Morgunblaðið - 13.11.2009, Síða 25

Morgunblaðið - 13.11.2009, Síða 25
Umræðan 25 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 2009 VORIÐ 2007 var hrint af stað verkefni á vegum Samtaka evr- ópskra klúbbhúsa (EPCD) sem miðaði að því að byggja upp og efla klúbbhúsin sem miðstöðvar þekk- ingar og lærdóms fyrir fólk í bata eftir geð- ræn veikindi, og auka möguleika geðsjúkra til þess að afla sér menntunar og atvinnu úti í sam- félaginu. Verkefnið var kallað Euro- pean learning communities for train- ing of people with mental illness (ELECT). Að verkefninu stóðu sam- tök klúbbhúsa og einstök klúbbhús í sjö Evrópulöndum, þar á meðal klúbburinn Geysir á Íslandi. Verk- efnið var til tveggja ára og fjar- magnað með styrk frá Mennta- áætlun Evrópusambandsins. Menntun er valkostur Þegar verkefnið hófst var það meðal annars kynnt í stuttri grein í Morgunblaðinu. Rétt er að kunn- gera nokkrar niðurstöður verkefn- isins og horfa aðeins til framtíðar um hvernig Klúbburinn Geysir hefur áhuga á að efla klúbbinn í íslensku samfélagi með það fyrir augum að nám og aukin menntun verði val- kostur fyrir fólk sem glímir við geð- ræn veikindi. Vonir eru bundnar við að aukinn stuðningur við námsmenn í klúbbhúsinu auðveldi þeim að snúa aftur út í samfélagið og vera metnir þar að verðleikum. Verkefnið var skipulagt þannig að það mætti nýtast klúbb- húsunum við uppbygg- ingu námsaðstöðu og bættra úrræða í klúbb- húsinu sjálfu fyrir námsmenn og hvaða leiðir væru farsælar til þess að ná til skóla- yfirvalda með samstarf í huga. Meðal annars var safnað saman efni í handbók sem byggist á reynslu sem er til stað- ar um góðar vinnuaðferðir, auk þess að afla upplýsinga hjá þátttökulönd- unum um hvaða hindranir væri við að glíma hjá þeim klúbbhúsum sem ekki höfðu náð tilætluðum árangri við uppbyggingu námsstuðnings. Öll upplýsingaöflun og framkvæmd miðaði að því að handbókin yrði hag- nýtt verkfæri fyrir klúbbhús sem hafa áhuga á að tryggja félögum möguleika til menntunar sem leið í endurhæfingarmarkmiðum sínum. Menntadeild verður að veruleika Í mars á þessu ári gerði Klúbb- urinn Geysir framkvæmdaáætlun, sem var einn liður í Elect verkefninu til þess að innleiða menntastuðning í klúbbnum og að byggja upp mennta- deild fyrir félaga sem áhuga hafa á námi í menntastofnunum úti í sam- félaginu. Menntadeildin er nú orðin að veruleika og er samþætt starfi skrifstofudeildar klúbbsins. Deildin hefur eigin aðstöðu þar sem nem- endur geta unnið að verkefnum tengdum námi sínu, auk þess sem þeim stendur til boða að gera per- sónulegar markmiðsáætlanir tengd- ar námi, stuðningur við gerð verk- efna, auk annarrar hagnýtrar aðstoðar svo sem aðstoð við umsókn- ir og samband við námsráðgjafa og skólastjórnendur. Menntun sem þáttur í þroska ein- staklingsins í daglegu lífi verður sí- fellt mikilvægari í samfélaginu. Hugmyndafræði klúbbhúsahreyf- ingarinnar er meðal annars byggð á mikilvægi vinnu og þátttöku í sam- félagi svo einstaklingurinn nái að vaxa og dafna. Þessi viðmið eru ennþá í fullu