Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.04.1960, Blaðsíða 23

Skólablaðið - 01.04.1960, Blaðsíða 23
- 143 - eitt allsherjar listafélag, sem sjá skal um alla listræna starfsemi Menntlinga. Um gagnsemi þessarar nýbreytni skal ekki fjölyrt hér atS sinni, því aG hun mun öllum lýðum Ijés, enda hefur félagið starfað með meiri bloma í vetur en smá- félögin gerðu öll til samans í fyrra. Mun það ekki sízt að þakka ágætri stjórn hins ötula forseta. Hins vegar hefur al- menningur sýnt fyrirtækinu hið megnasta áhugaleysi og er hörmulegt til þess að vita. Þess hafa jafnvel verið dæmi, að innan við tvö prósent af nemendum skól- ans hafa mætt á listkynningu. Þetta er því furðulegra, að vitað er um marga gáfumenn, sem mikinn áhuga hafa á því, sem þar er fram borið, en mæta þó eigi. Sumir hafa borið formanninum það á brýn, að hann miði listkynningar við miklu þroskaðri smekk en almenningur hefur, honum væri nær að kynna þau verk, sem menn þekkja eitthvað, en þeir, sem þetta segja, eru um leið koknir í mót- sögn við sjálfa sig, því að það er vitan- lega óþarfi að kynna verk, sem menn þekkja. Hinar ýmsu deildir félagsins hafa starfað misjafnlega, og mun tónlistardeild bera af. Bokmenntadeild hefur haldið tvær kynningar. Ekki var ég ánægður með þá síðari, en þar voru kynnt þrju bandarísk skáld og rithöfundar. Lásu þeir sjálfir upp ur verkum sínum af grammofónplötum og einnig var lesið upp eftir þá. Flest var þetta á ensku og mun það hafa farið fyrir ofan garð og neðan hjá sumum, því að það þarf reglulega góða enskukunnáttu til að geta notið slíks. Gæti bókmenntadeildin tekið sér til fyrir- myndar kynningu þá á verkum Steins Steinars, sem Bragi hélt í fyrra. Ein tónlistarkynning hefur farið fram á sal. Var hún í sambandi við 150 ára af- mæli Chopins. Kynning þessi fór hið bezta fram og var ágæta vel sótt. Væri það mjög athugandi fyrir listafélagið að fá einhverja af fremstu hljóðfæraleik- urum bæjarins til að flytja hljómleika á sal. Yrði það efalaust vel þegið. - En meðal annarra orða, hve lengi ætla menn að láta listafélagið starfa nafnlaust ? Ættu menn að nota sumarleyfið til að finna gott nafn á félagið og bera það undir fyrsta skólafund næsta vetrar. Kvikmynd a_s_ý_n_i_n_g_a_r_I _f þ ö ku . Sú nýbreytni var tekin upp í fyrra að sýna úrvalskvikmyndir í Iþöku. í fyrra var sýnd hin fræga mynd "Pot- emkin", en í vetur "Skanderbeg" og "Eftirlitsmaðurinn". Þessar kvikmynda- sýningar hafa yfirleitt verið vel sóttar og mætti gera meira af slíku. Úrvalskvikmyndir er hægt að fá leigðar á ýmsum stöðum og má sízt kynna minna af þessari tegund listar en öðrum, eink- anlega þegar þess er gætt, að svo virð- ist sem hún sé einna auðmeltanlegust fyr- ir almenning. Hins vegar er það hið hörmulegasta menningarleysi að nota kvikmyndavélar þær, sem félagsheimilið hefur til umráða til sýningar á teikni- myndum og öðru léttmeti af þeirri teg- undinni, sem ekki eru sýndar nema a þrjú sýningum á sunnudögum. Ber það Menntlingum ófagurt vitni, hve vel þessu er tekið og að eitt félaga skól- ans skuli nota sér þetta til að draga fólk að fundum sínum. Þorsteinn o g__vi_l_l i_ö_nd i n . Eins og menn rekur minni til skrifaði Þorsteinn Gylfason ágæta grein í Skóla- blaðið. Drap hann þar m. a. á þá hug- mynd að stofna leshringi í skólanum, þar sem menn kæmu saman, læsu ýmis merk rit og ræddu þau síðan. Þessi hugmynd mun einnig hafa komið fram um það leyti, sem listafélagið var að hlaupa af stokkunum. Því miður hef- ur þessu ekki verið sinnt. Hugmyndin er stórlega athyglisverð og er það til- valið fyrir hina tilvonandi stjórn lista- félagsins að beita sér fyrir framkvæmd þessa, og gæti hún vafalaust haft samráð við fleiri aðila, ef henni byði svo við að horfa. A_nd 1 e j* t _l_í_f _m_e_n_n_tj_i_n_g_a_. Andlegt líf menntlinga hefur yfirleitt verið fremur bágborið í vetur. Smásagnasamkeppnin gekk ekki vel og varð að lengja frestinn um viku, áður en nokkur saga barst. Svo þegar dómnefnd loks kvað upp úrskurð sinn, var hann ekki uppörvandi : engin saga taldist verð-

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.