Morgunblaðið - 13.11.2009, Page 40

Morgunblaðið - 13.11.2009, Page 40
40 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 2009 Það er erfitt að hugsa um Þorkel án Helgu. Í okkar huga eru þau nánast eitt, Þorkell og Helga. Samrýndari og sam- hentari hjón er ekki hægt að hugsa sér. Samheldni þeirra kom skýrt fram í veikindum Helgu þegar Þor- kell annaðist hana betur en hægt er að gera sér í hugarlund. Síðastliðið sumar fórum við sam- an á óperuhátíð í Bayreuth í Þýskalandi. Við bjuggum öll í stórri íbúð í litlu sveitaþorpi fyrir utan bæinn, héldum þar heimili og deildum daglegum kjörum milli þess sem við ókum í bæinn og nut- um óperusýninganna. Þær urðu svo efni mikilla samræðna þegar heim var komið. Þá reiddum við í sam- einingu fram málsverð úr staðgóðu, þýsku hráefni og drukkum af- bragðs þýsk vín með. Máltíðin örv- aði samræðurnar svo að innfædd- um nágrönnum þótti nóg um og bönkuðu einu sinni í vegg og hróp- uðu: „Ruhe, endlich!“ Helga sagði það einn helsta kost Wagners, að sínu mati, hvað hann semdi tæra og einfalda tónlist sem birti grunntilfinningar mannsins. Útskýringar hennar kenndu okkur að hlusta á nýjan hátt og njóta bet- ur. Því miður leyfði heilsa Helgu henni ekki að njóta ferðarinnar sem skyldi en hún talaði um hvað henni þótti vænt um að sjá hvað Þorkell naut sín í félagi gömlu skólabræðranna. Það gladdi hana innilega. Við erum þakklát fyrir þessa viku sem við bjuggum sam- an, Helga og Þorkell, Sigurður Steinþórsson og við tvö. Við mun- um varðveita hana í minningunum. Missir Þorkels er mikill, þau Helga hafa fylgst lengi að og verið óvanalega nánir förunautar. Við samhryggjumst Þorkeli innilega við fráfall Helgu. Eggert og Ragnhildur. … hvar sem stígur fæti á foldu fögur blóm þar rísa úr moldu. Það var Helga Ingólfsdóttir semballeikari sem kynnti mig fyrir þessum ljóðlínum fyrir um tuttugu árum, en höfundur þeirra er ókunnur. Við erum staddar í litlu stofunni minni á Hverfisgötunni og erum að undirbúa helgileik í Skálholti. Meiningin er að flytja íslensk þjóð- lög sem tengjast jólunum. Þjóð- lagasafn sr. Bjarna Þorsteinssonar er á borðinu. Þau eru mörg blómin hennar Helgu. Þeirra stærst og merkast eru Sumartónleikar í Skálholts- kirkju og það var einmitt þar sem fundum okkar bar fyrst saman. Fyrir um þrjátíu árum. Ég var kirkjuvörður en Helga og Manuela Wiesler höfðu þá um nokkurra ára skeið staðið fyrir Sumartónleikum í Skálholtkirkju. Ég skottaðist í kringum þær uppnumin af leik þeirra. Það var þá sem vináttan hófst og hún hélst æ síðan. Seinna fékk ég að taka þátt í tónlistarævintýrinu með Helgu, því auk þess að sjá um Sumartónleikana kom hún í mörg ár mikið að öðru tónlistarstarfi í kirkjunni, meðal annars helgileik fyrir jólin. Og það var mikil tónlist- arveisla. Íslensk tónskáld eiga Helgu mik- ið að þakka því allt frá fyrstu dög- um Sumartónleika í Skálholts- kirkju var það eitt af meginmarkmiðum hátíðarinnar að frumflytja ný íslensk verk. Stað- artónskáldin eru orðin mörg en Helga bar hag íslenskra tónskálda Helga Ingólfsdóttir ✝ Helga Ingólfs-dóttir fæddist í Reykjavík 25. janúar 1942. Hún lést á Landspítalanum 21. október 2009 og var jarðsungin í Hall- grímskirkju í Reykja- vík 2. nóvember. mjög fyrir brjósti og seinustu árin sem hún starfaði voru ís- lensk kventónskáld henni mjög hugleik- in. Þar á ég henni mikið að þakka. Ég man alltaf eftir því að þegar Helga heyrði nýtt verk þá dæmdi hún það ekki heldur reyndi að skilja verkið og setja sig inn í hugarheim tónskáldsins. Hún var mjög opin fyrir nýjum straumum og hún hikaði ekki við að leyfa ungum tónskáld- um að spreyta sig til jafns við þá eldri. Þetta var einn af hennar miklu kostum. Með Helgu er gengin mikil kona. Hún fór ekki troðnar slóðir, nam semballeik og hreif alla með leik sínum. Hún hafði líka mikil áhrif hér á landi í flutningi á bar- okktónlist. Síðast en ekki síst eru það Sumartónleikar í Skálholts- kirkju sem munu halda nafni hennar á lofti. Ég kveð Helgu með þessum orð- um, sem eignuð eru sr. Stefáni Ólafssyni í Vallanesi: „Þér þakkar fólkið, þér þakkar allt fólk.