Skólablaðið - 01.04.1960, Blaðsíða 27
- 147 -
aö hjá Pound se ekki að finna neinar sérlega frumlegar hugsanir, enga sérstaka opin-
berun lífsins, engar djúpar tilfinningar. Það frumlega við kvæði Pounds er formið,
ekki innihaldið. Enda álítur Blackmur beztu þýðingar hans það bezta, sem hann hef-
ur gert. Hvort sem þetta er rétt eða ekki, er það staðreynd, að þýðingar Pounds
eru með stærstu framlögum hans til békmenntanna.
Viðfangsefni Pounds eru margvísleg, sérstaklega í fyrri kvæðum hans, en þar
ber mikið á illgirnislegri fyndni. f síðari kvæðum er yrkisefnið oft nútíminn, skoðað-
ur með hliðsjón af mannkynssögunni. Pound er mjög vel að sér í sögu, sérstaklega
grískri og rómverskri. Fyrir utan Söngvana eru tvö af kvæðum hans það viðamikil,
að hægt sé að tala um þau hér. Það eru kvæðin Hugh Selwyn Mauberley og
Homage to Sextus Propertius.
Huj*h Selwyn Mauberley er nokkuð langt kvæði og fjallar um skáld nokkurt,
sem er halfvegis í nítjándu öldinni og hálfvegis í þeirri tuttugustu. Skáld þetta á
erfitt uppdráttar, og er kvæðið að nokkru leyti árás á þær kringumstæður, sem því
valda. KvæðiC hefst á þessum línum:
For three years, out of key with his time,
He strove to resuscitate a dead art
Of poetry, to maintain "the sublime"
In the old sense. Wrong from the start -
Kvæðið heldur áfram og lýsir andstæðum milli nútímans og "the sublime in
the old sense", og inniheldur, eins og mörg kvæði skáldsins, mikið af tilvitnunum í
fornbókmenntir, goðafræði og sögu.
Homage to Sextus Propertius er þýðing á köflum úr Bók II og III af Elegíum
Propertiusar. Þýðingin er þó langt frá því að vera bein; Pound raðar, sleppir,
dregur saman og bætir sums staðar við frá eigin brjósti til að útskýra eða gagnrýna.
Má því að mörgu leyti líta á Propertius sem frumsamið kvæði, þó þýðing sé.
Söngvarnir ( Cantos ) eru mjög fjölbreytilegir að efni, en mest af efni þeirra
er sögulegs eðlis. Þar sem ég hef ekki lesið nema mjög lítið af þeim og þeir eru
auk þess torskildasta verk Pounds, mun ég ekki lýsa þeim nánar hér.
Sem sýnishorn af Ijóðum Povmds hef ég valið nokkur stutt kvæði úr Lustra.
S.H.
THE BATH TUB
As a bathtub lined with white porcelain,
When the hot water gives out or goes tepid,
So is the slow cooling of our chivalrous passion
O my much praised but-not-altogether-satisfactory lady