Morgunblaðið - 13.11.2009, Side 34
34 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 2009
✝ Bergur Guðna-son fæddist í
Reykjavík 29. sept-
ember 1941. Hann
lést á líknardeild
Landspítalans 5.
nóvember sl. For-
eldrar hans voru
Guðni Jónsson pró-
fessor, frá Gamla-
Hrauni í Stokkseyr-
arhreppi, f. 22. júlí
1901, d. 4. mars
1974, og kona hans
Sigríður Hjördís
Einarsdóttir hús-
móðir, frá Miðdal í Mosfellssveit,
f. 28. ágúst 1910, d. 18. júlí 1979.
Systkin Bergs eru Einar, f. 13.
apríl 1939, d. 20. desember 2005,
kvæntur Súsönnu Möller, f. 7.
sept. 1943, þau skildu; Jónína
Margrét, f. 17. mars 1946, gift
Sveini Snæland, f. 2. mars 1944,
og Elín, f. 14. október 1950, d. 8.
apríl 2009. Systkin Bergs sam-
feðra og börn fyrri konu Guðna,
Jónínu Margrétar Pálsdóttur, f. 4.
apríl 1906, d. 2. okt. 1936, eru
Gerður, f. 4. mars 1926, gift Hall-
dóri Arinbjarnar, f. 4. sept. 1926,
d. 4. júní 1982; Jón, f. 31. maí
1927, d. 25. janúar 2002, kvæntur
Sigrúnu Guðmundsdóttur, f. 7.
des. 1930; d. 25. sept. 2008,
Bjarni, f. 3. sept. 1928, kvæntur
Önnu Guðrúnu Tryggvadóttur, f.
14. júní 1927; Þóra, f. 17. feb.
1931, gift Baldri H. Aspar, f. 8.
1968. Á námsárunum stjórnaði
hann um nokkurra ára skeið
þættinum Lög unga fólksins í rík-
isútvarpinu, sem þá var eina út-
varpsstöð landsins, og þegar sjón-
varpið kom til sögu 1966 þýddi
hann vinsælan framhaldsþátt sem
nefndist Dýrlingurinn. Að loknu
lagaprófi starfaði Bergur sem
lögfræðingur hjá skattstjóranum í
Reykjavík til ársins 1977, en rak
upp frá því eigin lögmannsstofu í
Reykjavík. Skattamál voru sérsvið
Bergs innan lögfræðinnar og var
hann m.a. stundakennari í skatta-
rétti við Háskóla Íslands árin
1974-1979. Þá sinnti hann einnig
málflutningsstörfum og sölu fast-
eigna.
Bergur var mikill áhugamaður
um íþróttir frá unga aldri. Hann
keppti fyrir Val um langa hríð,
bæði í knattspyrnu og handknatt-
leik, og lék með landsliði Íslands í
handknattleik. Þegar þeim
íþróttagreinum sleppti sneri hann
sér að golfi, gekk í Golfklúbb
Reykjavíkur og stundaði golf-
íþróttina af miklum áhuga í
marga áratugi og keppti í mótum.
Bergur gegndi fjölmörgum
trúnaðarstörfum fyrir íþrótta-
hreyfinguna. Hann var formaður
Vals 1977-1981, sat í stjórn Hand-
knattleikssambands Íslands og
átti sæti í íþróttadómstól ÍSÍ um
langa hríð. Hann hlaut heið-
ursmerki fyrir störf sín, bæði fyr-
ir Val og íþróttahreyfinguna.
Útför Bergs fer fram frá Bú-
staðakirkju í dag, 13. nóvember,
og hefst athöfnin kl. 13.
Meira: mbl.is/minningar
des. 1927; Margrét,
f. 30. nóv. 1932, d.
13. maí 1952.
Bergur kvæntist
28. mars 1964 Hjör-
dísi Böðvarsdóttur,
f. 22. júní 1944. For-
eldrar hennar voru
Böðvar Egilssson
skipstjóri, frá Ísa-
firði, f. 16. júní 1920,
d. 18. sept. 1967, og
Ingibjörg Sigþóra
Guðnadóttir, hús-
móðir og versl-
unarmaður, frá
Siglufirði, f. 13. des. 1920, d. 6.
júní 2006. Börn Bergs og Hjördís-
ar eru: 1) Guðni, f. 21. júlí 1965,
maki Elín Konráðsdóttir, f. 30.
mars 1963. Börn þeirra eru Berg-
ur, f. 6. jan. 1992, og Páldís
Björk, f. 10. feb. 1998. 2) Sigríð-
ur, f. 23. nóv. 1966, maki Skúli
Rúnar Skúlason, f. 23. ágúst 1963.
