Morgunblaðið - 13.11.2009, Side 39
Minningar 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 2009
„Mínir vinir fara
fjöld.“
(Bólu-Hjámar)
Hún Lollý er dáin. Þó er svo stutt
síðan við sátum hérna við eldhús-
borðið og hún var að sýna mér
myndir frá haustveislunni, sem hún
hélt saumaklúbbnum sínum austur í
bústað. Við dáðumst að vexti
trjánna og töluðum um allt milli
himins og jarðar. Það voru engar
vandræðalegar þagnir ef við kom-
umst á skrið í góðu tómi. „Þú verður
að koma næsta sumar Sigríður mín
og sjá þetta allt.“ Já, ég hélt nú það.
Frá fyrstu kynnum okkar Stefáns
frænda hennar minnist ég þess að
hann var að segja mér frá sinni nán-
ustu fjölskyldu, foreldrum og einum
bróður og bætti síðan við „eiginlega
á ég systur“. Það var þessi nána
frænka Lollý, þannig var hún ætíð
nefnd innan fjölskyldunnar. Hún
hafði dvalið hér á Kagaðarhóli tím-
unum saman öll sín bernsku- og
æskuár og hér var hún fædd. Sann-
arlega reyndist hún okkur ætíð eins
og besta systir. Guðrún móðir Stef-
áns var eldri systir Gunnlaugar
móður hennar og hér átti amma
hennar Friðrika Steingrímsdóttir
heima. Oft sagði Guðrún: „Hún gæti
ekki verið mér betri þótt hún væri
dóttir mín.“
Ung giftist Lollý Birni Guð-
mundssyni sem var glæsimenni og
valmenni að mannkostum. Hann
vann sem sölumaður hjá Ásbirni
Ólafssyni heildsala, föður hennar.
Flestar á ég minningar frá komum
mínum á heimili þeirra í Álftamýri
69. Höfðingsskap þeirra og gestrisni
voru varla takmörk sett. „Það er
ekki bara hvað maturinn er mikill
og góður, hann er líka svo fallega
fram borinn,“ sagði hún Sólveig
mín. Öll nutum við rausnar hennar
og örlætis. Við Jón minn samt oft-
ast. Lollý var svo eðlislægt að sýna
umhyggju og hluttekningu hvort
heldur var í sorg eða gleði. Það
njóta þess margir þegar svo gott
fólk sem þau Lollý og Björn búa við
velmegun. Einhvern tímann sagði
ég að þegar ég væri komin í bílinn
til Lollýjar fengi ég þá tilfinningu að
ég gæti bara sagt: „Fljúgðu, fljúgðu
klæði.“ Hún rataði svo vel og var
flinkur bílstjóri, vissi hvar best var
að versla og hafði gott verðskyn,
hagsýn og hyggin. Glæsilegast var
heimili þeirra í Lálandi 1. Það var
sem listaverkasafn og sama alúð
sýnd hverjum sem að garði bar.
Systkinin fimm komin vel til manns.
Þá dundi það reiðarslag yfir að
Björn veiktist og féll frá löngu fyrir
aldur fram. Bæði þá og síðar er
veikindi sóttu hana sjálfa heim sýndi
hún best hvílík hetja hún var. Fjöl-
skyldan er samheldin og börnin
hennar studdu hana vel. Fyrirtæk-
inu náðu þau að halda í horfinu og
tók Guðmundur við sem forstjóri að
föður sínum látnum.
Æskuvinur hennar og nágranni,
Kristófer í Köldukinn, sem á þeim
tíma var búinn að missa sína góðu
konu, náði nú sambandi við Lollý.
Saman lánaðist þeim að glæða svo
þær glóðir frá æskudögum að það
auðgaði líf þeirra beggja.
Góðar minningar veiti styrk þeim
er sakna.
Sigríður Höskuldsdóttir.
Einstök frænka hefur kvatt eftir
nokkurra ára baráttu við illvígan
sjúkdóm, krabbamein. Það sem
Ólafía Ásbjarnardóttir
(Lollý)
✝ Ólafía Ásbjarn-ardóttir (Lollý)
fæddist á Kag-
aðarhóli í Austur-
Húnavatnssýslu 28.
júlí 1935. Hún lést á
St. Jósefsspítalanum í
Hafnarfirði 24. októ-
ber sl. og fór útför
hennar fram frá
Langholtskirkju 30.
október.
