Skólablaðið - 01.04.1960, Blaðsíða 26
- 146 -
errir
Hólm&rsson:
Ezra
Ponnd.
EZRA POULD fæddist í Idaho, Banda-
ríkjunum, árið 1885. Hann stundaði nám
í Pennsylvaniuháskóla og Hamilton College
og tók M. A. próf í rómönskum málum.
Hann stundaði kennslu um tíma, en var
beðinn um að segja af sér, þar sem hann
þótti "too much the Latin Ouarter type".
Árið 1908 ferðaðist hann með gripaflutn-
ingaskipi til Gibraltar og gekk þaðan til
ftalíu, þar sem hann gaf út fyrstu bók
sína, A Lume Spento. Árið eftir hélt
hann til London og gaf þar út Personae
og Exultations. Hann bjó I Englandi til
1920 og varð brátt þekktur meðal skálda
og rithöfunda. Hann varð meðlimur
þeirrar samkundu, sem hittist I Harald
Munro bókaverzluninni í Museum Street,
og gaf út fyrsta úrvalsrit Imagista 1914,
ásamt Richard Aldington og H. D.
Pound'var þá tekinn til við þýðingar og
hafði þegar þýtt Ijóð eftir Cavalcanti.
Nú lærði hann kínversku og þýddi nokkuð
af kínverskum Ijóðum, sem birtust í
Cathay ( 1915). Á næstu árum gaf Pound
sig að ýmiss konar störfum. Það er
sagt, að hann hafi aðeins varið fimmta
hlutanum af tíma sínum til ritstarfa; hin-
um hlutunum hafi hann eytt við að hjálpa
vinum sínum á ýmsan hátt, bæði efnaleg-
an og andlegan. Af þeim, sem hann
veitti slíkan stuðning má nefna James
Joyce og myndhöggvarann Gaudier-
Brzeska. Á þessum tíma gaf hann út
þrjár ljóðabækur, Lustra (1916), Quia
Pauper Amavi (1919) og Hugh Selwyn
Mauberley (1920).
Þá hafði Pound fengið nóg af Englandi og
hélt til Parísar og síðan til Rapallo, sem
er smábær á ftalíu, skammt frá Genoa.
Þar bjó hann, þangað til hann var hand-
tekinn af bandaríska hernum árið 1945.
Þarna byrjaði hann á stærsta verki sínu,
Söngvunum ( Cantos ), sem hann hefur
unnið að síðan. Fyrstu þrjátíu söngvarn-
ir komu út í þremur áföngum milli 1925
og 1930. Milli 1930 og '40 jók hann tölu
þeirra upp í fjörutíu og einn. Síðasta út-
gáfan, The Pisan Cantos, kom út 1948.
Á stríðsárunum útvarpaði Pound áróðri
fyrir fasista frá Rom. Þegar bandaríski
herinn tók Ítalíu var Pound tekinn fastur,
fluttur til Bandaríkjanna og ákærður fyrir
föðurlandssvik. En stuttu fyrir réttar-
höldin var hann úrskurðaður geðbilaður
og settvir á geðveikrahæli. Þaðan var
honum sleppt fyrir stuttu síðan, og hélt
híann þegar til ftalíu, og dvelst þar nú.
Þetta mál varð til þess, að margir fengu
andúð á Pound, og þegar hann fékk
Bollingen verðlaunin 1948 fyrir The Pisan
Cantos, risu upp miklar deilur meðal
bandarískra gagnrýnanda, sem vart eru
slokknaðar enn.
Ezra Pound hefur alltaf verið umdeilt
skáld. Margir gagnrýnendur meta skáld-
skap hans lítils, og almenningi finnst
hann of torskilinn. En einnig eru til
margir, sem hafa mikið álit á Pound,
t. d. T„ S. Eliot, Allen Ta te og Sir Herbert
Read, svo einhverjir séu nefndir.
Þeir segja um hann: "... they are the
only poem of some length by any of my
contemporaries that I can read with
enjoyment and admiration. " ( Eliot um
Söngvana ), "few English poets laave
written so many fragments of perfect
verse" ( Read ) og "He is probably one
of two or three American poets who will
be remembered as poets of the first
order" ( Tate ).
Mörgum finnst Pound torsikilinn, en það
er í raun og veru ekki ne;ma hálfur sann-
leikur. Því þó meiningin I kvæðum hans
sé ekki alltaf augljós, ligjju.r það ekki I
því, að hugsunin, sem kvæðið er byggt á,
sé torskilin, heldur er þaíí kvæðið sjálft,
hinn ytri búningur, sem er flókið.
Örðugleikarnir eru allir á yfirborðinu.
Sumir hafa gagnrýnt Pound einmitt
fyrir þetta, t. d. R. P. Blacknaur, sem
segir um hann: "Mr. Pound is at his
best a maker of great verse; rather than
a great poet". Hann á við ineð þessu,