Morgunblaðið - 13.11.2009, Blaðsíða 37
þetta skrítið á þeim tíma. Þessa
kveðju átti ég síðan eftir að heyra
ótal sinnum af hans vörum. Honum
leist nú ekki alltaf nema rétt mátu-
lega á gassaganginn í mér, ungum
manninum, hvort sem þar var akst-
urslagið eða ákefðin inni á hand-
boltavellinum. Þá komu gjarnan föð-
urlegar ráðleggingar sem í dag
vekja með mér hlýjar minningar um
frábæran félaga, sem nú er sárt
saknað meðal vina og vandamanna.
Missir okkar Valsmanna er mikill
því Bergur var ekki einungis á sinni
tíð góður knattspyrnu- og hand-
knattleiksmaður, heldur gegnheill
Valsmaður sem bar ætíð heildar-
hagsmuni félagsins fyrir brjósti.
Missir fjölskyldunnar er þó mestur
og henni sendi ég mínar innilegustu
samúðarkveðjur. Blessuð sé minn-
ing Bergs Guðnasonar.
Brynjar Harðarson.
Í Menntaskólanum í Reykjavík
var á liðinni öld, a.m.k. frá því á
miðjum fimmta áratugnum og fram
um 1975, stundað sérstakt afbrigði
handknattleiks, menntaskólahand-
bolti. Afbrigðið stafaði af því, að
íþróttahúsið var og er mjög lítið,
skreflangir piltar komust nánast á
milli vítateiga í þremur skrefum. Í
liði voru fimm leikmenn, fjórir úti og
markmaður, boltinn var mjúkur,
annað markið veggurinn ber og hitt
tækjageymsla (ef boltinn fór inn var
mark).
Á hverjum vetri var haldin skóla-
keppni, allir bekkir sem mögulega
gátu sendu lið og dregið var í um-
ferðir með tvöföldum útslætti. Því er
þetta rakið, að í þrjú ár Bergs af
fjórum í MR varð hann skólameist-
ari, þar á meðal í þriðja bekk sem
var einstakt. Í fjórða bekk töpuðum
við af einhverjum ástæðum fyrir liði
úr sjötta bekk. Bergur var algjör yf-
irburðamaður í liði okkar B-bekk-
inga (stúdentar 1960), snöggur,
skotfastur, mjög hittinn og einstak-
ur keppnismaður. Allt voru þetta
eiginleikar sem gerðu Berg að einni
af stoðum hins sigursæla liðs Vals á
7. áratugnum og í byrjun þess 8. Í B-
bekknum og handboltanum kynnt-
umst við Bergur, þótt við hefðum
þekkzt aðeins lengur. Við lékum
einnig saman í liði Vals í handbolta, í
2. flokki, 1. flokki og meistaraflokki.
Sennilega var Bergur eini maður-
inn, sem gat fengið KR-ing eins og
mig nánast frá óminnisaldri til þess
að ganga í Val, þótt þess sé að gæta
að sérstök andúð KR-inga á Val var
ekki orðin til á þessum tíma. Frá
þessum tíma vorum við vinir, þó að
löngum hafi verið vík milli vina á
mismunandi starfsvettvangi.
Bergur var góður námsmaður,
skarpur og næmur. Þess verður þó
að gæta, að B-bekkingar höfðu
margir tekið upp valgreinafyrir-
komulag í námi, löngu áður en það
var formlega innleitt. Vorum vand-
látir í vali, lásum ekki greinar sem
okkur leiddust né greinar þeirra
kennara sem okkur líkaði ekki við.
Eins og vænta mátti hafði þetta um-
talsverð áhrif á einkunnir. Samt átti
við um okkur það sem Tómas orðaði
af öðru tilefni, að við útskrifuðumst
með „einkunn sem var nógu stór, en
þó í mesta hófi“. Sannast sagna vor-
um við betri á Borginni en við töfl-
una, betri í handbolta en í þýzku.
Eftir stúdentspróf fór Bergur að
vinna á skattstofunni og vann þar
með námi í lagadeild næstu ár. Í
lagadeild sannaðist það sem áður
var sagt, að Bergur var góður náms-
maður. Þótt hann ynni nánast fullan
vinnudag með námi allan námstím-
ann lauk hann góðu lagaprófi. Fyrir
störf hans skipti einnig miklu máli
sú reynsla sem hann hafði aflað sér
við störf í skattkerfinu. Nokkrum
árum eftir námslok hóf hann að
stunda sjálfstæð lögmannsstörf sem
hann gerði ávallt síðan með miklum
sóma og var ráðgjöf hans í skatta-
málum og skattarétti alltaf mikils
metin. Leiðir okkar lágu lítt saman í
starfi, þótt við stunduðum báðir lög-
mennsku, en fengum þó á stundum
ráðgjöf hvor hjá hinum, einkum um
síma.