Meira: mbl.is/minningar
fyrst kemur í hugann
þegar ég hugsa um
Lollý er einstök lífs-
gleði. Hún smitaði
henni ríkulega til ann-
arra alla tíð. Henni
fylgdi alltaf hressileg-
ur blær þegar hún
birtist í eldhúsinu á
Kagaðarhóli frá því
ég, sem barn, man
fyrst eftir henni og
þar til ég hitti hana
þar síðast í sumar.
Þrátt fyrir að ég vissi
að Lollý væri oft sár-
lasin í seinni tíð merkti ég það aldrei
þegar ég hitti hana og fannst hún
aldrei veik. Hún bar sig þannig.
Hún var alltaf hress, hafði einhverj-
ar góðar fréttir að færa af sinni
stórfjölskyldu eða af einhverjum
spennandi atburðum sem voru
framundan í lífi hennar.
Lollý frænka fæddist á Kagaðar-
hóli, mínum uppvaxtarstað, og ólst
að hluta til upp þar með föður mín-
um. Þau voru systrabörn. Það var á
sumrin sem Lollý var sem barn
mörg sumur á Kagaðarhóli því hún
var mikil sveitamanneskja. Hún
hafði yndi af skepnum og samvistum
við þær, og þá ekki hvað síst hross-
um. Hún og föðuramma mín heitin,
Guðrún, sem ég heiti í höfuðið á,
voru góðar vinkonur. Þær nutu þess
að ríða út saman. Lollý sagði mér
frá því hvað henni þótti gaman að
ríða milli bæja með Nunnu eins og
hún kallaði hana. Þær fóru til dæmis
ríðandi yfir að Orrastöðum og niður
á Blönduós. Eina sem mér leiddist,
sagði Lollý, var að bíða eftir ömmu
þinni þegar hún talaði við kerling-
arnar. „Ég þurfti oft að bíða lengi,
því amma þín þurfti að tala svo mik-
ið,“ og svo hló Lollý sínum glaðlega
hlátri.
Ég fór að velta því fyrir mér að ég
hef ekki oft haft tækifæri til að tala
mikið við Lollý þegar ég hef hitt
hana á Kagaðarhóli. Ástæðan er ein-
föld, hún og mamma töluðu svo mik-
ið saman. Það var best að reyna
ekkert að komast að. En það var
gott hvað þær voru góðar vinkonur
og náðu vel saman. Það gerðist þó
einu sinni í sumar að ég átti senni-
lega mitt lengsta samtal við Lollý.
Ég var stödd á Kagaðarhóli og hún
hringdi. Ég svaraði því mamma var
einhvers staðar úti. Við Lollý fórum
að spjalla. Hún var þá stödd á
Sankti Jósefsspítala til að fá sína
reglulegu blóð- og lyfjagjöf. Þá
þurfti hún að liggja þar í einhverja
daga og gjöfin látin renna í hana í
æð. Hún sagði mér að þetta ætti nú
ekki vel við sig að liggja svona að-
gerðarlaus dögum saman. Hún not-
aði því meðal annars tímann til að
hafa samband við fólk í símann,
bæði að sinna vinum og fjölskyldu
og svo að skipuleggja það sem var
framundan. Í miðju símtali bað hún
mig að hinkra því það væri að koma
hjúkrunarkona inn til sín sem hún
þyrfti að eiga orð við. Ég heyrði þá í
gegnum símann að Lollý sagði við
hana: „Má þetta ekki renna svolítið
hraðar, bara pínulítið hraðar“. Þetta
finnst mér lýsa henni vel. Það var
svo mikill hugur og kraftur í henni
til að lifa lífinu og njóta þess. Það
var alltaf eitthvað framundan sem
hún stefndi á.
Það er gott að minnast Lollýjar
frænku og missir fjölskyldunnar er
mikill. Við fjölskylda mín vottum
ykkur dýpstu samúð, elsku Ási,
Ásta, Guðmundur, Gunnlaugur, Óli,
Kristófer og fjölskyldur.
Guðrún Jóhanna Stefánsdóttir.
