Morgunblaðið - 13.11.2009, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 13.11.2009, Qupperneq 42
42 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 2009 Fríða kom eins og hressandi sunnanvind- ur í starfsmannahóp- inn á Kópahvoli árið 1987. Ávallt í góðu skapi, jákvæð, áhugasöm og drífandi. Það skipti ekki máli hver verkin voru, hvort það var að sinna börn- unum eða sópa útisvæðið. Fríða gekk að störfum af alúð og ástríðu. Þegar hallaði að degi og við hinar farnar að hengja haus þá dreif hún börnin í að mála og líma. Fríða var kosin trún- aðarmaður leiðbeinenda og gegndi því starfi í mörg ár, enda traustvekj- andi, kraftmikil kona þar á ferð. Markmið hennar var að betrumbæta lífskjör starfsmanna. Fríða var líka í orlofsnefnd starfsmannafélagsins og vann þar af sömu trúmennsku. Oft var Fríða kosin í skemmtinefnd á vegum leikskólans, þar var ekki komið að tómum kofanum. Fríða var hrókur alls fagnaðar og kátína henn- ar og skemmtilegheit smitaði út frá sér. Eftirminnileg er hópferð sem við fórum norður í Árneshrepp á Strönd- um. Bílstjórinn í ferðinni tók sérstak- lega eftir Fríðu þar sem hún af kappi sá til þess að allir skemmtu sér vel. Veikindin stöðvuðu ekki Fríðu og ástríðu hennar til lífsins. Hún fór í gönguferðir og til útlanda og Gunnar eiginmaður hennar alltaf sem klettur við hlið hennar, stoð og stytta. Heim- ilið hennar og garðurinn báru einnig vitni um atorkusemina. Eftir að Fríða hætti að vinna á leikskólanum Fríða Sólveig Ólafsdóttir ✝ Fríða SólveigÓlafsdóttir fædd- ist í Reykjavík 31. maí 1950. Hún lést á líkn- ardeild Landspítalans í Kópavogi 27. októ- ber 2009 og fór útför hennar fram frá Digraneskirkju 6. nóvember. var það ósjaldan sem hún var útí garðinum að hlúa að gróðrinum og ef hún gat ekki staðið við vinnuna þá sat hún á stól. Þvílík seigla! En svona var Fríða. Hún tók af- leggjara úr garðinum sínum og hjálpaði mér að setja þá niður, auk þess sem hún fræddi mig um hverja jurt og hvernig ég ætti að hugsa um þær. Síðasta heimsókn mín til Fríðu var nokkrum dögum áður en hún dó. Þá upplýsti hún mig glettin á svip um að hún hefði gengið framhjá garðin- um mínum og séð að ég ætti eftir að hreinsa hann fyrir veturinn, það myndi nú auðvelda mér vorverkin. Þannig var Fríða, hjálpsöm, kær- leiksrík og gefandi. Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð, hjartans þakkir fyrir liðna tíð, lifðu sæl á ljóssins friðar strönd, leiði sjálfur Drottinn þig við hönd. (Guðrún Jóhannsdóttir.) Elsku Gunnar og fjölskylda, ég bið góðan Guð að styrkja ykkur og styðja og votta ykkur mína dýpstu samúð. Sigrún Ásgeirsdóttir. Hún Fríða vinkona mín var kona sem ég lærði á lífið með, traust og heilindi voru henni í blóð borin. Við tengdumst sterkum böndum litlar stelpur, heimili foreldra okkar voru í húsum sem standa hlið við hlið í Kópavoginum, pabbarnir að vestan og mömmurnar báðar úr Sléttu- hreppi sem kominn var í eyði. Ég man varla eftir sjálfri mér á barnaskólaaldri öðruvísi en með Fríðu, við gerðum flesta hluti saman, vorum heimagangar hvor