Bergs verður sárlega saknað þeg-
ar við skólasystkinin fögnum 50 ára
stúdentsafmæli næsta vor.
Jakob R. Möller.
Minningar 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 2009
Nú er lífsins leiðir skilja,
lokið þinni göngu á jörð.
Flyt ég þér af hljóðu hjarta,
hinstu kveðju og þakkargjörð.
Gegnum árin okkar björtu,
átti ég þig í gleði og þraut.
Umhyggju sem aldrei gleymist,
ávallt lést mér falla í skaut.
(Höf. ók.)
Unnur.
Elsku besta langamma.
Mig langar að hafa þig lif-
andi, það var svo gaman að
vera hjá þér. Þú vildir mikið
kyssa og knúsa mig. Ég
sakna þín.
Þín
Ásrún Arna.
Tungumál vináttunnar er
ekki fólgið í orðunum sjálf-
um, heldur þeim skilningi og
þeirri merkingu sem við
skynjum.
Vinátta okkar veitti lífi
okkar nýja merkingu á ein-
stakan hátt. Hvíl í friði, kæra
vinkona.
Norman og Louise Cox.
HINSTA KVEÐJA
✝ Ingunn Tryggva-dóttir fæddist á
Laugabóli í Reykjadal
9. desember 1933.
Hún lést á Landsspít-
alanum í Fossvogi 4.
nóvember síðastlið-
inn. Foreldrar hennar
voru Unnur Sig-
urjónsdóttir frá Sandi
í Aðaldal, f. 1896, d.
1993, og Tryggvi Sig-
tryggsson frá Hall-
bjarnarstöðum í
Reykjadal, f. 1894, d.
1986.
Systkini Ingunnar eru Ingi, f.
1921, Haukur, f. 1922, d. 1940, Ey-
steinn, f. 1924, Ásgrímur, f. 1926,
Kristín, f. 1928, Helga, f. 1930,
Hjörtur, f. 1932, Dagur f. 1937, d.
2009, Sveinn f. 1939, d. 2003 og
Haukur, f. 1941.
Eiginmaður Ingunnar er Hörður
Lárusson frá Blönduósi, f. 1935, fv.
menntaskólakennari og síðar deild-
arstjóri í menntamálaráðuneytinu.
ur, f. 1980, og saman eiga þau dótt-
urina Stefaníu, f. 2009, b) Hönnu, f.
1988, c) Tryggva Karl, f. 1989, og c)
Jóhann Daníel, f. 1993. Eiginkona
Lárusar er Tina Hardarson, f. 1953.
3) Tryggvi, f. 1959. Hann á þrjú
börn: a) Ingunni, f. 1989, b) Stein-
unni, f. 1991, og c) Ísak Helga, f.
2003. Sambýliskona Tryggva er
Harpa Jónsdóttir, f. 1963.
4) Anna Guðrún, f. 1964. Hún á
tvær dætur: a) Þórunni, f. 1989, og
b) Hrafnhildi, f. 1991. Sambýlis-
maður Önnu Guðrúnar er Hall-
grímur Guðmundsson, f. 1953.
5) Hafdís, f. 1967. Hún á tvo syni:
a) John Frey, f. 1988, og b) Andra
Má, f. 2006. Eiginmaður Hafdísar
er Jóhann Jónsson, f. 1972.
Að loknu námi við Héraðsskól-
ann á Laugum stundaði Ingunn al-
menn skrifstofustörf á Akureyri og
síðar á ævinni starfaði hún sem
stjórnarráðsfulltrúi hjá mennta-
málaráðuneytinu og sá m.a. um úr-
vinnslu og skráningu á nið-
urstöðum samræmdra prófa.
Útför Ingunnar verður gerð frá
Áskirkju í dag, 13. nóvember, og
hefst athöfnin klukkan 13.
Meira: mbl.is/minningar
Foreldrar hans voru
Anna Guðrún Björns-
dóttir, f. 1901, d.
