Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.04.1960, Blaðsíða 18

Skólablaðið - 01.04.1960, Blaðsíða 18
- 138 - mínum óefniskenndu höndum til himins. "Því þá það. Solin er einmitt hið sterka afl í lífi hvers jarðarbúa. Hun er undirstaða lífsins á jörðunni. Hvort telur þií, að hafi verið ofar í hug- um foríeðra þinna að morgni dags, að biðja bænar eða gá til sólar? Hvort vekur meiri fögnuð í sál þinni, fornyrt bænaklausa eða bjartur og hýr sólskinsdagur ? Ég tel, að hér sé mannkynið komið nær sannleikanum en áður. " "Undarlega er slíkt mælt af þér gyð- ingssálinni. Var hið gamla testamenti ekki bók sannleikans í augum ykkar júð- anna? " spurði ég, vantrúarhundurinn ís- lenzki, ekki laus við háð. "Engin takmörk eru fyrir þekkingar- skorti lífveranna á hinum óæðri plönum," svaraði félagi minn. "Ég var vanþroska, en nú hef ég öðlast. nokkra yfirsýn yfir tilveruna. Að mínum dómi er mannkynið nú fyrst á réttri braut. " Ég sá það var eins óviturlegt að senna við gyðingssálina og alvísan yoga, svo að ég beindi samtalinu inn á nýjar brautir. í sama bili sló hin volduga BIG BEN nokkur þung högg. "Nú er fyrir mestu að nota tímann til hins ýtrasta, " mælti félagi minn, "þar sem orlof okkar er senn á enda og við verðum þá að hverfa á fyrra tilverustig. Er skynsamlegra að sjá sig um en teygja tímann með hjali. Skulum við nú hverfa héðan og heimsækja aðra hluta borgar- innar og fara sem víðast. " Við yfirgáfum FORUM ROMANUM með nokkurri eftirsjá, því að okkur fannst unun að hlýða á kórsönginn. Á reiki okkar um hina ýmsu hluta borgarinnar varð ég æ sannfærðari um sannindi þeirrar staðhæfingar félaga míns, að mannkynið væri nú fyrst á réttri leið. Er við komum aftur á FORUM ROM- ANUM var kórinn hættur að syngja. Þar voru aðeins nokkur vansköpuð börn, sem létu friðardúfur úr næfurþunnu efni flögra á milli sín. Þau voru frábrugðin jafnöldrum sínum í gamla heiminum. í svip þeirra var hvorki æskufjör né kátína, heldur rólyndi og íhygli þess, sem hefur staðið andspænis dauðanum. Mér fannst, sem í svip þeirra byggi bitrasta reynsla mannkynsins. Þegar við lituðumst enn einu sinni um af FORUM ROMANUM og virtum borgina fyrir okkur, varð mér að orði : "Áður en við yfirgefum þetta einstæða ríki mannanna, langar mig að spyrja þig einnar spurningar. Hvernig í ósköpunum getur slík viðreisn átt sér stað á jafn skömmum tíma? " "Það er ekki eins undarlegt og í fljótu bragði virðist, " svaraði félagi minn af sínu óbifanlega rólyndi. "Eins og þú veizt, höfðu menn einmitt ráðið ýmsar mikilvægustu gátur efnisins um það leyti, sem KJARNORKUSTYRJÖLDIN MIKJLA brauzt út. Sú þekking, sem menn höfðu þá aflað sér, er enn í góðu gildi og greiðir eins götu mannkyns og raun er á orðin. Og nu hafa mennirnir hlotið svo þunga hirtingu, að tryggt ætti að verða, að þeir misnoti ekki þekkinguna í fram- tíðinni eins hrapallega og þeir gerðu. " Þegar við litum að endingu yfir fram- tíðarbor^ina af hæðunum ofan dalsins, flugu mer enn í hug hin gömlu spádóms- orð : "Heist þá gullöld ný og fögur. . . " Ef til vill var hún loks runnin upp. Mér fannst sem nú fyrst væri eftir- sóknarvert að vera maður. G. A. SKÓLABLAÐIÐ Gefið út í Menntaskólanum í Reykjavík Ritstjóri : Þráinn Eggertsson 5. -B Ritnefnd : Gunnlaugur Geirsson 6. -B Guðjón Albertsson 5. -B Árni Ber^ur Sigurbjörnss. 4. -B Einar Mar Jónsson 4. -B Sverrir Holmarsson 4. -B Markús Ö. Antonsson 3. -D Auglýsingastjórar : Garðar Gíslason 4. -B Gunnar Gunnarsson 4.-B Ábyrgðarmenn : Guðni Guðmundsson og Ottó Jonsson, kennarar. Myndir drógu Gunnar Eyþórsson og Magnús TÓmasson. Garðar Gíslason sá um skreytingar.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.