Að kvöldi laugardagsins 24. októ-
ber sl. andaðist Ólafía Ásbjarnar-
dóttir eftir langvinna baráttu við
krabbamein. Ólafía, eða Lollý eins
og hún var jafnan nefnd, sýndi ótrú-
legt baráttuþrek og æðruleysi í
veikindum sínum. Það var ekki
hennar háttur að kvarta. Ef hún var
spurð um líðan sína svaraði hún
jafnan að hún hefði það ágætt og
bætti við að „aðrir hafa það miklu
verra, hafið ekki áhyggjur af mér“.
Uppgjöf var ekki til í hennar huga;
hún mátti bara ekki vera að þessu
veikindastússi og lét það ekki tefja
sig við daglegt amstur. Með lífsvilja
sínum, húmor og hugrekki var Lollý
öllum sem hana þekktu stórkostleg
fyrirmynd. Og samhentri fjölskyldu
var hún þrátt fyrir veikindin hinn
sterki foringi og sálusorgari.
Undir það síðasta átti hún sér þá
heitu ósk að fá að vera við fermingu
Ásbjarnar sonarsonar síns. Nú er
útséð um að sú ósk hennar rætist.
Lollý var einstaklega viljasterk
og framtakssöm kona en jafnframt
ljúf og kærleiksrík. Hún giftist
Birni Guðmundssyni, fv. forstjóra
Ásbjarnar Ólafssonar ehf., og sam-
an áttu þau fimm mannvænleg
börn. Minnisstæðar eru sögurnar
sem þau hjónin sögðu mér af
óknyttum strákanna á þeirra yngri
árum og ljóst að heimasætan Ásta
hefur oft staðið í ströngu. Það hefur
því oft verið erilsamt og fjölmennt á
heimilinu, þangað sem vinir fjöl-
skyldunnar voru jafnan boðnir vel-
komnir. Þar var Lollý í essinu sínu
og stýrði öllu af alúð og festu.
Í ágústmánuði 1987 hóf ég störf
hjá Knorr á Íslandi sem þá starfaði
í nánu samstarfi við Ásbjörn Ólafs-
son ehf. Aldrei mun ég gleyma hinu
ljúfa viðmóti og hjálpsemi Bjössa og
Lollýjar á þessum tímamótum, enda
ekki örgrannt um að sölumaðurinn
ungi kviði hinu nýja starfi. Strax
nutum við hjónin í ríkum mæli leið-
sagnar, gestrisni og örlætis þeirra
hjóna jafnt hér heima sem og er-
lendis. Árið 1995 féll Bjössi frá
langt um aldur fram og varð hverj-
um er hann þekkti mikill harm-
dauði.
Lollý hefur jafnan ræktað frænd-
garð sinn og vini á Blönduósi, en
hún á ættir sínar í móðurætt að
rekja til Kagaðarhóls í Svínadal.
Þar hefur hún löngum unað hag sín-
um vel og ekki spillti að fyrir u.þ.b.
12 árum hitti hún þar að nýju góðan
vin, Kristófer Kristjánsson úr
Köldukinn. Þau Kiddi hófu fljótlega
sambúð og hefur Lollý að mestu bú-
ið fyrir norðan síðustu árin.
Lollý hafði gjarnan frumkvæði að
margskonar vinafundum sem ýmist
voru haldnir í Köldukinn, höfuð-
stöðvum fyrirtækisins eða sum-
arbústaðnum og nutu þá vinir,
vandamenn og starfsfólk Ásbjörns
Ólafssonar ehf. orðlagðrar gestrisni
þeirra skötuhjúa. Þótt Lollý væri
nokkuð hlédræg bindindiskona þá
var hún félagslynd og lét að sér
kveða í góðra vina hópi. Hún var
alla tíð mikill bílaáhugamaður og
ekki laust við að í henni blundaði ör-
lítill töffari. Breytti í því efni engu
þótt hún væri komin á áttræðisald-
urinn.
Við Ásbjörg vottum Kidda, börn-
unum og fjölskyldum þeirra okkar
dýpstu samúð og kveðjum ástkæra
vinkonu með þakklæti fyrir sam-
fylgdina.
Sverrir Ögmundsson.
Dáin, horfin, harmafregn.