gildi, en til þess að fylgja þróuninni og mæta nýjum kröfum og þörfum einstaklinga og samfélags verður að hafa í huga að hugmyndir og viðhorf til vinnu hafa breyst mjög á undanförnum árum. Elect-verkefnið miðar meðal ann- ars að því að takast á við þær grund- vallarbreytingar að nám sé metið til jafns við atvinnu. Áherslan á valdefl- ingu er einnig skýr innan klúbbhúsahreyfingarinnar. Klúbb- húsinu ber að styðja félagana til þess að ná markmiðum sínum varð- andi menntun og það skal gera á þann hátt að mannauður þeirra nýt- ist. Uppbygging mennta- deildar í Klúbbnum Geysi Eftir Benedikt Gestsson »Hugmyndafræði klúbbhúsahreyfing- arinnar er meðal annars byggð á mikilvægi vinnu og þátttöku í samfélagi svo einstaklingurinn nái að vaxa og dafna Benedikt Gestsson Höfundur er verkefnastjóri í Klúbbnum Geysi. UNDANFARIN ár hefur „Dagur Orðs- ins“ verið haldin há- tíðlegur í Grafarvogs- kirkju. Fyrsti dagurinn í þessari röð, í nóvember 2006, var eðlilega tileink- aður séra Sigurbirni Einarssyni biskupi. Það var ógleyman- legur dagur þar sem Sigurbjörn sjálfur prédikaði og fjölskylda hans tók þátt í hátíð- ardagskánni. Flutt voru lærð er- indi um Sigubjörn biskup, áhrif hans á kirkju og allt þjóðlíf á síð- ustu og þessari öld. Öll hátíðardag- skráin var fest á filmu. Þar er ein- stakt efni til staðar sem á eftir að vinna úr. Því næst var dagskráin tileinkuð séra Auði Eir sem var fyrsta konan til að taka prests- vígslu hér á landi. Á sama hátt tók fjölskylda hennar þátt í hátíð- ardagskránni. Í fyrra var minning séra Friðriks Friðrikssonar heiðr- uð. Þar tóku þátt öll þau félög sem hann stofnaði. Þar voru til staðar fulltrúar frá KFUM og K., Knatt- spyrnufélaginu Val, Karlakórnum Fóstbræðrum, Knattspyrnufélag- inu Haukum og fulltrúar Skátanna en séra Friðrik stofnaði fyrsta skátafélagið á Íslandi, sem bar nafnið Væringjar. Í þetta sinn er dagurinn, sunnudagurinn 15. nóv- ember, tileinkaður prestinum, tón- skáldinu, þjóðlagasafnaranum og heiðursborgaranum séra Bjarna Þorsteinssyni. Bjarni var fæddur 14. október árið l861 og lést 2. ágúst l938. Bjarni lærði ungur að aldri söngva og sagnir í foreldrahúsum á Mel í Staðarhraunssókn. Faðir hans var ágætur söngmaður og glæddi sönghneigð með börnum sínum og móðirin var söngfróð og bók- hneigð. Séra Bjarni segir í þjóð- lagasafni sínu: „Snemma hneigðist hugur minn í þá átt að gefa hinum innlendu lögum gaum og læra þau.“ Síðar réðst séra Bjarni í það að gefa út þjóðlagasafn sitt, sem hann hafði safnað saman af mikilli elju- semi með ferðalögum um allt land. Hann fékk ekki byr hér heima til að gefa þjóðlögin út. Þóttu þau ekki merkileg, fékk hann jafnvel mótbyr, og gert var gys að honum að ætla að gefa út þessi lög sem hann hafði safnað saman. Varð hann að leita út til Danmerkur með að gefa út hið myndarlega þjóðlagasafn, en það kom út á ár- unum 1906-1909. Jón Ásgeirsson tónskáld segir að þjóðlagasafnið sé merkilegasta verk íslenskrar tón- listarsögu. Bjarni stundaði nám í Menntaskólanum í Reykjavík. Að loknu stúdentsprófi hóf