“ Þor- keli votta ég mína dýpstu samúð. Elín Gunnlaugsdóttir. Bach í Skálholti. Þessi orð tengja æskuminningar mínar ein- stakri listakonu, Helgu Ingólfs- dóttur, og afrekum hennar. Sem polli gekk ég stigagang úr stiga- gangi til þess að selja hennar fyrstu plötu úr Skálholti, „Sum- artónleikar í Skálholtskirkju“. Fullorðnir töldu ólíklegt að ein- hver myndi kaupa klassíska tónlist úr höndum smákrakka og sendu mig út í fyrstu með þrjú eintök. En ég var kominn heim snarlega til þess að sækja fleiri plötur. Skálholtstónleikar og tengd plötu- útgafa voru komin til að vera. Bar- okk var tímabil Helgu, og sér- staklega unni hún tónverkum Johanns Sebastians Bach; og hennar lífsverk var að bjóða Ís- lendingum frítt á áratugalanga tónleika til að kynna okkur Bach og fleiri barokksnillinga. Um þriggja áratuga skeið skipulögðu Helga og Þorkell sumartónleika- röð, sem nú er fastur liður í list- menningu fjölmargra Íslendinga. Það er tíska að merkja merka ein- staklinga sem „Íslandsvini“ hafi þeir stigið fæti á eyjuna okkar. Fætur Bachs snertu víst aldrei ís- lenska jörð, en Bach má samt telja sem „Íslandsvin“, ekki síst í boði Helgu og tónleikaraðar í Skál- holtskirkju. Þetta var óeigingjarnt starf, og lýsir vel eiginleikum Helgu, gefandi, glaðvær og gest- risin. Það var ávallt gaman að koma á Strönd, það fallega heimili Helgu og Þorkels á Álftanesi. Margar góðar æskuminningar mínar tengj- ast Strönd. En veikindi sóttu snemma að Helgu – fyrst dular- fullur sjúkdómur sem eyðilagði nýrun, svo önnur veikindi í kjölfar- ið sem á stundum sviptu hana and- legri meðvitund. Ung, falleg og á toppi ferilsins – slíkir sjúkdómar hefðu svipt marga lífsgleðinni. En hversu hart sem veikindin léku Helgu virtist hún alltaf geta komið styrk til baka, og andrúmsloftið á Strönd breyttist ekki, þar var gott að koma jafnt fyrir áratugum sem og í sumar. Ef spurt var um líðan Helgu var hún fljót að snúa um- ræðunni að öðru, ávallt áköf að heyra fréttir af gestum sínum og þeirra förum og gera lítið úr sín- um eigin byrðum. Helga átti samferðarfélaga og máttarstólpa í Þorkeli bónda sín- um. Samrýndari hjón er erfitt að ímynda sér. Sagt er að tónlist og stærðfræði séu nátengd – vísindin stærðfræði varpa ljósi á list tón- smíða. Helga tónlistarmaður og Þorkell stærðfæðingur sanna kannski þá kenningu – þau hjónin Elsku amma. Úr bernsku eru mér minnisstæðar reglulegar heimsókn- ir fjölskyldunnar til þín í Reykjavík. Þú tókst alltaf vel á móti öllum gestum og hafðir sérstakt lag á að þeim liði vel. Ekki voru aðeins veitingarnar fyrsta flokks, smurt brauð, smákökur af öllum gerðum og heitt súkkulaði, heldur sástu einnig til þess að veislu- borðið liti alltaf vel út með fín- ustu dúkum, skreytingum og auð- vitað sparistellinu. Það var þér nefnilega mikilvægt að allt væri sem glæsilegast. Unglingsárin komu og heim- sóknir voru ekki eins tíðar og áð- ur, en fjölgaði þegar ég flutti í bæinn og hóf þar nám. Mér er einstaklega minnisstæður vetur- inn þegar ég vann með skóla í sjoppunni í blokkinni þinni og reyndi alltaf að koma í heimsókn áður en kvöldvaktin byrjaði. Fyr- ir jólin komstu svo í sjoppuna og færðir mér smákökur og aðrar kræsingar. Það var ánægjulegt síðar að koma í heimsókn til þín með eigin börn og leyfa þeim að njóta gest- risni þinnar. Stelpurnar hændust mjög að þér og voru fljótar að finna dótaskúffuna í eldhúsinu þegar