Þessi orð komu í huga minn þeg-
ar okkar elskulega vinkona, Lollý,
fékk hvíldina frá áralangri bar-
áttu við skæðan vágest. Hún var
hetja hún Lollý okkar, alltaf tilbúin
að bjóða til veislu, veita og gleðja
aðra. Þau voru samhent hjónin,
Lollý og Bjössi (Björn Guðmunds-
son), alltaf veitendur og gleðigjafar.
Þær voru ófáar ferðirnar sem við
fórum gegnum tíðina, bæði utan-
lands og innan. Þau hjónin buðu
okkur að slást í hópinn á nýársdag
1963 og síðan bættust fleiri og fleiri
við uns við vorum orðin 20.
Björn dó snögglega hinn 20. júní
1996 og var hann öllum sem þekktu
hann harmdauði. Eftir stóð ekkjan
og hún gafst ekki upp, heldur barð-
ist hún með oddi og egg í fjölda ára
við vágestinn krabbameinið. Hún
fékk viðurnefnið „kraftaverkið“.
Nokkrum árum eftir fráfall
Bjössa endurnýjaði hún áralanga
vináttu við bernskuvin sinn, Krist-
ófer Kristjánsson, bónda á Köldu-
kinn II, A-Hún. Þau voru vinir frá
barnsaldri. Þau ákváðu að rugla
saman reytum. Þetta varð hennar
annað gæfuspor, því Kristófer var
hennar mesta og besta hjálparhella
og gerði allt sem hann gat til þess
að létta henni lífið. Hann stóð alla
tíð síðan þétt við hlið hennar ásamt
börnunum fimm, sem hún átti með
Birni. Þær voru ófáar ferðirnar frá
Blönduósi til Reykjavíkur hvenær
sem hún þurfti á hjálp að halda. Í
Köldukinn var Lollý löngum stund-
um því það var jú hennar annað
heimili. Þangað fórum við í Helgi-
dómnum árlega og ókum í rútu um
Húnavatnssýslurnar þverar og
endilangar og skoðuðum markverða
staði. Þarna nutum við góðrar leið-
sagnar Kristófers. Að ferðalagi
loknu var ekið heim í Köldukinn og
snæddur kvöldverður. Síðan var
farið að syngja og skemmta sér.
Þetta voru ógleymanlegar ferðir.
Að leiðarlokum biðjum við Guð að
blessa börnin hennar, barnabörnin
svo og barnabarnabörnin. Einnig
biðjum við blessunar Kristófer og
hans fjölskyldu.
Helgidómurinn er harmi lostinn,
en minningin mun lifa með okkur og
okkar börnum einnig.
Guð blessi minningu Lollýjar.
Fyrir hönd Helgidómsins,
Guðfinna Lilja Gröndal.
Hjartkær vinkona og skólasystir
okkar er látin eftir mikil og erfið
veikindi. Hún sýndi ótrúlegt þrek,
andlegan lífsvilja og styrk í ótrúlega
erfiðum veikindum.
Við skólasystur hennar kynnt-
umst Lolly í Húsmæðraskóla
Reykjavíkur veturinn 1952-53. Allan
þennan tíma höfum við haldið hóp-
inn og nú eru árin orðin 56.
Það er stórt skarð sem Lolly skil-
ur efir sig. Hún var drottningin okk-
ar og driffjöður. Óteljandi stundir
áttum við á fallega heimilinu hennar
og síðast þegar hún bauð okkur
austur í sumarbústaðinn sinn, 22.
september sl., var hún orðin fársjúk,
en samt vorum við 16 skólasystur í
fínu matarboði hjá henni. Dugnað-
urinn sem vinkona okkar sýndi í
heljarstríði sínu var sá sami og ein-
kenndi allt hennar líf. Eftir standa
ómetanlegar minningar um dásam-
lega vinkonu sem ylja okkur sem
eftir stöndum.
Við skólasysturnar þökkum ynd-
islegar minningar og vottum allri
fjölskyldunni okkar innilegustu
samúð og biðjum Guð að styrkja þau
í sorg sinni.
F.h. skólasystranna
Björg Hjálmarsdóttir.
Vilhelm Annasson
kvaddi okkur ótíma-
bært, þar fer góður
drengur og sannur
heiðursmaður.
