Skólablaðið - 01.04.1960, Blaðsíða 16
"Eftir ragnarök rennur upp nýr him-
inn og ný jörð j er hún þá iðgræn og
akrar vaxa ósánir. Hefst þá ^ullöld ný
og fögur, en hið illa hverfur ur sögunni."
í lifanda lífi hafði mér ávallt fundist
óyggjandi sannleikur felast í þessum eld-
fornu spádómsorðum.
Mér hafði ávallt boðið í grun, að þau
ættu eftir að rætast á einhvern hátt.
En ég var satt að segja farinn að efast,
er við höfðum reikað lengi dags um
auðnirnar og næstum afmáðar rustir eyði-
leggingarinnar. Að kvöldi komum við á
grasi vaxnar hæðir.
Framundan lá frjósamur, iðgrænn dalur,
baðaður í eldrauðu aftanskini.
Ég kom auga á. mikla húsaþyrpingu, sem
teygði sig eftir botni hans.
"Hér gefur að líta borg þeirra jarðar-
búa, " sagði félagi minn, gyðings sálin,
sem var öllum sálum fróðari um hin
óæðri plön. "fbúar hennar eiga eitt sam-
eiginlegt. Þeir eru ýmist andlega eða
líkamlega skaddaðir af völdum KJARN-
OR KUS TYR JALDARINNAR MIKLU, ýmist
örvitar eða örkumlamenn. Hér eru sem-
sé saman komnar í einn stað, þær rúm-
lega tvö þúsund mannverur, sem lifðu af
mestu hörmungar, sem yfir mannkynið
hafa dunið. Hér eru þær að hefja nýtt
líf, mynda nýtt, fullkomið samfélag. "
"Hvernig geta þær myndað samfélag
og reist blómlega bústaði með ríkulegum
akurlöndum eins og hér blasa við, "
spurði ég vantrúaður.
"Hinir lemstruðu hafa aukið andlegan
þroska sinn. Hinir fávísu hafa óskert
líkamsþrek. Þetta gerir þeim kleift að
skipta störfum farsællega innan samfé-
lags síns, " svaraði félagi minn.
"Er þá ekki hætta á, að hinir vitru
misnoti aðstöðu sína og kúgi fáráðling-
ana, " spurði ég.
"Nei, " svaraði félagi minn. "Sam-
félag þeirra kennir sig við bræðralag,
og hér er mannúðarhugsjónin ríkjandi.
Stjórn þess lýtur hinum mikla RAFEINDA-
HEILA, sem HUGVITSMAÐURINN MIKLI
hefur gjört af hagleik sínum öllum mönn-
um til blessunar. Hin farsæla þjóðfélags-
skipan er fyrsta afrek þessarar dásam-
legu hugvits smíðar.
Með honum er hafinn nýr kapítuli í mann-
kynssögunni. "
Ég undraðist frásögn hans og starði
út yfir dalinn.
Og við tókum okkur andlega næturhvíld.
Að morgni lögðum við úr náttstað og
héldum til móts við mennina, tveir oefnis-
kenndir ferðalangar, tvær mannssálir,
sendar af öðru tilverustigi til að grennsl-
ast eftir afkomu þeirra meðbræðra okkar,
sem liföu af KJAR NOR KUST YR JÖLDINA
MIKLU. ^
Við fórum niður hlíðarnar, sem voru
samfellt gróðurlendi, vaxin kynlegum líf-
grösum, undarlegu samblandi nýrra, full-
komnari tegunda og gamalla jurtakynja.
Er við nálguðumst borgina, varð mér
starsýnt á undarlegar skepnur, sem héldu
sig í smáhópum undir stjórn forystudýra.
"Hvaða dýrategund er þetta, " spurði
ég. "Ég minnist hennar ekki úr dýra-
fræðinni, sem ég lærði í jarðlífi mínu. "
"Þetta er eina húsdýr jarðarbúa, af-
sprengi mjólkurkýrinnar, aðeins full-
komnara að byggingu og á hærra vits-
munastigi, " svaraði félagi minn.
Við héldum nú sem leið lá inn í borg-
ina.
í útjaðri hennar var vísindastofnun rík-
isins. Þar var framtíðarmaðurinn í
deiglunni.
Tveim einstaklingum, karli og konu,
höfðu verið látnir í té beztu eiginleikar
beggja hinna eftirlifandi hópa manna.
Þau voru fólgin í sóttheldu glerhúsi og