Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.04.1960, Blaðsíða 30

Skólablaðið - 01.04.1960, Blaðsíða 30
- 150 - L2LLL OLLLLLLLL Félagslxfiö má telja aö hafi veriö heilbrigt og fjörugt í vetur, einkum hvaö varöar Iþöku. Felagsheimilisnefnd hefur starfaö af firna- krafti og safnaö digrum sjóöum. Nefndin hefur mör^ stórvirki á prjón- unum og sum æriö kostnaöarsöm. Sá ljóöur er á raði margra, er íþöku sækja, aö þeir arka þar út og inn á skóhlífum, forugir upp aö eyrum. Fer slíkt illa meö parket^ólf og teppi. Slíkur sóöaskapur á ekki aö þekkjast á neinu byggöu boli. Skulu menn því gæta þess jafnan aö draga af sér skóklæöi sín, aö öörum kosti mega leirberar vænta útskúfunar ur þessari Paradís. Vondir hafa menn veriö viö blessaöan glókollinn hann Þráin og lítiö viljaö skrifa. Eru menn andlausir mjög, en hafa þó haft vit á því að skammast yfir þynnku Skólablaösins. Ritnefndarlimir eru allir pennaliprir, ungir menn, en eg frý þeim frekju og ósvxfni til þess aö rukka þá, sem á einhverju efni luma. LÍTILLA SANDA, LÍTILLA SÆVA.......... Á hinn bóginn á Framtíöin ekkert lof skiliö. Hefur hún starfað meö ömurlegu móti. Þegar þetta er ritað, hafa fimm fundir veriö haldnir og flestir bragðdaufir. Spilafífl hafa ráöiö þar lögum og lofum. Hefur starfsemi stjórnarinnar algerlega horfiö í skuggann hjá stór- virkjum bridge-imba. Mælskunámskeiö, sem Þórhallur og Einar Magg áttu aö standa fyrir.hafa dottiö upp fyrir vegg koju þeirrar, sem Framtíðarstjórnin hefur sofiö vært í vetrarlangt. NÚ hefur ný stjórn verið kjörin, og árna ég vini mínum, Ólafi R. , allra heilla og vænti alls góös af hans hálfn. FAR VEL. Senn líöur að dimission. Sjötti bekkur hefur veriö allskemmti- legur hópur manna og kvenna. Fjörugastur hefur veriö 6.-X. Er mikil eftirsjá aö mönnum eins og Hannesi H. , Siguröi Steinþórs- syni, Þórði Haröarsyni og Þorsteinum báöum. Hannes hefur stjórnaö Listafélaginu af miklum móö. Hafa allar deildir staöiö sig meö ágæt- um, nema hin ófullburða, leiklistardeildin. Þo tók hún á sig þá rögg aö efna til billegrar sýningar á hinu frumlega leikriti "Beöiö eftir Godot", og einnij* flutti Sveinn Einarsson, læröur maöur í leikhús- fræöum, erindi a vegum hennar um leikritun tuttugustu aldarinnar. LINGI^ LATJtNA. Töluveröar lagabreytingar ( og þær þarfar ) hafa verið sam- þykktar nýlega. Var töluvert betra aö sjá verk nýju nefndarinnar en orðhengilshátt þeirrar gömlu. Var þarft verk aö gera hana aftur- reka meö hugverk sín. Þo voru sumar þarfar greinar felldar fyrir múgmennsku sakir, og vei fúlmennunum, sem felldu eo ipso úr lög- unum. Eru máladeildarmenn og þeir í stæröfræöideild, sem fullt vit hafa, harmi lostnir, en Ásgeir Leifsson og raunvísindasnobbafélagið í 4.-Y gleðjast. _ . x . . ... Frh. a bls. 134.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.