1970, og Lárus Þór-
arinn Jóhannsson, f.
1885, d. 1973. Ingunn
og Hörður giftust ár-
ið 1956 og eignuðust
fimm börn, þau eru:
1) Unnur, f. 1956.
Hún á fjögur börn: a)
Ingunni, f. 1977, gift
Kristmundi Skarp-
héðinssyni, f. 1973,
og saman eiga þau
Ásrúnu Örnu, f. 2002,
og Atla Örn, f. 2006, b) Harald, f.
1980, sambýliskona J. Fanney Sig-
urðardóttir, f. 1983, c) Valborgu, f.
1985, sambýlismaður Teitur Örn
Viðarson, f. 1983, og saman eiga
þau dótturina Anítu Líf, f. 2006, og
d) Hörð, f. 1991. Eiginmaður Unnar
er Jón Eiríksson, f. 1949.
2) Lárus Þórarinn, f. 1958. Hann
á fjögur börn: a) Hörð, f. 1979,
kvæntur Önnu Sigríði Guðnadótt-
Elsku yndislega mamma mín.
Þakka þér fyrir alla þína ást og
umhyggju og takk fyrir að standa
alltaf með mér. Ég trúi varla að þú
sért farin frá okkur, ég vissi ekki
að tíminn væri kominn. Ég og
Andri Már munum halda áfram að
vera dugleg að heimsækja afa og
ég mun halda minningu þinni á
lofti svo Andri Már muni eftir þér.
Ég veit að þér þótti svo vænt um
hann og ég mun passa hann vel
eins og ég veit að þú myndir vilja
að ég gerði. Þegar ég sagði honum
að þú værir farin til Guðs þá var
hann fljótur að svara og sagði að
þú værir örugglega að skoða dýrin
hjá Guði!
Ég sakna þín svo mikið og ég
veit að það mun taka okkur langan
tíma að venjast því að hafa þig
ekki hjá okkur en núna ert þú laus
úr líkama þínum sem var farinn að
valda þér svo mikilli þjáningu.
Núna ertu hjá ömmu, afa, Dagga
og Sveini og ég veit að þér líður
vel. Ég skal passa upp á pabba
eins vel og ég mögulega get. Bless,
elsku góða mamma mín. Kveðja frá
Andra Má:
Lítill drengur lófa strýkur
létt um vota móðurkinn,
– augun spyrja eins og myrkvuð
ótta og grun í fyrsta sinn:
Hvar er amma, hvar er amma,
hún sem gaf mér brosið sitt
yndislega og alltaf skildi
ófullkomna hjalið mitt?
Lítill sveinn á leyndardómum
lífs og dauða kann ei skil:
hann vill bara eins og áður
ömmu sinnar komast til,
hann vill fá að hjúfra sig að
hennar brjósti sætt og rótt.
Amma er dáin – amma finnur
augasteininn sinn í nótt.
Lítill drengur leggst á koddann
– lokar sinni þreyttu brá
uns í draumi er hann staddur
ömmu sinni góðu hjá.
Amma brosir – amma kyssir
undurblítt á kollinn hans.
breiðist ást af öðrum heimi
yfir beð hins litla manns.
(Jóhannes úr Kötlum.)
Þín
Hafdís.
Elsku amma mín.
Ég sat með mömmu inni í Efsta-
sundi fyrir örfáum dögum og fletti
myndaalbúmi. Gamlar myndir og
minningar frá lífi ykkar afa og við
mamma sammála um það hversu
rosalega falleg kona þú hefðir ver-
ið, glæsileg í alla staði með börnin
þín fimm og afa þér við hlið. Ekki
hefði ég vilja trúa því að þann
sama dag þegar ég kvaddi þig
hefði það verið í síðasta skiptið. Við
vorum á leið til útlanda, þú óskaðir
okkur góðrar ferðar og sagðist
ekki myndu taka fleiri „bíóferðir‘‘ á
spítalann eins og við grínuðumst
með. Raunin varð því miður önnur.
Þú varst alltaf svo ótrúlega
sterk, með þrautseigju þinni og
lífsvilja barðist þú við veikindi þín
og ég held að fáir hefðu gert það
eins og þú. Þegar við heyrðum í
lækni til að fá fréttir að heiman
fengum við oft þau svör: Það er
erfitt að segja, hún er svo ótrúleg
hún Ingunn.
