Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.04.1960, Blaðsíða 35

Skólablaðið - 01.04.1960, Blaðsíða 35
- 155 - sinni útá sundin og yfir til Esjunnar og Akrafjalls. Það er einsog ungt fólk, sem býr í svona húsum, hafi einhverja hneigð til að skapa. Ef það getur ekki ort, hleður það niður börnum, eða syngur af tilfinning, en þegar það eldist, þá fer það bara að trúa á Guð. Hann Guð kemur í stað víns hjá henni Fínu gömlu. Þegar fólkið í húsinu leitar huggunar hjá Bakkusi í þessu lífsins bar- dúsi, sitja þau saman drengurinn og Fína gamla og syngja sálminn "Styrk mig að standa", sem móðir Fínu hafði kennt henni í bernsku, hvortmeð sínu lagi. í huga drengsins eru sumir dagar gottiríis-dagar og aðrir apóteks-dagar. Gottiríis-dagarnir eru, þegar útlend- ingarnir eru hjá ungu sjómannskonunni uppi á lofti. Þá er drengnum gefið sæl- gæti og peningar. Maður ungu konunnar er víst ógn sjaldan heima. Hann er sjó- maður. Apóteks-dagarnir eru venjulega daginn eftir, þá fer drengurinn í apótekið fyrir fólkið að sækja einhver meðöl, það er oft dálítið lasið, og þá fær hann líka stundum peninga fyrir og stundum á hann að fá þá seinna. En þegar að sjómaður- inn á loftinu er heima, þá leiðist drengn- um, þá fær hann ekkert tyggjó. Á kvöldin þegar drengurinn er háttað- ur, hann fer alttaf snemma að hátta, því annars tekur pólitíið hann, þá les Fína gamla fyrir hann úr Biblíunni sinni. Guðinn hennar Fínu gömlu er ákaflega strangur, og ef fólk er ekki ákaflega gott, fer það til Ijóta karlsins, sem er ogur- lega vondur og á heima niðri I jörðinni. En þó að Guð se svona strangur, þá er hann víst einhvernveginn góður x sér, minnsta kosti segir Fína gamla, að hann sé ákaflega góður. Þegar Fína hefur lok- ið við Biblíulesturinn, þá spyr hún dreng- inn, hvort hann langi ekki til hans Guðs, þar se ósköp gott að vera, hann taki alla til sín unga, sem honum þyki vænzt um. Þá segir drengurinn jú, því hann vill ekki særa hana Fínu gömlu, sem er honum svo góð. Dag nokkurn spyr drengurinn Fínu gömlu af hverjum stóra myndin sé, sem hangi á veggnum fyrir ofan rúmið þeirra. "Ha, skiliríð, " hváir Fína gamla, "það er af honum Jóni sáluga manninum mín- um. " Drengurinn hættir ekki að spyrja Fínu, fyrr en hún hefur sagt honum ýmislegt um sína yngri daga. Já, hún mátti sem sé muna sinn fífil fegri. Þau höfðu byrjað búskap fyrir austan, hún og mað- urinn hennar sálugi. En þau voru ekki nema tvö árin þeirra saman. Þá fór Jón í sjóinn og með honum í sjóinn fóru allir útvegir aðrir en mölin og trosið, því ekki vildi hún búa áfram. Og tveimur mánuðum síðar, fæddi hún dren^, andvana. Og síðan hafði hún ver- ið her í þessu húsi og lifað af því sem til féll, þangað til hún fékk ellistyrkinn sinn, og þegar hana vanhagaði um eitt- hvað, þá bað hún bara Guð, sem var svo óumræðanlega góður. Og svona líða dagarnir. Þeir líða svo fljótt, að áður en varir eru þeir orðn- ir að heilu ári, eða kannski tveimur. Einn daginn er tilbreytingarleysi hvers- dagsins og Guðs rofið. Hann Jósep gamli í kjallaranum' er víst orðinn vit- laus. Ættingjar gamla mannsins sejjja, að hann sé farinn að ganga í barndomi og geti eiginlega allsekki verið sjálfum sér ráðandi lengur. Jósep gamli tekur þetta víst ósköp nærri sér, en það stoð- ar ekkert hjá honum að mótmæla. Ef einhver læknir útí bæ segir um mann, sem hann þekkir ekki nokkurn skapaðan hlut, að hann sé brjálaður, þá er hann brjálaður og verður alltaf brjálaður. Og einn daginn koma þeir og taka Jósep gamla. Penin^arnir hans fara eitthvað og Jósep sjalfur allt annað. "Það gengur svona til í henni veröld, " segir Fína gamla og fólkið í húsinu, en þetta er of- vaxiö skilningi drengsins. Um ’sömu mundir er baldursbráin uppí lóðinni orðin gulgræn og angandi. Vorið er komið, það er eins fallegt og það bezt getur orðið í þessu umhverfi, og vekur einhverja þrá í brjósti drengs- ins, þegar hann horfir út á sjóinn. En vonbráðar fara dagarnir að styttast, halda áfram að styttast, þangað til alltí- einu er komið haust. Og þá verður til- veran aftur grá og fráhrindandi. En eitt er það, sem aldrei breytist. Það er fólkið í húsinu. Stundum er það gott, stundum vont, eins og gengur, stundum drekkur það líka brennivín, og ef einhver deyr, kemur annar í staðinn. Drengurinn er farinn að ganga í skóla, og nú getur hann párað fyrir hana Fínu J

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.