Skólablaðið - 01.04.1960, Blaðsíða 9
- 129 -
LJÓS_Í__MYR^RL_
Þær fregnir hafa borizt á ritstjórnarkontórana, aö ein bekkjardeild Skólans lifi sjálf-
stætSu menningarlífi, en það er 3.-D. Halda þeir kappar málfundi öðru hvoru í Fjósinu og
ræða landsins gagn og nauðsynjar. Þeir gefa einnig út Veggjalúsina, vélritað, mynd-
skreytt blað, sem hengt er upp í stofunni. Ýmislegt fleira hafa þeir í frammi.
Þetta finnst mér vel af sér vikið og ættu nemendur að taka unglingana sér til fyrirmyndar.
ARS _DC)NGA.^^
Síðasta afrek Listafélagsins á vetrinum var að halda málverkasýningu í Fjósinu, og
veitti rektor leyfi sitt fúslega til þess. Vel var til sýningar vandaö, enda vakti hún al-
menna hrifningu. "Þetta er miklu betra en ég bjóst við, " sagði einn æðstu embættismanna
okkar, þegar hann hafði skoðað sýninguna með sólgleraugum. Ég er embættismanni sam-
mála. Að vísu voru nokkrar myndanna firnalélegar, en fleiri voru góðar og sumar frábær-
ar. Finnst mér, aö Listafélagiö ætti að halda eina eða tvær slíkar sýningar árlega. Jafn-
vel kæmi til mála að fá listamann til að aðstoða listelska námsmenn við framleiöslu sína.
Væri þetta ekki athugandi, Þorleifur? Blaðið ákvað að heiðra sýninguna með því að birta
á forsíðu listaverk, sem var á sýningunni. Það er "Götumynd frá London" eftir Garðar
Gíslason. Myndin er í einkaeign.
Hannes Hávarðarson hefur sýnt frábæran áhuga og dugnað síðasta kjörtímabil, og
þakkar Skólablaðið honum vel unnin störf um leið og það bíður Þorleif Hauksson velkom-
inn til leiks.
JASJL.
Það er að bera í bakkafullan lækinn að jagast yfir skyndiprófunum illræmdu, sem
kennarar nefna skriflegar æíingar, en hafa óhugnanlega mikil ahrif á heildareinkunnir
nemenda. Virðast kennarar engin samráð hafa um, að ekki komi allir með próf sama
daginn. Minnist ég fjögurra skyndiprófa sama daginn.
Nú tekur að styttast mjög til prófa og reyna flestir að bæta úr verstu gloppunum I þekking-
unni með því að lesa upp ásamt með daglegu námi. Þaö er kunnara en frá þurfi að segja,
að við verðum að skrifa nokkrar skylduritgerðir á vetri. M. a. um einhverja íslendinga-
sagna, bókmenntaritgerð um íslenzkt skáldverk og í fimmtabekk ritgerð um enska bók.
Sumir kennarar draga að setja nemendum þetta fyrir þangað til á síðustu dögunum fyrir
próf, og valda þeir með því óþörfum erfiðleikum og tjóni. Bekkjardeild mín hafði t. d.
bæði enska og íslenzka bókmenntaritgerð að glíma við um páskana, og spillti það gersam-
lega fyrir okkur þessum leyfisdögum.
Ekki veit ég hvað veldur þessum seinagangi, en það ætti enginn að ofreyna sig á
því að nefna þetta við okkur fyrr um veturinn. Og þó ?
SVERRIR TOMASSON í V.-bekk.
Ekki birtist ritdómur í þessu blaði, eins og til var ætlazt. Criticus sá sér ekki fært
að rita dóm sinn sökum anna við stúdentspróf, en Sverrir Tómasson I fimmtabekk sendi
blaðinu sneið, sem ætti að bæta mönnum nokkuð ritdómsmissinn.
Skammir Sverris eru hressilega ritaðar og bráðfyndnar, enda ekki við öðru að búast úr
þeirri átt. Að vísu, hefur höfundur kynnt sér efniö miður en skyldi, og er gagnrýnin víða
á misskilningi byggð. Ég sagði Sverri, að ég myndi ekki svara þessari grein hans með
annarri slíkri, því að hann á ekki kost þess að svara fyrir sig.
Ég leyfi mér þó að leiðrétta það, sem Sverrir fer rangt með I grein sinni.
ÞAÐ ER RANGT : að ákveðinn stíll sé á Skólablaðinu. Árlega skrifa í það 50-60
nemendur og stundum kennarar, og er fráleitt að halda því fram, að til sé nokkur "Skóla-
blaðsstíll". Fletti menn blaðinu I vetur, sjá þeir, að einu greinarnar, sem líkjast því, er
ungi maðurinn nefnir "Skólablaðsstíl", eru tvær ferðagreinar eftir mig, en þær eru býsna
lítill hluti árgangsins, sem betur fer.
ÞAÐ ER RANGT : að orðið persónuleikabreiðmenni sé nýyrði þrái ég. Hafi Sverrir
lesið bókina "í Kompaníi við allífið", hefur hann rekið augun I það á bls. 254. Með öðrum
orðum, ekki þrái heldur Þorbergur. Einnig er það rangt, að ég hafi búið til öfugmæl-
iöaðvefja.st tunga um fót . Það er þjóðkunnur 0, 05 kr. brandari, sem Spegillinn hefur
m. a. notað árum saman. Frh. á bls. 131.