Skólablaðið - 01.04.1960, Blaðsíða 10
130 -
-..
ti'HLnikTLlkT
1=1 £ o
(1 =3 i t
u 1 röR, L in
n 0
Allir vita, aS hlutir eldast misjafnlega
vel, tré fúna og feyskjast, blöð rotna og
mygla, en hið hálffertuga SkólablaS hefur
eins og sumt gamalt fólk bæSi lagzt í
kör og gengiS í barndóm.
Fyrrum var hér oft margt ritfærra
manna og stílsnillinga í skólanum, er
ortu og skrifuSu í SkólablaSiS, greinar
um þjoSfélagsmál og annaS, sem uppi var
á teningnum. ÞaS var, þegar blaSiS var
uppá sitt bezta. Menn ættu aS vera
minnugir þess, aS eitt sinn voru 16 skáld
í fjórSa bekk.-----En einsog fsborgar-
æskan og Borgaræskan, sem vart er tal-
andi, eru Menntaskólanemar varla skrif-
andi, ef dæma á eftir stíl SkólablaSsins.
Þar apar hver upp eftir öSrum andskot-
ans tilgerSina og hégómann.
Þessir ritsnillingar hafa veriS aS endur-
bæta hinn gamla, Ijóta og leiSa Kansellís-
stíl, meSþvíaS auka hann af latínuslettum,
dönskuslettum, ásamt fyrndum íslenzkum
orSum. Árangurinn verSur hinn svokall-
aSi Menntaskólastíll, Ijótasta stíltegund
sem til er, ekki vitund betri en hvers-
dagslegar minningargreinar í dagblöSum
borgarinnar. VerSur ekki á milli sés,
hvor stíltegundin tekur hinni fram í lág-
kuruhætti. En þaS tekur út yfir allan
þjófabálk, þegar ritstjóri og aSrir álíka
blekiSjumenn taka aS sér starf nýyrSa-
nefndar og smíSa orS og orSatiltæki.
Gott dæmi er orSiS " persónuleikabreiS-
menni", sem ég hef ennþá ekki skilið, en
mér er nær aS halda, að "persónuleika-
breiðmenni" sé ungur maSur meS sukku-
laSiandlit, er breiSir úr sér á göngum
skólans að morgni dags og ætlar af ein-
tómri kurteisi að kæfa ungmeyjar í faðm-
lögum, í þeim eina tilgangi að bjóða þeim
góðan daginn. AnnaS gott dæmi er orð-
takið "að vefjast tunga um fót".
Fyrr má nú vera tungan ! Alkunna er,
að þegar skepnur þrífa sig, þá sleikja
þær allan kroppinn og einkum fæturna,
þvíað þeir eru jafnan skítugastir.
Sennilega er orðatiltækið upprunnið frá
þeirri athöfn.
Einsog það virðist ofviða hinni "ungu
og óþroskuðu ritnefnd" að lagfæra stíl
Skólablaðsins, er henni algjörlega um
megn aS greina á milli þess, sem er
klám og hins, sem ekki er. Þessvegna
hefur hin "unga og óþroskaða ritnefnd"
orðið að leita til ábyrgðarmanns, sem
oft er illa valinn. Hefur stundum brunn-
ið við, að þeir telji, að jafn bernskum
unglingum og okkur Menntlingum hæfi
bezt greinar og sögur, sem birtast. tíðum
í barnablöðum templara og Ljósberanum.
Gott dæmi um þetta er greinin Vinátta,
sem birtist í síðasta blaði. AS vísu er
hún sæmilega skrifuð, en á hvergi heima
annars staðar en í þættinum "Með sínu
lagi" í Tímanum. En "skáldið" Björn
Bragi sér um þann þátt.
Einu sinni kom þessi ritsmíð á barna-
prófi: "Þat var hunt, so - góur hunt.
Þeta var lóðhunt. " Þessi ritgerð táknar
ólíkt betur viðhorf barns til hunds en
grein G.A. Hinn bernski unglingur sér
fyrir sér lóðahundinn, sem er hrakinn og
af öllum hrjáður, en er í raun og veru
ágætishundur, miklu betri en mannhund-
arnir. En barnið kennir innilega í brjósti
um hundinn og rennur til rifja hin illa
meðferð, sem greyið sætir.
Ef flett er SkólablaSinu sést, að slíkar
dýrasögur eru vinsælastar. Allfræg er
sagan "Ég varð yxna" eftir Lucatus, sem
birtist í síðasta blaði. Virðist hún hafa
sloppið framhjá fránum arnaraugum
ábyrgðarmanns, því aS sagan er helbert
klám. Blaðið birtir aukþess heldur sóða-
lega mynd af afturenda kýrinnar.
Jafnvel AlþýðublaðiS í öllum sínum kyn-
órum hefði aldrei lagzt svo lágt að birta
slíka mynd. Ef blekiSjumenn ætla að
halda áfram aS skrifa um skepnur, þa
ráðlegg ég þeim að rita um ketti.
Kettir eru ákaflega greindar skepnur og
hafa næman bókmenntasmekk. Ég sann-
reyndi þetta nýlega.---
ÞaS var kvöld eitt í öndverðum marz-