hann nám við Prestaskólann. Þaðan lauk hann námi árið l888 ásamt þrettán öðrum kandidötum. Síðar það ár, þann 30. september, tók Bjarni prestvígslu frá Dóm- kirkjunni. Séra Bjarni var vígður til Siglu- fjarðar, eða til Hvann- eyrarprestakalls eins og það hét þá. Þar átti séra Bjarni eftir að marka og taka þátt í merkri sögu Siglu- fjarðar. Fyrst starfaði hann í kirkjunni litlu á Eyrinni. Hann vann síðan að því að söfn- uðurinn eignaðist sína glæsilegu kirkju, Siglufjarðakirkju. Enn í dag er hún ein stærsta kirkja landsins. Þegar séra Bjarni starfaði á Sigufirði, en hann þjónaði Siglu- fjarðarsöfnuði í ein 47 ár, samdi hann mikið af sönglögum. Má þar nefna mörg lög eins og Ég vil elska mitt land, Kirkjuhvol, Sólset- ursljóð o.s.frv. Merkasta framtak hans sem tónskálds var án efa að semja Hátíðasöngvana, sem enn í dag eru fluttir í kirkjum landsins á hátíðum. Öll þekkjum við orðin úr hinni helgu bók sem eru sungin á aðfangadag, „Sú þjóð sem í myrkri gengur mun sjá mikið ljós“ og á jóladag „Barn er oss fætt, sonur er oss gefinn,“ á hvítasunnudag „Lof- aður sé Guð drottinn, Ísraels guð“. Hér mætti einnig nefna upphafs- stef á gamlársdag og á nýársdag. Á Siglufirði vann Bjarni merk störf. Hann barðist fyrir kaupstað- arréttindunum árið 1918. Hann sat í fyrstu bæjarstjórninni. Hann teiknaði aðalskipulag Siglufjarð- arkaupstaðar, stofnaði vatnsveit- una og stýrði elsta sparisjóði landsins, Sparisjóði Siglufjarðar. Hann gerði samning fyrir Siglu- fjarðarkirkju hvar prestsjörðin Hvanneyri afhenti landareign prestsetursins og Hvanneyrará var afhent kaupstaðnum. Í staðinn fékk Siglufjarðarkirkja samning um að hún fengi frítt rafmagn til upphitunar. Samningurinn sem var undirritaður af ráðherra og bæj- arstjórn endar á þessum orðum „Þessi samningur er óuppsegj- anlegur um aldur og ævi.“ Séra Bjarni var á sinni tíð gerður að fyrsta heiðursborgara Siglufjarðar, og hefur oft verið nefndur „faðir Siglufjarðar“. Nú, þegar hundrað og tíu ár eru liðin síðan Bjarni Þorsteinsson gaf út Hátíðasöngva sína ætlum við í Grafarvogskirkju að minnast hans á degi orðsins og tónanna. Dagur Orðs og tóna Eftir Vigfús Þór Árnason Vigfús Þór Árnason »Hundrað og tíu ár eru liðin síðan Bjarni Þorsteinsson gaf út Hátíðasöngva sína og á þeim tímamótum verð- ur hans minnst í Graf- arvogskirkju. Höfundur er sóknarprestur. Nýtt norrænt loftlagsfrumkvæði Norræni þróunarsjóðurinn og Norræna umhverfisfjármögnunarfélagið hafa sett af stað nýtt fjármögnunarfyrirkomulag fyrir loftlagsverkefni í fátækustu löndum heims. Nýja frumkvæðið, Norræna loftslags frumkvæðið (Nordic Climate Facility), er ætlað norrænum samtökum, stofnunum og fyrirtækjum. NCF veitir 250.000 – 500.000 evru styrk til verkefna sem minnka losun gróðurhúsaloft- tegunda eða sem styðja aðlögun að afleiðingum loftlagsbreytinga í þróunarlöndum. Frestur til að skila inn umsóknum um styrk rennur út þann 29. janúar 2010. Frekari leiðbeiningar og upplýsingar eru á: www.ndf.fi www.nefco.org

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.