Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.04.1960, Blaðsíða 32

Skólablaðið - 01.04.1960, Blaðsíða 32
- 152 versnar, þá verð ég bara um kyrrt hjá sera Sigtryggi, og svo komum við, þegar veðrinu slotar." Konan kyssti son sinn á ennið og bað almáttugan guð að styrkja hann og varðveita. Svo opnaði hún hurð- ina til hálfs ; það marraði í hjörunum, kaldur vindsveipur næddi um húsið, og drengurinn flýtti sér út. Það var enn bjart af degi. Hann hljép niður túngarðinn; áður en varði var bær- inn horfinn sjénum hans. Hann lét það ekki á sij* fá, þótt hann dytti öðru hverju, heldur flytti sér að koma fyrir sig fétun- um á nýjan leik. Þannig eigraði hann áfram, barðist við ísingsblautan storminn, sem kom æðandi á móti honum, eins og gráðugur, hungraður úlfur, ýlfrandi, hvæs- andi, þyrlaði upp snjónum, eirði engu ; leið yfir jörðina, eins og gráðug ófreskja, sem vildi gleypa hann með húð og hári. Þetta kaldhæðnislega ýlfur skaut honum skelk í bringu; hann reyndi að loka eyr- unum fyrir henni og lét hugann reika heim. Hann minntist orða föður síns : "Treystu guði, og þá mun þér ganga allt að óskum." Hann fór ósjálfrátt að hugsa um föður sinn; endurminningarnar birtust ljóslifandi í hugskoti hans, í senn hug- Ijúfar og dapurlegar ; dapurlegar vegna þess, að þær ollu honum trega á þessari stundu. Hann minntist hinna ótal gleði- stunda, þegar þeir höfðu farið upp á fjall- ið fyrir ofan bæinn, minntist þess, þegar þeir höfðu farið saman upp á Háatind, hæsta fjallið í nágrenninu; þaðan var svo víðsýnt, að sá yfir sjö sveitir. Þessi dagur hafði verið einn skærasti sólar- géislinn í lífi hans. Faðir hans hafði sagt honum, hvað fjöllin hétu í nágrenn- inu, og svo sagði hann honum ævintýri um karl og kerlingu í koti, og kóng og drottningu í ríki sínu. Ævintýrið rifjað- ist nú allt upp í huga hans. Og svo þeg- ar þeir komu heim, hafði mamma bakað pönnukökur, sem þeir fengu með spen- volgri mjólkinni. Hann vafði fastar að sér treflinum og dró húfuna niður fyrir eyru. Svo saug hann upp í nefið, þurrkaði burtu vesæld- ardropann, sem hékk eins og grýlukerti neðan úr rauðum nefbroddinum og saug svo meira upp í nefið. Séra Sigtryggur átti heima handan við heiðina. Leiðin lá yfir fjallið; drengur- inn fetaði upp brattann í snjónum, sem ýmist náði í ökla eða hné. Þrátt fyrir ullarvettlingana, sem móðir hans hafði prjónað og gefið honum í afmælisgjöf, fann hann til stingandi sársauka á hönd- unum vegna kuldans. Öðru hverju sneri hann sér við; þá skellti hann saman höndunum, til þess að halda á sér hita. Hann hafði svo oft séð pabba sinn gera það, þegar kalt var. Nú fannst honum hann vera orðinn fullorðinn líka. Þessi tilhugsun veitti honum styrk, og hann bauð hríðinni byrginn, ótrauður. Orð föður hans hljómuðu honum sí- fellt í eyrum: "Treystu guði, - treystu guði. . . " ; - það var eins og faðir hans stæði við hlið hans og mælti til hans þessi orð: "Treystu guði, þá mun þér ganga allt að óskum." Hann átti bágt með að trúa því, að faðir hans væri að fara frá honum að eilífu; honum fannst það í senn óraunverulegt og óskiljanlegt. Þetta var jú pabbi hans, eini pabbinn, sem hann átti. Hvers vegna var guð svona ranglátur? Og hvað yrði svo eigin- lega um hann og móður hans ? Hann hafði ekki gefið sér tíma til að hugsa um það, því allt hafði þetta gerzt í svo skjótri svipan. Fyrr en hann vissi hrundu tárin niður á vangana. Hann fól andlitið í höndum sér. Snjókleprar loddu við loðna vettlingana. Hvernig skyldi móðir hans hugsa til hans núna? Mynd hennar, þegar hann kvaddi hana, var greypt í huga hans. "Þú ert það eina, sem ég á, " hafði hún sagt. Hann brast í grát, og skömmu síðar hné hann lé- magna útaf í snjóinn. Hann stóð ekki upp strax. Honum fannst það dásamleg hvíld að ligjya í mjúkri fönninni og virða fyrir ser hvæs- andi stormskýin, sem þutu yfir höfði hans og hurfu síðan út í endalaust tomið. Það var svo gott að geta gleymt; að varpa frá sér öllum áhyggjum og horfa, bara horfa. Hann horfði á grámusku- lega skýjabólstrana, sem héngu eins og slæður yfir snjókrýndum fjöllunum, þarna lengst úti í fjarskanum, þar sem þau öðluðust hlutdeild í himninum. Hann hlustaði á storminn ; hlustaði á þetta ýlf- ur, sem endurtók sig í sífellu, það gróf um sig í vitund hans og honum fannst hann vera svo óendanlega lítill í saman- burði við allt það, sem augu hans og eyru urðu vitni að. Hann var bara hann sjálfur og ekkert annað; lítill mömmu- Frh. á bls. 158.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.