Börn þeirra eru Hjördís, f. 21.
sept. 1992, Unndís, f. 24. júlí
1994, og Guðjón Fannar, f. 14.
mars 2005. 3) Böðvar Bergsson, f.
19. sept. 1970. 4) Bergur Þór, f.
26. júlí 1977. Bergur eignaðist
einnig soninn Þorstein, f. 27. júní
1964, maki Soffía Ingvarsdóttir.
Börn þeirra eru Ingvar, f. 8. des.
1996 og Ása, f. 19. mars 1999.
Bergur ólst upp í Hlíðunum í
Reykjavík. Hann lauk stúdents-
prófi frá MR árið 1960 og lög-
fræðiprófi frá Háskóla Íslands
Tengdapabbi var töffari. Hann var
nagli. Hann var eitthvað svo ódauð-
legur. Tengdapabbi að veikjast og
liggja á spítala? Nei, það var ekki
hans stíll. En þegar veikindin síðan
skullu á honum gerðist það með
miklum þunga. Hann gerði það auð-
vitað með stæl að veikjast eins og
allt annað sem hann tók sér fyrir
hendur. Alnafni hans og elsta afa-
barn sagði réttilega, þegar hann sá
afa mikið veikan: „Þetta er ekki afi,
hann er alltaf svo ferskur“.
Kynni mín af Bergi hófust þegar
ég og Guðni sonur hans byrjuðum
saman árið 1984. Ég var í fyrstu
skíthrædd við þennan mann með
þetta ákveðna svipmót. Ég skil
reyndar ekki hvað hann tók mér
strax vel. Kannski var það vegna
þess að við vorum bæði MR-ingar og
gátum farið með texta eins og „svín
fór yfir Rín, kom aftur svín“ og
montað okkur pínulítið. Ég kynntist
því reyndar fljótt að undir hrjúfu yf-
irborði var mýkt og hlýja. Hann
sagði við mig við andlát föður míns
ári eftir að ég kom inn í tengdafjöl-
skylduna „Ella mín, ég skal reyna að
ganga þér í föðurstað“. Bergur stóð
alltaf við orð sín.
Við tengdapabbi gátum hrist
hausinn yfir hvort öðru. Honum
fannst ég helst til vinstri sinnuð og
ég fussaði yfir „þessari“ Bergsætt
sem annar hver maður á landinu
væri kominn af og væri þ.a.l. ekkert
merkileg.
Tengdapabbi var afburðagreindur
maður og víðlesinn. Nú er ég hrædd
um að við Guðni þurfum að dusta
rykið af orða- og alfræðibókunum
okkar. Við hringdum gjarnan í Berg
hvar í heiminum sem við vorum og
lögðum fyrir hann spurningu. Nú
síðast hringdum við úr Borgarfirð-
inum og höfðum ekki enskt orð yfir
þúfu. Þetta fannst Bergi ekki leið-
inlegt.
Bergur var gleðimaður og sat oft
hjá okkur bæði hér heima og þegar
við hjónin bjuggum í Englandi. Hon-
um tókst alltaf að stela senunni þrátt
fyrir marga aðra „athygliglaða“ ein-
staklinga í fjölskyldunni. Hann hafði
frá mörgu að segja og margt hafði á
daga hans drifið m.a. í tengslum við
íþróttir og vinina.
Elsku hjartans tengdapabbi. Ég
ætlaði bara að skrifa stutta og
snaggaralega grein um þig eins og
golfsveiflan þín var. En minningarn-
ar hafa streymt yfir mig eins og stór-
fljót. Þú yrðir heldur ekki ánægður
með stílbragðið hjá tengdadóttur
þinni en þú varst góður penni og
skrifaðir fallegan stíl. Ég horfi út um
eldhúsgluggann og sé þig í anda
koma, leggja upp á gangstétt, ný-
strokinn, í bláum blaserjakka,
bleikri skyrtu, blankskóm og með
„Don“ hringinn á fingri. Svona
Humphrey Bogart-týpa eins og einn
vinur okkar lýsti þér.