hjá ann- arri. Meðal fyrstu minninganna er þegar hún var að hjálpa mér að finna bækur til að stauta í, úr kommóðu- skúffu þeirra systra, þá vorum við sjö ára og hún komin lengra í lestrinum en ég. Fríða var endalaust glaðvær og hjálpsöm við alla, einu sinni var hún gerð að hænsnahirði nágrannanna þegar þau voru að heiman, þetta fannst mér mikið ábyrgðarstarf og var stolt af að fá að vera með. Við vorum oft að passa börn á kvöldin þegar við vorum farnar að stálpast, þá datt henni gjarnan í hug að laga til, á þessum tíma var ekkert sjón- varp svo við drifum í að hreinsa og taka til, Fríða kunni vel til verka og þetta varð skemmtilegur leikur, allt átti að vera fínt þegar fólkið kæmi heim. Nú seinni árin höfum við ferðast talsvert saman og þá í félagsskap okkar frábæru karla sem kunna vel að meta slóðir mæðra okkar, eyði- byggðirnar fyrir vestan með sínum einstaka gróðri, dýralífi og björgum. Við fórum líka í frábæra ferð til Evr- ópu fyrir hálfu öðru ári, minningarn- ar eiga eftir að gleðja um ókomna tíð. Það var ótalmargt sem mín kæra trausta vinkona kenndi mér um lífið og tilveruna sem ég er þakklát fyrir. Elsku Gunni, Gunnar Atli, Ragn- heiður og Hákon og þeir mörgu sem sárt sakna, það er ekkert sem sviptir mann þeirri reynslu að hafa átt þessa dásamlegu konu að. Guðríður H. Benediktsdóttir. Í dag kveðjum við með virðingu og söknuði okkar elskulega samstarfs- félaga og vin, Fríðu Ólafsdóttur. Hún var hlý, góð og starfsöm eins og sagt er, féll aldrei verk úr hendi. Fríða átti hug allra sem henni kynntust, ekki síst foreldra og barna sem sótt- ust öll eftir að vera í návist hennar. Fríða var mikill göngugarpur og náttúruunnandi, hún var dugleg að miðla okkur af fróðleik sínum um fuglanöfn og gróður. Sumar okkar voru svo lánsamar að ganga með henni til fjalla og eru það ógleyman- legar ferðir. Einnig eru ógleyman- legar allar starfsmannaferðirnar jafnt innanlands sem utan þar sem Fríða lék alltaf á als oddi og hélt uppi fjörinu með söng og gamanyrðum, enda mikil félagsvera. Fríða var búin að berjast við krabbamein í mörg ár og fara í margar lyfjameðferðir með já- kvæðni og sterkan baráttuvilja að vopni. Hún mætti alltaf til vinnu þeg- ar hún treysti sér til og var ekki á því að gefast upp. Síðastliðið sumar bauð hún börnunum á deildinni sinni í garðinn sinn. Hún var búin að taka til leikföng og setja út í garð, við hjálpuðumst svo að við að baka vöffl- ur ofan í allan barnaskarann. Þann dag var yndislegt veður, sól og hlýtt og þannig var hún Fríða okkar líka, hlý og yndisleg með góða nærveru. Minningin um Fríðu mun lifa í hjarta okkar um ókomin ár. Við er- um ríkari eftir kynni okkar við þessa miklu hetju. