríkjanna á eiturlyfjum fyrir andvirði 6-19 millj- arða dollara á síðustu átta árum. Talið er að smyglararnir notist við jarðgöng sem grafin hafa verið á landamærum Mexíkó og Bandaríkj- anna. Hann er talinn bera ábyrgð á þúsundum dauðsfalla í tengslum við glæpastarfsemi sína. Guzman var handtekinn árið 1993 og saksóttur fyrir morð og fíkniefna- sölu en hann slapp úr haldi lögregl- unnar árið 2001. Efstir á lista Forbes yfir vold- ugustu menn heims eru Barack Obama Bandaríkjaforseti, Hu Jintao, forseti Kína, og Vladímír Pútín, forsætisráðherra Rússlands. Glæpa- foringi á lista Forbes Joaquin „Chapo“ Guzman Í 41. sæti á lista yfir voldugasta fólk heims www.noatun.is Ö ll ve rð er u bi rt m eð fy rir va ra um pr en tv ill u og /e ða m yn da br en gl Í PAKKA 3 RÚLLUR ÓDÝRTFRÁBÆR T VERÐ LAMBI ELDHÚSRÚLLUR 499KR./PK. KEA GAMALDAGS KINDAKÆFA 199 KR./PK. HEINZ BAKAÐAR BAUNIR 129 KR./STK. SPRITE 2 L 159KR./2L GRÍSASTEIK AÐ HÆTTI DANA 999 KR./KG Úrval og þjónusta í Nóatúni BBESTIR Í KJÖTI ÚRKJÖTBOR ÐI ÚR KJÖTBORÐI BBESTIR Í KJÖTI ÚRKJÖTBOR ÐI ÚR KJÖTBORÐI 50% afsláttur 159 UNGNAUTABORGARI 90 G KR./STK.99 37% afsláttur

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.