við komum í heimsókn. Það var ekki eins og þú værir 95 ára þegar þú lékst við þær á Hring- brautinni, svo spræk varstu. Þú naust þeirrar gæfu að hafa góða heilsu alla tíð og varst alltaf svo nett og fim. Á tíræðisaldri vílaðir þú ekki fyrir þér að taka leigubíl í kjörbúðina eða niður á Laugaveg og í Kringluna til að kaupa þér ný föt. Þú varst alltaf mjög ung í anda og hugsunarhætti. Stundum tal- aðir þú um „gamla“ fólkið sem bjó hinum megin við götuna á Grund. Þrátt fyrir að vera eldri en margir þeirra varstu að mörgu leyti yngri. Það kom þó að því að þú fluttir yfir götuna, þá á 95. aldursári. Það var sömuleiðis Margrét Scheving ✝ Margrét Schevingfæddist á Suður- Fossi í Mýrdal 29. júlí 1912. Hún lést 2. nóv- ember síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Neskirkju 9. nóv- ember. ánægjulegt að sækja þig heim þar og gott að vita að þér leið vel á Grund. Þú varst vel liðin af öðrum íbú- um og starfsfólki sem sá vel um þig allan tímann. Ég er þakklátur fyrir að hafa getað verið með þér síð- ustu dagana og náð að kveðja þig, sér- staklega kvöldið áð- ur en þú kvaddir. Ég hef alltaf verið mjög stoltur af þér og þú munt áfram vera of- arlega í huga mér. Ég vil enda þetta á því að gera minningarorð þín um föður minn að mínum: Algóði himneski faðir, ég vona að þú heyrir mínar bænir og bið þig um að taka í hönd Margrétar og leiða hana inn í dýrðarríki þitt. Þinn, Davíð Scheving. Elsku amma mín. Þá er komið að kveðjustund og þú ferð á fund afa, Eddu og pabba sem taka örugglega vel á móti þér. Þegar ég sest hér niður og rita þessi orð hrannast upp minningar. Minn- ingar frá heimsóknum á Hellu þar sem þið afi bjugguð í nokkur ár, minningar um heimsóknir á Hringbrautina þar sem alltaf var tekið vel á móti manni og yfirleitt heitar umræður og þá ekki síst um pólitík. Áður en Edda dóttir þín dó hitti maður ósjaldan á ykk- ur þar sem þið sátuð og tókuð í spil og voruð að „rökræða“ öll heimsins mál. Mér er alltaf minnisstætt þegar þú bjóst á Hringbrautinni, komin á tíræðisaldur og bentir yfir göt- una á Grund og sagðir að þarna byggi gamla fólkið. Þetta lýsir þér vel enda ótrúlega spræk og alltaf stutt í húmorinn. Síðustu árin bjóstu þó með „gamla“ fólk- inu á Grund og undir þér vel. Þegar maður kom þangað í heim- sókn þá var sjaldan hægt að finna þig í þínu herbergi heldur varstu á hlaupum um gangana, enda lagðir þú mikið upp úr því að fá þína hreyfingu. Þó aðeins hafi verið farið að hægja á þér undir það síðasta mátti oft ekki á milli sjá hvort okkar fylgdist betur með þjóðmálunum og í raun ótrú- legt hversu vel þú fylgdist með. Það var alltaf gaman að koma með Andra og Birgittu Kristínu til þín, enda þótti þeim ótrúlega vænt um langömmu sína og þér svo vænt um börnin. Elsku amma, með þessum orð- um kveð ég þig og ég veit að þér líður vel á nýjum stað. Hvíl í friði. Þinn Sigmar Scheving. Elsku amma mín. Mig langar í nokkrum orðum að kveðja þig og þakka þér fyrir allt saman á liðnum árum, allar góðu samverustundirnar sem við áttum saman, þó þeim hafi nú fækkað talsvert á seinni árum eftir að ég flutti til Bandaríkj- anna. Nú verður svo skrýtið að koma heim og geta ekki kíkt í heimsókn til þín. Þú varst glæsileg og ynd- isleg kona, svo mikill höfðingi, alltaf svo vel til fara og heimilið þitt svo fallegt og hlýlegt. Það var alltaf svo gott að heimsækja þig. Þegar ég fer að rifja upp all- ar ferðirnar til þín með mömmu og pabba bæði á Hellu og síðar á Hringbrautina, þá man ég svo vel eftir öllu góðgætinu og súkku- laðinu sem þú áttir alltaf. Og ef ekki var til gos inni í ísskáp, þá var annað hvort skroppið niður í kjallara á Hringbrautinni að sækja meira eða út í sjoppu að kaupa gos fyrir okkur systkinin. Þú tókst aldrei annað í