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífs þíns nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði nú sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Elsku Gunnar og fjölskyldan öll. Okkar innilegustu samúðarkveðjur og megi Guð styrkja ykkur á þessum erfiðu stundum. F.h. starfsfólks leikskólans Kópa- hvols, Þóra Júlía Gunnarsdóttir. Ég var svo heppin að kynnast Fríðu. Ég og Ragnheiður höfum ver- ið vinkonur í ca 24 ár, kynntumst fyrst á róló við Bjarnhólastíg og vor- um alla grunnskólagönguna í sama bekk. Fríða var ein yndislegasta mann- eskja sem ég hef kynnst, góðhjörtuð með eindæmum og hugsaði fyrst og fremst um þarfir annarra áður en hún hugsaði um sínar. Hún var alltaf brosandi og hress. Ég vann með Fríðu í eitt ár á Kópahvoli og elsta dóttir mín var á Spóadeild hjá Fríðu. Fríða var uppá- hald barnanna, alltaf til að í að fara í leiki með þeim. Það sást langar leiðir hversu vænt krökkunum þótti um Fríðu og hversu mikla virðingu þau báru fyrir henni. Ég á margar góðar minningar um Fríðu og ein af þeim er síðan í febr- úar á þessu ári og lýsir því hvernig Fríða var. Ég ákvað að fara með dæt- ur mínar að renna á sleða í brekkunni hjá Kópahvoli. Á leiðinni upp á Kópa- hvol mætti ég Fríðu og Ragnheiði sem komu akandi og voru á leið heim, Fríðu fannst ómögulegt að ég væri bara með einn sleða svo hún vildi endilega að ég kæmi og fengi gamla sleðann hans Hákonar sem væri úti í skúr. Fríða fór með okkur og Gunna út í skúr til að ná í sleðann og var hann notaður í nokkrar skemmtileg- ar salibunur. Fríða var yndisleg kona með stórt hjarta. Snert hörpu mína, himinborna dís, svo hlusti englar guðs í Paradís. Við götu mína fann ég fjalarstúf og festi á hann streng og rauðan skúf. Úr furutré, sem fann ég út við sjó, ég fugla skar og líka úr smiðjumó. Í huganum til himins oft ég svíf og hlýt að geta sungið í þá líf. Ég heyri í fjarska villtan vængjaþyt Um varpann leikur draumsins perluglit. Snert hörpu mína, himinborna dís, og hlustið, englar guðs í Paradís. (Davíð Stefánsson frá Fagraskógi.) Elsku Gunni, Ragnheiður, Gunnar Atli, Sonja, Hákon, Katrín, Kári og Kolbeinn, ykkar missir er mikill, við vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Björg Maggý Pétursdóttir, Aron Scheving Halldórsson og dætur. Hanna frænka mín er nú látin. Þá rifjast upp minningar bæði frá liðinni tíð og þeirri tíð sem nær er. Hugurinn leitar aftur til bernsku minnar á Brekastíg 18 í Vest- mannaeyjum en þar bjuggu afi, amma, Hanna og Friðrik. Þetta var fjölskylduhús. Þar dvaldi ég löngum stundum og fékk að vera með í því sem fullorðna fólkið var að gera. Hanna og amma voru afar samrýmdar og ég fékk iðulega að fara með þeim m.a. í heimsóknir, jólaboð o.fl. Mér er minnisstætt þegar ég fékk að fara með þeim á fullorðinsleiksýningu um kvöld. Það var toppurinn á tilverunni og svo var komið við í sjoppu á heim- leiðinni og keypt gotterí. Það var gott að vera á Brekó eins og við systkinabörnin kölluð- um þetta hús. Ég var ýmist að skottast inni hjá ömmu og afa eða uppi hjá Hönnu og Friðrik. Ég minnist atviks er ég átti bágt með að sofna og Hanna náði þá í gít- arinn og fór að spila fyrir mig. Við sungum alls konar vísur sem við sömdum á þeirri stundu og skemmtum okkur hið besta. Þetta gladdi litla stelpu svo sannarlega. Jólaboðin á Brekó eru minnisstæð. Þar voru alltaf skemmtiatriði og Hanna stóð fyrir þeim. Hún hélt Jóhanna