Ég kynntist Villa
fyrir rúmum tuttugu árum þegar
ég tók á móti honum í Cuxhaven,
þá sem skipstjóra á Sléttanesi ÍS.
Vilhelm var þá að koma af Íslands-
miðum með ferskan fisk til sölu á
markað. Þá rifjast upp fyrir mér
röddin hans þar sem ég stóð á
bryggjunni og hann sagði „sæll
Þórarinn“. Við þessi fyrstu kynni
fann ég að Villi var traustur dreng-
ur, skipstjóri sem var með allt á
hreinu og stýrði mannskap af
miklu rólyndi. Það skynjaði ég frá
áhöfn Villa að ekki var honum hall-
mælt af þeim, hvorki þá né síðar á
hans skipstjóraferli.
Á þeim rúma sólarhring sem
stoppað var í Cuxhaven, þá kom
upp í spjalli okkar að hann hefði
áhuga á að vera í mínu starfi sem
umboðsmaður og sjá um það sem
þarf til að skip geti landað og selt í
erlendri höfn, honum hafði reyndar
verið lofuð vinna í Englandi, sem
ekki gekk eftir. Nokkru seinna
þegar ég var fluttur til Englands
og var að leita eftir aðstoðarmanni,
þá kom Villi um leið upp í huga
minn, sem endaði með því að við
störfuðum saman um tíma hjá
Fylkir Ltd, Grimsby. Eftir því sem
tíminn leið líkaði mér sífellt betur
við Villa, hann var alltaf á vaktinni,
vissi hvað var að fiskast á mið-
unum heima og hverju mætti búast
við á markaðinn. Eitt sinn hvatti
ég skip til að koma til löndunar á
föstudegi, en skipið hafði tæpan
tíma til siglingar og ef föstudag-
Vilhelm Sigurður
Annasson
✝ Vilhelm SigurðurAnnasson fæddist
á Ísafirði 9. mars
1945. Hann lést á
Landspítalanum 26.
október 2009 og var
jarðsunginn frá Hafn-
arfjarðarkirkju 6.
nóvember.
urinn tapaðist þá yrði
að bíða eftir mánu-
degi til löndunar og
þar ofan í kaupið var
von á stóru þýsku
fiskiskipi um svipað
leyti með mikinn afla
sem var ekki gott
fyrir verð á aflanum.
Allan tímann sem
skipið var á siglingu
áleiðis til Grimsby
fylgdist Villi með
veðri, vissi upp á hár
hvar skipið var statt
hverju sinni og seinni
hluta miðvikudags sagði hann við
mig, ég held að þetta gangi ekki
upp. Við fórum þá strax í að und-
irbúa löndun í North Shields sem
er staðsett norður við Grimsby, en
ekkert íslenskt skip hafði landað
þar í langan tíma. Ákváðum við að
þangað myndi skipið koma inn,
sem fór svo eftir. Skipið kom inn
um klukkan 16 á fimmtudegi þar
sem útséð var að það myndi ná inn
á kvöldflóði í Grimsby fyrir föstu-
dagsmarkaðinn. Öllu þurfti að
hugsa fyrir í skyndi, fólki til að
landa úr skipinu sem kom frá
Grimsby, verkfærum, krana og
vöruflutningabifreiðum, ekkert
mátti klikka því þá yrði illt í efni
því útgerð og áhöfn sem ella fengi
mun lægra fiskverð ef áætlun okk-
ar gengi ekki upp. Í stuttu máli
tókst okkur að koma fiskinum öll-
um á markaðinn í tæka tíð og ekki
skemmdi fyrir að fiskverðið fyrir
þann tiltekinn afla var eitt það
hæsta í Englandi það árið. Villi átti
stórt hlutverk í að landa úr skipinu
í North Shields og sýndi mikla
ósérhlífni, dugnað og bjargaði okk-
ur út úr miklum vanda og vansa ef
illa hefði tekist til.
Í gegnum árin hélst með okkur
Ingunni góður vinskapur við Villa
og Særúnu. Það er með mikilli sorg
sem við öll í minni fjölskyldu
kveðjum góðan og tryggan vin, Vil-
helm Annasson.Við vottum Særúnu
og fjölskyldu samúð okkar.
Þórarinn S. Guðbergsson.