Ég veit í hjarta mínu að tengda-
pabbi dó sáttur. Hann sagðist vera á
flottasta herberginu á líknardeild-
inni, svítunni, en ekki hvað? Her-
bergið var líka númer 7, sama númer
og á handboltatreyjunni hans. Ég
var svo lánsöm að eiga dýrmæta
stund með tengdapabba tveimur
dögum áður en hann dó. Hann sagði
við mig „Hér er bara sól og blíða“.
Með þessum orðum þínum kveð ég
þig með söknuði en ég brosi í gegn-
um tárin við minningar um glaðlynd-
an og sterkan persónuleika.
Hvíl í friði, elsku tengdapabbi.
Þín tengdadóttir,
Elín Konráðsdóttir.
Elsku afi minn.
Mikið rosalega er það óraunveru-
legt að sitja hér og skrifa minning-
argrein um þig, elsku afi minn. Ég
trúi ekki enn að þú sért farinn frá
okkur. Ég er svo stoltur af að hafa
átt þig sem afa.
Ég man að þegar ég var lítill þótti
mér fátt skemmtilegra en að fara til
ömmu og afa í Garðabæinn og gista.
Við afi horfðum alltaf saman á spólu
og ég fékk eins mikið nammi og ég
vildi. Við horfðum á hákarlamyndir
eða „dýralífsmyndir“ eins og afi kall-
aði þær. Svoleiðis myndir voru oft
þema hjá okkur. Afi sagði alltaf,
„pabbi þinn verður ekki sáttur með
mig ef hann fréttir þetta með þessar
myndir sem við erum að horfa á
saman“, ég þagði auðvitað og sagði
ekki nokkrum manni frá þessu. Við
vorum svo góðir vinir. Eftir spóluna
kúrði ég á milli ömmu og afa og tók
það mig ekki langan tíma að sofna.
Alltaf þegar við fjölskyldan fórum
eitthvert saman og hittum fólk t.d.
gamla Valsara, þá var það fyrsta
sem afi sagði: „Þetta er hann Bergur
Guðna jr., alnafni minn“.
Ég gleymi því aldrei þegar ég
horfði á þig eða hlustaði á skemmti-
legu sögurnar þínar þar sem þú
tókst menn fyrir og hraunaðir svo-
leiðis yfir þá. Hvað ég hafði gaman af
og hló mikið. Svo hoppaðir þú upp í
gulljagúarinn þinn. Ég hugsaði með
mér, vá hvað afi minn er svalur og
flottur á því, mig langar að vera al-
veg eins og hann þegar ég verð afi.
Síðan þú lést hef ég ekki hætt að
hugsa um þig. Ég sakna þín svo sárt,
elsku afi minn. Þú munt alltaf verða
hjá mér í huga mínum.
Hvíldu í friði, elsku afi minn, og
Guð veri með þér.
Þinn alnafni,
Bergur Guðnason jr.
Elsku afi okkar.
Þú varst farinn á augabragði,
maður áttaði sig ekki á því hve veik-
ur þú varst þar sem þú barst þig allt-
af svo vel. Við trúum því ekki enn að
þú sért farinn frá okkur fyrir fullt og
allt.
Við gleymum því aldrei hvað þér
fannst gaman að segja okkur sögur
af þér og sama hversu margar þær
voru, þá var alltaf jafn gaman að
hlusta á þær. Þú hafðir mikið keppn-
isskap og vildir alltaf hafa rétt fyrir
þér. Þú hugsaðir svo vel um alla í
kringum þig.
Þrátt fyrir að þú sért farinn frá
okkur þá mun ást okkar til þín ávallt
vara í hjörtum okkar. Við hefðum
viljað fá meiri tíma með þér en mun-
um finna fyrir hlýju í hjartanu þegar
við hugsum um allar þær yndislegu
stundir sem við áttum saman í gegn-
um árin. En núna ertu farinn frá
okkur og það er ekkert sem við get-
um gert í því, nema hugsað um það
góða sem gerðist í gegnum árin og
hve yndislegur afi þú varst og verður
alltaf.
Þín barnabörn,
Hjördís, Unndís og Páldís Björk.
Það hefur verið skammt stórra
högga á milli í systkinahópi hennar
Nínu, eiginkonu minnar. Einar bróð-
ir hennar lést árið 2005, Elín systir
hennar lést í vor og nú er Bergur
bróðir hennar einnig fallinn frá.
