Skólablaðið - 01.04.1960, Blaðsíða 13
133 -
ööru. V eggirnir voru fóðraðir grænu
veggfóðri og undir þeim voru texplötur
til að bæta hljómburðinn. Við hliðina á
skrifborðinu var plötuspilari og á honum
var sjöunda sinfónía Síbelíusar.
"Hvaðan hefur þu fengið þessa hluti ?"
"Sumt hef eg keypt sjálfur, en annað
hefur mér verið sent að gjöf. Ég met
vináttuna mjög mikils, miklu meira en
nokkurt siðgæði og hef gaman að skiptast
á vinargjöfum. Einnig hef ég skrifast á
við ýmsa erlendis í nokkur ar. "
Því til merkis sýnir hann mér marga
kassa fulla af bréfum.
"Þu hefur ferðast talsvert sjálfur, er
það ekki? "
"Eftir aldri hef ég að líkindum gert
það. Foreldrum mínum er það að þakka,
að ég hef getað farið fjórum sinnum til
Evrópu og dvalið síðastlið sumar í
Bandaríkjunum. Mér finnst ferðalög
ómetanleg og er ég þar á öndverðum
meiði við Lao Tze, sem segir :
"Því víðförlari, sem maður er, því
minna veit hann". Ég hef kynnzt nýjum
siðum, hugsunum og listum og að loknu
stúdentsprófi ætla ég til Parísar."
"Hvernig finnst þér evrópsk menning
annars vegar og bandarísk hins vegar? "
"Að sjálfsögðu er ég ófær um að
leggja nokkurn dóm á þetta, en við verð-
um að hafa hugfast, að evrópsk menning
á sér miklu dýpri rætur og er því varla
sambærileg. Flest, sem kalla má há-
menningu I Bandaríkjunum, er aðkeypt
og stórglæsilegt, því að þeir hafa nóg af
peningum. T. d. finnst mér söfnin, leik-
húsin og hljómleikahúsin í New York,
Philadelpiu og Washington óviðjafnanleg.
Hins vegar gætu Bandaríkjamenn ekki
bætt sér upp fátæktina með hyggindum,
ef fé mundi skorta. "
"Hvernig geðjast þér að Bandaríkja-
mönnum? "
"Þeir voru mjög vinalegir og gestrisn-
ir, en ristu flestir ákaflega grunnt.
Þar virtist vera í tízku að hugsa ekki.
Allir kepptust við að vera eins og ná-
granninn og falla inn í heildina. Auðvit-
að eru gimsteinar í ameríska mannsorp-
inu eins og öðru sorpi, en þeir eru hlut-
fallslega sárafáir. Ég kynntist nokkrum
bráðgáfuðum og snjöllum mönnum, og þar
sem þeir voru ekki frægir, voru þeir
álitnir eitthvað andlega bilaðir.
Almenningsálitinu er annars aldrei treyst-
andi. Hvað viðvíkur hinu fræga ameríska
kvenfólki er ég sammála því, sem Freud
sagði í blaðaviðtali eftir komu sína frá
Bandaríkjunum : " American women are
an anti-cultural phenomenon. They have
nothing but conceit to make up for their
sense of uselessness." "
"Þú virðist ekki leggja mikið upp úr
lýðhylli ? "
"Nei. Almenningur hefur ímugust á
þeim, sem binda ekki bagga sína sömu
hnútum og aðrir. Ýmist eru þeir hafnir
til skýjanna eða troðnir í svaðið, og bil-
ið þar á milli er skammt. Um leið og
einhver byrjar að falla, hrópa allir :
Niður með hann !
Verknaður fjöldans er talinn réttlæta
framkvæmd hans. Þar ríkir ósanngirni,
grimmd og hlífðarleysi. Einstaklingur-
inn lítur a sjálfan sig sem sjónarvott
að sínu eigin ofbeldi. Lýðurinn vill elta
eitthvað, hvort sem hann skynjar mark-
miðið eða ekki. Hann er engum trúr,
sízt af öllu sjálfum sér eða hugsun
sinni. "
"Segðu mér, ert þú einn þeirra, sem
eru að bíða eftir e-m Godot? "
"Ég reyni að bíða aldrei eftir neinu,
því að biðin er oftast óskyld því, sem
við bíðum eftir. Einkenni biðarinnar
finnst mér, er að hún breytir óskynjan-
lega því, sem vænzt er, hefur það í
æðra veldi, magnar það, breytir snún-
ingsrás þess og er orðin fráleit hinu
upphaflega, ef það kemur á annað borð
í ljós. "
"Ég sé, að í hillunum eru ýmis rit
Freuds, hvernig finnst þér hann? "
"Mér finnst gaman og fróðlegt að
lesa rit hans, en ég dáist ekki að honum.
Hann gengur of langt í sálkönnun sinni,
en þess ber að gæta, að hann var braut-
ryðjandi, og þeim er oft nauðsyn að vera
öfgafullir. "
"Hvaða bækur heldur þú mest upp á
af bókum þínum? "
"Eðlilega er ég hrifnæmur eins og
annað ungt fólk og á mín öðlingsrit stund
og stund. ÞÓ eru þrjú rit, sem ég les