Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.04.1960, Blaðsíða 19

Skólablaðið - 01.04.1960, Blaðsíða 19
- 139 - HvalveiðivertítSin við ísland stendur yfir í fjora mánuði, sumarmánuðina. Gerðir eru út fjórir hvalbátar, hver með fjórtán manna áhöfn. Veiðarnar eru mjög háðar veðráttu, en hún olli mestu um hversu illa gekk síðastliðið sumar. Hvalveiðar eiga sennilega meira undir tíðarfari en nokkur önnur grein sjávarút- vegsins, þar sem hvorki má vera of hvasst nó of lygnt til þess að hvalblástrið sjáist. Bátarnir leggja afla sinn að landi við hvalstöðina í Hvalfirði, en hún er nú eina veiðistöðin hér, sem starfrækt er. Hvalstöðin hefur talsamband við bátana á tveggja tíma fresti frá klukkan 7 að morgni til klukkan 11 að kvöldi. Veiðisvæðinu er skipt niður í reiti, sem merktir eru inn á sjókort til að auð- velda þeim staðarákvörðun, sem þeir gefa oftast upp, þegar stöðin hefur talsamband við þá. Þegar bátarnir hafa verið að elt- ast við stygga hvali, getur það samt kom- ið fyrir, að skakkur reitur sé gefinn upp. Vistin um borð í bátunum er ekki eins ævintýraleg og margur hefur haldið. Sólarhringnum er skipt niður í tvær 6 tíma vaktir og þrjár fjögurra tíma vaktir. Standa menn þá tíu tíma annan sólarhring- inn og fjórtán tíma hinn. Oft standa menn þó meir en þetta, því að þeir, sem eiga frívakt, eru ætxð ræstir út, þá hval- ur er skotinn. Tveir hásetar eru á hvorri vakt með sinn hvorum stýrimann- inum. Skiptast hásetarnir á að standa við stýrið og upp í tunnu á klukkutíma fresti. Þegar komið er á miðin og veiðiveður er, þá er sett á leitarferð svokallaða, sem er um 10 sjómílur á klukkustund. Þegar tunnumaður gefur til kynna, að hann hafi séð hval, er sett á "go on"- ferð, sem eru rúmar 13 sjómílur á klukkustund. Þegar báturinn nálgast fer skyttan fram á "palla" ( hvalborð ) og hagræðir byssunni. Sjáist hvalurinn ekki, þegar komið á staðinn, er hægt á og jafn- vel stanzað alveg, eftir aðstæðum. Reyðar-hvalirnir eru frá um sjö upp í tuttugu mínútur í kafi.en búrhvalurinn ( spermurinn ) getur verið allt að 50 mín- útur í kafi. Spermurinn er annars mjög merkilegt dýr, þolir geysilegan þrýsting og getur eins og áður er sagt verið mjög lengi í kafi. Hér við land veiðist ein- göngu stór karlspermur. Sagt er, að þeg- ar hann eldist, leiti hann norður í kalda strauma til þess að losna við snigla, sem hafa setzt á hann. Settar eru ákveðnar kröfur um lág- marks stærð hvalanna, mismunandi eftir hvalategundum. Einnig er lagt blátt bann við að skjóta móðurhvali. Algengasta skotfæri á hval er frá 15 upp í 36 faðma. Þegar komið er nálægt hval, er áríðandi, að tunnumaður sé vel á verði og reyni að koma auga á hann í vatninu, til þess að skyttan viti, hvernig hann á að snúa byssunni þegar hvalurinn kemur upp. Stundum kemur fyrir að skjóta þarf fleiri en einum skutli í hval, svo að hann drepist. Þegar hann er dauður, er hann hífður að skipshliðinni, þar sem dælt er í hann lofti og sprautað í hann einhverju r otvarnarefni. Þrjátíu og sex til fjörutíu tímum eftir að hvalur er drepinn, verður hann að vera kominn til stöðvarinnar, þar sem hann er unninn. Afla hvers báts fyrir sig er skipt nið- ur í einingar. Fara mismunandi mörg lengdarfet í eininguna eftir því, hvaða hvalategund er um að ræða. Erfitt er að gera efni sem þessu nokkur skil, í svo stuttri grein. Ég vona samt, að lesendur verði að ein- hverju fróðari eftir en áður. 29/3 1960 Eggert Jónsson.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.