mál. Þó þú hafir verið fósturamma mín, þá tókstu mér alltaf sem einu af þínum barnabörnum. Mér þótti svo vænt um það. Þú varst alltaf svo góð við hana Söndru mína og vil ég þakka þér fyrir það. Henni þótti ofboðslega vænt um þig. Við fjölskyldan erum svo þakklát fyrir að hafa séð þig og átt samverustundir með þér í kringum síðustu jól, þegar við vorum á landinu. Kærar kveðjur og þakkir einnig frá Chris og Söndru Ösp. Við erum svo heppin að hafa fengið að kynnast þér. Þó það sé erfitt að sjá þig fara, þá veit ég að þér líður mjög vel og elsku pabbi, Edda frænka og afi munu taka vel á móti þér. Guð geymi þig, elsku amma mín og styrki syni þína og alla fjölskylduna. Missir okkar er mikill. Hvíl í friði og hafðu þökk fyrir allt. Þín, Vilborg Sigríður. Í anda sem er ætl- aður þér verða orð mín svo fátækleg á þessari stundu en hjartsláttur minn er sem heyri ég þinn í hljómfalli þytsins er leikur um grundu. (Höf. ók.) Árstíðir koma og fara. Fyrir ut- an gluggann gnauðar vindurinn, veturinn er rétt búinn að boða komu sína, fögru sumarlitirnir á trjám og blómum eru að hverfa, söngur fuglanna að dvína og þeir á leið til fjarlægra landa. Mitt í þessu lífríki sem þarna þróast kveður góð vinkona mín til margra ára líf sitt. Þannig erum við áþreif- anlega minnt á líf og dauða. Í huga mínum kemur andblær liðinna ára; Björg Erna Friðriksdóttir ✝ Björg Erna Frið-riksdóttir fæddist í Keflavík 5. desem- ber 1931. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Hlévangi í Reykja- nesbæ 23. október 2009 og var jarð- sungin í Keflavík- urkirkju 6. nóvember. þegar ég minnist Bjargar minnist ég konu sem var gott að eiga samleið með. Hún var ákveðin og sagði hispurslaust sína meiningu ef svo bar undir. Björg þurfti að líða ýmis veikindi um dagana, þannig að hún naut sín aldrei til fulls, en þrátt fyr- ir það tók hún lífinu með stóískri ró. Hún lærði til þess að vera sjúkraliði og stundaði það starf á meðan heilsan leyfði. Hún vann á Landakotsspítala þar sem hún kynntist nunnum sjúkrahússins og hafði alltaf samband við þær þótt þær sumar hverjar flyttu af landi brott. Fór hún þá oft í heimsókn til þeirra enda var hún afskaplega vinaföst. Hún hafði mjög gaman af því að ferðast, bæði hér innan- lands og utan og fór hún margar utanlandsferðir um dagana. Eitt var það sem hún hafði mjög gam- an af, að taka myndir af allskonar uppákomum og landslagi. Ég sakna vinar þar sem hún fór. Ef- laust hefði ég átt að heimsækja hana oftar en ég gerði. En nú- tímans efnishyggja og einstak- lingsfrjálshyggja rugla mann í ríminu svo að það er voðalega hætt við því við þessar aðstæður að við gleymum að hugsa um náungann sem skyldi. Góð kona er látin. Almættið kallar okkur öll til sín, það fáum við engu um ráðið. Er kveðjustund kemur er vert að lúta höfði og þakka og virða þann tíma sem við fengum að vera sam- ferða í þessu lífi, því tímamót lífs og dauða kalla fram yl frá minn- ingum og þakklæti fyrir samferð- ina. Og nú þegar Björg er farin á vit feðra sinna og hefur orðið að lúta því lögmáli sem enginn kemst undan, að hverfa aftur til uppruna síns, jarðarinnar sem hún var líf- fræðilega tengd við, þá er það óumflýjanlegt að söknuður mynd- ast í huga vina hennar og skyld- menna. Ég veit um land bak við hnúka og höf þar sem hamingjublómið grær það töfrar handan við takmörk rúms og tíma – eða ennþá fjær það land rís nafnlaust í ókunnri átt með ævintýrann}a blæ í purpurahúmi hljóðlátrar þrár það hillir í draumsins sæ. (Höf. ók.) Og nú þegar komið er að kveðjustund vil ég þakka árin sem við áttum samleið og bið henni blessunar á þeim vegum sem eru hennar nú. Ég votta aðstandend- um Bjargar dýpstu samúð mína. Magnús Þór.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.