Skólablaðið - 01.04.1960, Blaðsíða 4
- 124 -
áhugasamir og fyrr, en höfðu þó enn gam-
an af. Þetta var líka þaö bezta, sem
þeir gátu gert af sér um borð, því að
skip er einangraður heimur, sem útilok-
ar alla dægrastyttingu utan þess sjálfs.
Þeir söknuðu margra hluta úr landi, en
vildu þó ekki hverfa frá borði, þegar
skipið lagði aftur úr höfn eftir skamma
viðstöðu á grasivaxinni lítilli eyju.
Það þurfti að endurnýja birgðirnar.
Þeir, sem hafa fengið nóg af sjónum,
stíga af skipsfjöl og horfa á skipið hverfa
sjónum. Ánægja þeirra yfir að hafa fast
land undir fótum er þó ekki óblandin.
Þeir sjá eftir félögum sínum um borð og
skammast sín innst inni fyrir að hafa
látið sjóveikina buga sig. Þeir hefðu átt
að harka af sér eins og hinir. Svo .er
líka eitthvað seiðandi við hinn dularfulla
áfangastað skipsins, sem vekur enn hjá
þeim sjálfsásökun. Maður sér of seint
hið sanna í hlutunum.
En skipið siglir sinn sjó. Það þræðir
þröng sund milli hvítfyssandi boða, og
þverbeygir framhjá drangi, sem rís hátt
yfir hafflötinn. Hann er gráflekkófctur og
efst á honum sitja nokkrir skarfar.
Alltaf ber eitthvað nýtt fyrir sjónir manns
og hásetarnir eru óþreytandi að útskýra
og segja frá. Dagarnir líða, einn tekur
við af öðrum. Þeir verða hver öðrum
líkir, þegar á líður, og deyfð færist yfir
farþega sem fyrr. Farþegar er ekki
lengur rétta orðið, þeir hafa unnið sér
þegnrétt á skipinu og aðeins örfáir verða
eftir í landi næst þegar skipið tekur
birgðir. Enn er siglt og enn eru þrædd-
ar krókaleiðir milli skerja. Árvökul
augu stýrimanns og háseta halda skipinu
á réttri braut, og hinir unjju matrósar
kunna einnig nú orðið allgóð skil á starf-
semi fleytunnar. Enn er komið í höfn,
og nú er þeim tilkynnt, að þetta sé síð-
asta birgðastöðin. Þeir stíga ölduna og
þykjast fullgildir sjómenn, þegar lagt er
upp frá síðustu höfninni. Nú fylgjast
þeir með störfum hásetanna af vana en
ekki af brennandi áhuga eins og fyrr.
Það eina, sem þeir nú hafa sannan áhuga
á, er að vita eitthvað nánara um áfanga-
stað sinn. Þeir spyrja hásetana, en fá
litlu gleggri svör en fyrr.
Skipið nalgast yztu rif skerjagarðsins.
Enn er kyrrt í sjóinn, en þungur niður
undiröldunnar heyrist handan rifjanna.
Það er gefin skipun um að skjóta út báti.
Skipið er nú státt mitt í síðasta sundinu,
og verki áhafnarinnar er lokið. Hún stíg-
ur í bátinn, sem þegar leggur frá og
siglir til lands. Ungi hópurinn í skipinu
tekur vart eftir því, að þeir eru skildir
einir eftir um borð. Síðustu skerin eru
nú að baki þeirra og framundan er opið
haf, sem engin endimörk virðist hafa.
Markinu er náð, en þeir finna, að þetta
er aðeins fyrsti áfangi. Þeir munu leggja
á hafið en hika þó við. Hvert eiga þeir að
stefna? Hvert liggur leiðin?
Hér stöndum við í dag, dimittendi, og
spyrjum okkur þessarar spurningar.
Um allan heim eru þúsundir af ungu fólki,
sem leitar svars við sömu spurningu.
En hverju skiptir það okkur, hvaða ákvörð-
un hinir ungu útlendingar taka í þessu máli?
Eigum við nokkra samleið með þeim?
Ég er hræddur um, að þetta mál varði ótví-
rætt allar þjóðir, hvar í flokki, sem þær
standa. Þetta er alþjóðlegt^vandamál, og
það ríður á miklu, að það fái raunhæfa
lausn. Framtíð mannsins á jörðunni getur
jafnvel verið undir því komin, hvernig
spurningunni er svarað. Við skulum hverfa
aftur í tímann um nokkrar aldir og hugleiða
þessi mál.
f lok miðalda var skólaspekin ríkjandi
stefna, sem ýmist mótaði allar andlegar
hræringar til vísindaiðkana, eða gekk þeg-
ar í stað af þeim dauðum. Þessi stefna
hélt þó ekki velli til lengdar. Hún var dæmd
til að víkja, því að hún stóð í vegi fyrir öll-
um framförum og var sannkölluð stöðvunar-
stefna. í kjölfar hennar fylgdu brátt fram-
kvæmdir í öllum vísindagreinum, en þó var
enn óljóst að hverju þar stefndi.
Á seinni hluta ló.aldar eru línurnar farnar
að skýrast. Þá lifa í Englandi Bacon og
Shakespeare, sem telja má forvígismenn
hinna tveggja ólíku meginstefna, er hæst
bar. Bacon sótti fram undir merki raun-
vísinda. Hann rannsakaði hlutina empírískt
og tók ekki mark á öðru en því, sem þreifað
varð á. Hjá honum var efnishyggjan á odd-
inum. Shakespeare fer aðra leið. Hjá hon-
um er maðurinn það, sem mestu máli
skiptir. Það er mest um vert að gera ser
grein fyrir sálarlífi mannsins, hugsunum
hans og tilfinningum. Manninum er miklu
nauðsynlegra að þekkja sjálfan sig en hlut-
ina í kringum sig.
ífljótu bragði virðast þessir tveir
straumar stefna í gagnstæðar attir, enda
skarst brátt í odda með þeim. Stefna