Þegar ég hugsa til baka hellast
yfir mann allar góðu minningarnar
um þig, amma mín, t.d. þegar þú
varst stundum hjá okkur á Kárhóli,
okkur fannst alltaf svo gott að hafa
þig. Ég man að einu sinni lágum
við í rúminu í Efstasundinu og þú
varst að segja mér draugasögur, að
sjálfsögðu héldum við því statt og
stöðugt fram að þetta væri allt
saman satt. Ég lá alltaf spennt og
hlustaði, enda gerðir þú sögurnar
alltaf svo spennandi. Var orðin
dauðhrædd og farin að færa mig
nær og nær þér, en vildi alltaf
heyra meira.
Efstasund 63 má kalla fjöl-
skylduheimili, enda hefur meiri
hluti okkar stóru fjölskyldu búið
þar á einhverjum tímapunkti í líf-
inu. Að koma inn í Efstasundið var
alltaf gaman, allir velkomnir og vel
tekið á móti manni, boðin gisting
og hvað sem var. Ég held að í nán-
ast hvert einasta skipti sem maður
kom hafir þú hrósað manni eitt-
hvað, amma mín, og sýndir öllu
sem maður tók sér fyrir hendur
mikinn áhuga. Þið afi eruð einstök
og viljið allt fyrir alla gera.
Ég vildi óska þess að ég hefði
náð heim, fengið að vera hjá þér
þegar þú kvaddir, amma mín, en
það varð ekki. Vorum með öllum í
huganum og hugsuðum vel til allra
heima á þessum erfiðu stundum.
Nú ertu komin í faðm foreldra
þinna og bræðra, laus við öll þau
erfiðu veikindi sem þú barðist við
hetjulega. Maður þakkar fyrir
hversu stór fjölskylda við erum,
það er svo dýrmætt að eiga góða
að þegar við sitjum eftir með sárar
tilfinningar. Tómlegt er að koma
inn í Efstasundið núna, en allir
standa þétt saman og styðja hver
annan.
Ég kveð þig með söknuði, elsku
amma mín, trúi því að þú sért á
góðum stað núna og vakir með
okkur öllum. Minning þín er ljós í
lífi okkar.
Ég sendi elsku afa og allri fjöl-
skyldunni innilegar samúðarkveðj-
ur.
Valborg Lúðvíksdóttir.
Elsku Inga amma.
Nú ertu farin til hinna englanna.
Það er svo ótrúlega sárt að þurfa
að kveðja og í fyrsta sinn ert þú
ekki hér til þess að taka utan um
mig. Húsið er fullt af fólki en hefur
samt einhvern veginn aldrei verið
jafn tómlegt og mest af öllu langar
mig til þess að skríða upp í til þín
og segja þér hvað dagurinn er bú-
inn að vera ótrúlega langur.
Það eru svo margar minningar
sem koma mér í huga þegar ég
hugsa til baka því þú átt svo mikið
í mér. Þú varst alltaf til staðar,
þurrkaðir tárin þegar lífið varð erf-
itt og ég á erfitt með að trúa því að
hægt sé að eiga yndislegri ömmu
en ég átti í þér. Þér gat ég sagt allt
og alltaf áttirðu svar. Allar minn-
ingarnar, sögurnar sem þú sagðir
mér, vísurnar sem þú kenndir mér,
endalausu samtölin og hláturinn yf-
ir einhverju sem enginn skildi
nema þú og ég eru mér dýrmætari
en nokkurn gæti grunað.
Ég hef verið rosalega heppin að
fá að hafa þig hjá mér öll þessi ár.
Ég fékk að alast upp með þig og
afa í húsinu og fyrir það verð ég
ykkur ævinlega þakklát. Ég veit
ekki hvort ég sagði það nógu oft;
en ég elska þig meira en orð fá lýst
og ef það kemur annað líf þegar
þetta er búið, eins og við trúðum
alltaf, þá mun ég elska þig jafn
mikið þar.
Ég ætlaði’ að tala fleira, fleira;
fagra liti draga’ á merki;
því ég ann þér enn þá meira
en ég gæti sýnt í verki.
(Sigurjón Friðjónsson.)
Við sjáumst aftur seinna, elsku
amma mín, og hafðu það sem best
þangað til.
Þín
Þórunn.
Elsku amma mín.
Ég mun alltaf sakna þín þegar
ég kem heim og þú situr ekki úti á
svölunum og veifar mér. Ég mun
alltaf sakna þess að geta ekki lagst
upp í hjá þér eftir erfiðan dag. Þér
tókst alltaf að láta mér líða betur.
