Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.04.1960, Blaðsíða 21

Skólablaðið - 01.04.1960, Blaðsíða 21
- 141 - GLEYMDUR MÖGULEIKI Enn verma tindrandi solstafir grundina græna, og grasið þaö sprettur með sama ákafa og fyrr, og enn skartar trafinu sindrandi sóleyjan væna, og síðhærða fífan er ennþá í moldinni kyrr. Enn bíður landið með óþreyju heilbrigðra handa, sem helga því framtíðarvonir og baráttumóð, sem ungar og starfsfúsar leita sér óruddra landa, því lyngheiði og mýrafen geyma þeim ótæmdan sjóð. En sagan um konuna og manninn sem moldinni hlýða, er metin sem fyrirtaks efni í tilgangssnautt Ijóð, nu er svo komið að mönnum finnst maklegt að níða, moldina grasið og þann sem að akurinn tróð. Blygðunarroða skrýðist nu fölnandi foldin, fækkar í sveitum og tún prýða illgresi og steinn, sárt er að skynja að maðurinn, náttúran, moldin, hin máttuga þrenning er næstum því skáldskapur einn. G.S.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.