Herdís Sveinbjörnsdóttir ✝ Jóhanna HerdísSveinbjörnsdóttir fæddist í Vest- mannaeyjum 16. jan- úar 1929. Hún lést á Landspítalanum, Landakoti, 25. októ- ber 2009 og var jarð- sungin í Kópavogs- kirkju 6. nóvember. tískusýningar, klæddi okkur bræðrabörnin sín upp í alls konar föt, hatta og tilheyr- andi. Endalaust var hún til í að skemmta og gleðja. Hún elsk- aði tónlist og spilaði á gítar. Hagmælt var hún og liggur eftir hana mikið af kveð- skap. Hún hafði þann sið, meðan heilsan leyfði, að semja af- mælisljóð til vina sinna. Þessi ljóð voru alltaf við lag og voru sungin í af- mælisboðunum og skapaði þessi söngur skemmtilega stemmningu. Þennan háttinn hafði hún einnig á í sínum afmælum, en hún var mikið afmælisbarn og hélt alltaf upp á þann dag. Ljóð dagsins, eins og hún nefndi það, var límt upp á vegg og stundum var það myndskreytt. Eftir að ég varð fullorðin fækk- aði samverustundum okkar en hún var alltaf innilega þakklát fyrir hverja heimsókn eða símtal. Heim- sóknirnar voru alveg einstakar. Við kveiktum á kerti, drukkum kaffi í eldhúsinu og oftast suðusúkkulaði með. Suðusúkkulaðið var í sér- stöku uppháhaldi hjá henni. Henni fannst það jafnvel gott við svefn- leysi. Svo var farið í stofuna, sung- ið svolítið og spjallað um heima og geima. Hanna og Friðrik höfðu al- veg einstaklega góða nærveru. Mér fannst ég alltaf fara betri mann- eskja heim til mín eftir þessar heimsóknir. Ég kveð þig núna, elsku Hanna mín, eins og ég gat sem betur fer gert á meðan þú varst á spítalan- um. Það er mér mjög mikilvægt. Ég nota þín orð eins og þú sagðir við mig eitt sinn þegar ég kom til þín. „Þakka þér fyrir allt“. Elsku Rikki , Eygló, Jóhanna og Kristín. Við Reynir vottum ykkur okkar dýpstu samúð, en undan- farnir mánuðir hafa verið ykkur svo þungbærir. Henný Júlía Herbertsdóttir. Jóhanna Herdís var gift Friðriki Péturssyni bekkjarfélaga mínum í Kennaraskóla Íslands en við út- skrifuðumst vorið 1948. Ég kynnt- ist henni á bekkjarfundum á nokk- urra ára fresti eftir að þau hjónin fluttust frá Vestmannaeyjum í Kópavog. En svo kynntumst við miklu betur eftir að við Friðrik vorum báðir hættir í starfi og hitt- umst kannske mánaðarlega yfir vetrartímann á skemmtifundum Félags kennara á eftirlaunum en þar er oft ágætt að koma og gleðj- ast með góðum vinum. Mér var ljóst frá fyrstu kynnum að hún var vel að sér um íslenskar bókmenntir. Hún dáði alveg sér- staklega ljóð með ljúfri hugsun og fagurri hrynjandi og naut þess að heyra þau flutt eða sungin. Hún fann „sinn rauða stein“ með því að hlusta, greina og kanna ljóð og sögur. Þannig eignuðumst við ætíð ánægjustundir yfir kaffibollum bæði á Borgarholtsbraut 20 og í Ljósheimum 8-A. Ég votta Ríkharði syni hennar og sonardætrum innilega samúð mína og kveð Jóhönnu Herdísi Sveinbjörnsdóttur með eftirfarandi ljóðlínum: Elfur tímans áfram streymir út í gleymsku hyl. Ekkert megnar móti standa né móta nokkur þáttaskil. Þannig áfram ævin berst og líður. Lokastundin stendur kyrr og bíður. (SK.) Sigurður Kristinsson. Hjálmar Jóhann Níelsson ✝ Hjálmar JóhannNíelsson fæddist á Seyðisfirði 15. nóv- ember 1930. Hann andaðist þriðjudaginn 20. október 2009 og var útför hans gerð frá Seyðisfjarð- arkirkju 30. október. Meira: mbl.is/minningar Minningar á mbl.is Jódís Stefánsdóttir ✝ Jódís Stefáns-dóttir fæddist á Norður-Reykjum í Hálsasveit í Borg- arfirði 31. október 1927. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Eir í Reykjavík 27. september sl. Foreldrar hennar voru hjónin Stefán Þorvaldsson, bóndi á Norður-Reykjum, f. í Hægindi í Reyk- holtsdal 24. júní 1892, d. 28. október 1971, og Sigurborg Guðmundsdóttir, f. í Dyngju á Hellissandi 24. september 1899, d. 5. ágúst 1978. Jódís var elst sex systkina. Systkini hennar eru: Guðríður, f. 8. desember 1930, búsett í Lindarbæ, Reykholti. Þorvaldur, f. 15. júlí 1932, búsettur í Reykjavík. Kona hans Sveinbjörg Jónsdóttir. Þau eiga fimm börn. Guðrún Sigríður, f. 30. mars 1935, búsett í Reykjavík. Maki Óskar Ósvaldsson. Snæbjörn, f. 14. ágúst 1936, d. 5. janúar 2006. Sam- býliskona Kristrún Valdimarsdóttir. Snæbjörn átti fjögur börn með fyrr- verandi konu sinni, Helgu Benedikts- dóttur. Þórður, f. 15. október 1939, búsettur á Arnheiðarstöðum sem er nýbýli út frá Norður-Reykjum. Kona hans er Þórunn Reykdal og eiga þau tvo syni. Þórður á kjördóttur frá fyrra hjónabandi. Eiginmaður Jódísar var Hálfdán Daði Ólafsson, f. í Bolungarvík, 3. ágúst 1926, d. 26. september 1993. Börn þeirra eru: Margrét, f. 19. sept- ember 1953. Maki Benedikt Jónsson. Hún á fjögur börn, Sigurð Hálfdán, Guðna Frey, Snædísi Perlu og Húna. Hlédís Sigurborg, f. 31. júlí 1956. Maki Gunnar Sigurðsson. Þau áttu þrjú börn, Róbert Anna, Jódísi Tinnu sem lést á fyrsta ári og Sunnu Kamillu. Stefán Grímur, f. 24. júlí 1958. Maki Rigmor Rössling. Hann átti einn son, Brynjar, sem lést árið 2000, 24 ára að aldri. Móðir hans er Bylgja Braga- dóttir. Kristján Gunnar, f. 4. ágúst 1960. Maki Guðríður Magnúsdóttir. Dóttir þeirra er Elín Arna. Jóna Daðey, f. 11. september 1961. Maki Albert Kristjánsson. Þau eiga þrjú börn, Kristján, Halldór og Daðeyju. Guðrún Sigríður, f. 29. október 1963. Maki Gunnlaugur Guðmundsson. Þau eiga tvö börn, Birki Snæ og Jódísi Erlu. Fyrir átti Guðrún Silju Dögg. Faðir hennar var Sigurður Sveinsson, d. 4. júlí 2004. Barnabörnin voru 15 (tvö eru látin eins og áður kom fram; Brynjar og Jódís Tinna). Barna- barnabörnin eru 11. Jódís ólst upp á Norður-Reykjum til fullorðinsára. Hún stundaði nám í Héraðsskólanum í Reykholti í tvö ár eftir skyldunám. Um tvítugt fór hún að fara til starfa í Reykjavík að vetr- inum en var heima að sumrinu. Hún stundaði ýmis störf fram að giftingu. Frá árinu 1965 vann hún hins vegar ávallt fullan vinnudag, fyrst í Hrað- frystistöðinni og síðan hjá Bæj- arútgerðinni. Seinna á lífsleiðinni vann hún við framreiðslustörf, á Kránni og í Múlakaffi. Hún vann einnig hjá Holl- ustuvernd en síðustu starfsár sín vann hún hjá Síldarréttum í Kópavogi. Útför Jódísar fór fram 6. október. Meira: mbl.is/minningar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.