Bergi kynntist ég er ég fór að
venja komur mínar í Drápuhlíð 5,
þegar ég lagði ofurkapp á að ganga í
augun á Nínu systur hans, því þar
hafði ég fundið þá draumadís sem ég
vildi fá að eyða ævinni með. Sú áætl-
un mín fékk farsælan endi, ég fékk
ástina mína, en sem aukabónus
fylgdi öll hennar stórfjölskylda, sem
án undantekninga var svo einstak-
lega skemmtilegt fólk að vera með.
Bergur var næstur mér í aldri og
kannski helst í húmor, en strax frá
fyrstu kynnum smullum við saman
með okkar aulabrandara og gálga-
húmor. Oft þurfti ekki nema augn-
sambandið eitt þá fengum við hlát-
urkast. Hann var hafsjór sagna enda
vel lesinn og félagslyndur og kunni
grínsögur af ýmsum samferðar-
mönnum sem hann sagði svo
skemmtilega frá.
Það var aldrei lognmolla í kring-
um Berg. Strax á ungdómsárum sín-
Bergur Guðnason
Ástkær eiginmaður minn, faðir, sonur, bróðir,
tengdasonur og mágur,
RÚNAR ÖRN HAFSTEINSSON
flugvélaverkfræðingur,
lést á Landspítalanum Hringbraut að morgni
sunnudagsins 8. nóvember.
Útförin fer fram frá Digraneskirkju mánudaginn
16. nóvember kl. 15.00.
Þeim sem vilja minnast hins látna er bent á reikning til styrktar
dóttur hans (0701-15-202020, kt. 020908-3270) eða Styrktarfélag
krabbameinssjúkra barna, sími 588 7555.
Una Björg Einarsdóttir,
Arna Eir U. Rúnarsdóttir,
Guðmunda Ingimundardóttir, Þórarinn B. Guðmundsson,
Hafsteinn Sigurjónsson, Jónína Ólöf Sighvatsdóttir,
Rakel Ösp Hafsteinsdóttir, Reynir Örn Jóhannsson,
Samúel Arnar Hafsteinsson,
Hafsteinn Ernir Hafsteinsson,
Einar Ármannsson, Ásdís Garðarsdóttir,
Ármann Einarsson, Þórhalla Sólveig Jónsdóttir,
Emil Karel Einarsson.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir
og afi,
ÚLFAR HARALDSSON
verkfræðingur,
Seiðakvísl 30,
Reykjavík,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi
miðvikudaginn 11. nóvember.
Margrét Ríkarðsdóttir,
Haraldur Úlfarsson, Elín Helena Bjarnadóttir,
Ríkarður Úlfarsson, Berghildur Magnúsdóttir,
Ásdís Úlfarsdóttir
og barnabörn.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang-
amma og langalangamma,
RAGNHILDUR G. FINNBOGADÓTTIR
frá Fremri-Hvestu,
Arnarfirði,
lést á Hrafnistu í Reykjavík mánudaginn
9. nóvember.
Útförin fer fram frá Bíldudalskirkju laugardaginn
21. nóvember kl. 14.00.
Sigríður Bjarnadóttir, Kristján Bersi Ólafsson,
Margrét Bjarnadóttir, Guðni Sigurjónsson,
Guðbjörg Bjarnadóttir, Ægir Jóhannsson,
Kristófer Bjarnason, Janthuan Uansa-Ard,
Marínó Bjarnason, Freyja Magnúsdóttir,
Jón Bjarnason, Halla Hjartardóttir,
Ingibjörg Halldóra Bjarnadóttir, Albert Sigurður Albertsson,
Elín Bjarnadóttir, Smári Adolfsson,
Gestný Bjarnadóttir,
Katrín Bjarnadóttir,
Dagur Bjarnason, Valborg Mikaelsdóttir,
Ragnar Gísli Bjarnason,
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabarn.
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir, dóttir, tengdadóttir
og systir,
KRISTBJÖRG MARTEINSDÓTTIR,
Birkihlíð 12,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum að morgni miðvikudagsins
11. nóvember.
Útförin verður auglýst síðar.
Elías Haraldsson,
Sigurlaug Tara Elíasdóttir,
Marteinn Högni Elíasson,
Marteinn Jóhannesson, Sigurlaug Haraldsdóttir,
Birkir Marteinsson, Birna Berndsen,
Haraldur Benediktsson, Guðrún Elíasdóttir
og aðrir aðstandendur.