Skólablaðið - 01.04.1960, Blaðsíða 34
- 154
RENGURINN er að leika sér
fyrir utan húsiö. Þetta er gamalt hús,
ákaflega sérkennilegt, eins sérkennilegt
og mest má verða, jafnvel í Vesturbæn-
um. Það er einsog húsið hafi orðið til
úr einum fimm eða sex húsum öðrum og
kannski svolitlu af skipsviðum. Þetta hús
er hrófatildur þriggja kynsloða og þriggja
kreppna. Fyrst kemur við'bygging útfrá
aðal húsinu og viðbygging útfrá viðbygg-
ingunni og að lokum viðbygging útúr hin-
um enda hússins. Og svo eru kvistir á
þaki, hvor með sínu lagi, allt ákaflega
skrýtið.
Fyrir ofan húsið er gamall kálgarður,
sem stendur þó nokkuð hærra en húsið,
og þar uppí lóðinni eru skúrar og kumb-
aldar.
í kjallara hússins á hann jósep gamli
heima. Það er skrýtinn karl, hann jósep.
Hversdags er hann í samfestingi, sem
einu sinni var hvítur, nú er hann orðinn
svartur, sennilega fyrir langa löngu.
Á sunnudögum er hann á bláum fötum
með gylltum hnöppum og með kastskeyti
á höfði. Hann vinnur hjá Kol og Salt.
Hinummegin í kjallaranum á hún Fxna
gamla heima, hún er ákaflega gömul, og
ákaflega hrukkótt, þybbin, gömul kona,
sem um hvunndaginn er á blárúðóttri
svuntu og með heklaðan skýluklút á herð-
um, og þá talar hún aðallega um pólitíið
og helvítis kaupmanninn. Á sunnudögum
er hún á peysufötum. Þá les hún í
Biblíunni sinni um hann Guð, sem er svo
góður, tárast er hún hugsar um manninn
sinn sáluga, sem drukknaði, bakar svo
kannski pönnukökur á olíuvélinni sinni, og
sýslar svo með prjónana sína.
DG: EUB
Og í húsinu býr líka fullt af öðru
fólki, upp á lofti býr fólk, í kvistunum báð
um er fólk, jafnvel í skúrunum uppi í lóð
inni er líka fólk.
Þetta er veröld drengsins og Fínu
gömlu.
Hér hefur drengurinn átt heima frá
því er hann fyrst man eftir sér, eða frá
því að hún Fína gamla tók hann að sér,
foreldralausan aumingja, sem engan átti
að.
Drengurinn er ákaflega viljugur að
sendast fyrir fólkið í húsinu. Stundum
gefur það honum peninga fyrir, stundum
segist það ætla að gera það seinna.
En minni fólks í svona húsum er oft valt
að treysta.
Stundum er fólkið í húsinu fullt, og
þá gefur það drengnum peninga, sem
hann fer með til Fínu gömlu. Stundum
eru líka konur í húsinu, sem kyssa hann
og kalla hann elskuna sína. Þá verður
hann feiminn, en samt finnst honum þetta
eiginlega ekkert leiðinlegt. Þeir eru
nokkuð margir þeir dagar, sem hafa í
för með sér fullan mann í öðru hverju
húsi, og ef til vill svona hálf-viðvanings -
lega vísur daginn eftir :
Ég hef ei lyst til lífsins,
langar ekki í neitt,
hef ekki dug til að drepast,
né dug svona yfirleitt.
Vínguðnum binzt ég böndurrt
og Bakkusar sýp ég vín,
kneyfa svo kannski stundurri
kogara og aspiríri.
Það verður svo margt til hjá fólki,
sem hefur útsýni úr eldhúsgluggciborunni