Ég sagði þér aldrei hversu miklu
máli þú skiptir mig, en ég vona að
þú hafir samt vitað það.
Ég veit að þér líður betur núna
því núna er stríðið þitt búið. Þú
varst sannur engill og núna áttu
heima á réttum stað.
Gaman væri að gleðja hana ömmu
og gleðibros á vanga hennar sjá,
því amma hún er mamma hennar
mömmu
og mamma er það besta sem ég á.
Í rökkrinu hún segir mér oft sögur,
svæfir mig er dimma tekur nótt,
syngur við mig sálmakvæði fögur,
þá sofna ég bæði sætt og vært og
rótt.
(Björgvin Jörgensson.)
Þín
Hrafnhildur.
Elsku mamma.
Nú er komið að kveðjustund og
hún er mér svo ótrúlega erfið. Þótt
heilsan væri slæm og hefði átt að
vera fyrirboði um að tíminn væri
naumur hélt ég alltaf að við ættum
ennþá mörg ár saman.
En nú þarf ég að kveðja og mig
langar að þakka þér fyrir svo
margt. Alla mína ævi hefurðu stað-
ið á bak við mig eins og klettur
hvað sem á gekk. Alltaf gat ég leit-
að til þín. Ég fékk að búa hjá þér
alla mína ævi og stelpurnar mínar
fengu að alast upp hjá ömmu og
afa og fyrir mér eru það mikil for-
réttindi. Þú fórst aldrei fram á
mikið og vildir helst verja tímanum
heima umvafin fjölskyldunni sem
þér var svo kær. Þér láðist aldrei
að sýna væntumþykju, gleði og
þakklæti. Þú varst alltaf svo glöð
að sjá mig þegar ég kom og sat hjá
þér um stund. Stundirnar okkar
þegar við drukkum kaffi, prjón-
uðum, lögðum kapal og spjölluðum
um allt milli himins og jarðar eru
mér svo ótrúlega dýrmætar.
Takk fyrir allt, elsku besta
mamma mín, þangað til við hitt-
umst næst.
Ég elska þig.
Þín
Anna Guðrún.
Elsku besta amma. Ég trúi varla
ennþá að þú sért farin frá okkur,
en þó veit ég að þér líður betur á
þeim stað sem þú ert á núna.
Síðustu daga hafa minningarnar
verið að streyma fram, og þær eru
mjög margar. Ég er óendanlega
þakklát fyrir þann tíma sem við
áttum saman. Ég man þegar ég
var lítilhvað okkur Haraldi þótti
alltaf gaman að koma í risastóra
húsið ykkar í Efstasundi. Þar var
svo mikið af dóti, þú leyfðir okkur
oft að máta allskyns skrítin föt,
kenndir okkur fullt af spilum, sagð-
ir okkur sögur og margt fleira. Ég
man þegar þú sagðir okkur oft ein-
hverjar skemmtilegar sögur af
mömmu þegar hún var lítil, og það
fannst okkur rosalega fyndið. Ég
man hvað okkur þótti alltaf gaman
að fá þig og afa í heimsókn á Kár-
hól, þú varst stundum hjá okkur í
nokkrar vikur og var sá tími ómet-
anlegur. Ég gleymi aldrei svipnum
á þér þegar ég sagði þér frá því að
fyrsta barnabarnabarnið væri á
leiðinni, þú varst svo glöð og stolt.
Þegar ég sagði Ásrúnu Örnu minni
frá því að ég væri að skrifa nokkur
kveðjuorð til þín, fór hún inn í her-
bergið sitt og gerði það sama.
Elsku amma, ég kveð þig með
miklum söknuði og trega en minn-
ingarnar um þig munu alltaf vera
með okkur. Ég læt hér fylgja með
ljóðið sem þú samdir handa mér
þegar ég var skírð, mér þykir svo
rosalega vænt um það, ásamt öðr-
um ljóðum sem þú skrifaðir um
mig.
Ljúfust gjöfin ljósra vona
lítil hýreyg snót
eins og blóm á björtum degi
brosir sólu mót.
Geisli sem er gulli betri
greiði sporin þín
og fylgi þér hvert sem leiðin liggur
litla stúlkan mín.
Ingunn Lúðvíksdóttir.
Ingunn Tryggvadóttir