SunnudagsMogginn - 04.04.2010, Page 6

SunnudagsMogginn - 04.04.2010, Page 6
6 4. apríl 2010 Leitið og þér munuð finna! Kínverjum er orðið tamt að leita upplýsinga á netinu með aðstoð Google eins og fleirum. Reuters N etfyrirtækið Google hefur þan- ist hratt út og veldi þess fer vaxandi. Ritskoðunardeila Go- ogle við kínversk stjórnvöld er til marks um áhrif fyrirtækisins. Sú stað- reynd að orðið að gúgla er orðið tamt á tungu Íslendinga ber því vitni hvað Google er mikið notað. Google leitar að upplýsingum fyrir þig. Google setur heiminn í samhengi. Google sér um tölvupóstinn. Google ætlar að skanna bókasöfn heimsins og gera að- gengileg í stafrænu formi. Með nýjum hugbúnaði, sem heitir Goggles, er hægt að nota mynd, sem tekin er með farsíma, til að leita uppi sambærilega hluti og komast að því hvar þeir fást eða hvort þeir eru á heimsminjaskrá. Það er líka hægt að nota Goggles til að leita að fólki á myndum í gagnabönkum, sem leitarvél Google nær til. Möguleikarnir eru endalausir. Tekju- möguleikarnir eru fólgnir í því að gefa auglýsendum tækifæri til að komast í sam- band við einstaklingana og þeir eru ekki fáir. Slóðin á netinu er verðmæt Í júlí í fyrra voru gerðir 113,7 milljarðar leitarfyrirspurna á netinu um allan heim. 76,7 milljarðar þeirra voru hjá Google. Í sama mánuði staldraði fólk við á síðum Google í 145 milljarða mínútna. Talið er að netþjónar Google geti hýst að minnsta kosti 100 milljónir gígabæta. Öll þessi um- ferð hjá Google skilur eftir sig gríðarlegt magn af upplýsingum. Fyrirtækið getur greint hegðunarmynstur notendanna, séð að hverju þeir leita og hvað þeir skoða. Til dæmis hafa mörg hundruð þúsund vefsíð- ur, þar sem auglýsingar Google birtast, sent frá sér IP-tölur frá tölvum, sem not- aðar eru til að fara inn á þær, til Google. Það auðveldar fyrirtækinu að draga upp mynd af einstaklingunum. Þannig getur auglýsandinn nálgast þann, sem hefur áhuga á vörunni, sem hann hefur að bjóða, í stað þess að auglýsa af handahófi. Reglu- legum gestum á upplýsingasíðum um garðyrkju birtast auglýsingar um hrífur, sláttuvélar og garðslöngur. Uppgangur Google hefur ekki aflað fyr- irtækinu vinsælda á öllum vígstöðvum. Bókaútgefendur eru lítt hrifnir af hinu stafræna bókasafni þótt Google segi að einkum sé um að ræða bækur, sem eru ófáanlegar hjá forlögunum. Þegar hafa um tíu milljónir bóka verið skannaðar. Robert Darnton, yfirmaður bókasafns Harvard-háskóla, hefur lagt til að bóka- safn Google verði ríkisvætt þannig að ekki verði til einokunarveldi á upplýsingum í höndum Google. Dagblöðin kunna ekki að meta frétta- leitarvélina, sem nýtir vinnu þeirra án endurgjalds. Sjónvarpsstöðvar hafa horn í síðu YouTube. Google er að byrja að seilast inn í bankastarfsemi með fyrirbæri, sem nefnist Google Checkout og með Google Voice, sem snýst um símaþjónustu á net- inu, hrapar kostnaðurinn við að hringja. Bankar og símafyrirtæki munu ekki taka samkeppninni þegjandi. Stjórnvöld eru víða farin að hafa áhyggj- ur af umsvifum Google og velta fyrir sér hvort setja þurfi fyrirtækinu skorður. Fyr- ir vikið er fyrirtækið farið að ráða sér al- mannatengla til að gæta hagsmuna sinna. Að gera ekkert illt Almenningur virðist hins vegar ekki hafa miklar áhyggjur af upplýsingum á netinu. Kennisetning Google er að gera ekkert illt, „Don’t be evil“. Fyrirtækið virðist halda aftur af sér í notkun upplýsinga um ein- staklinga. Mótsögnin er hins vegar sú að því meira tæmandi sem upplýsingarnar eru, þeim mun árangursríkari verður leit- in. Sem dæmi má taka að eftir því sem leitarvélin veit meira um þig, þeim mun líklegra er að hún geti fundið bíómynd, leiksýningu eða tónleika, sem þú hefur áhuga á. Samband einstaklingsins við Google getur síðan náð nýjum hæðum ef það hættir að vera bundið við tölvuna og færist líka yfir í farsímann. Farsíminn getur sent upplýsingar um hvar einstaklingurinn er staddur og til baka berast upplýsingar um veitingastaði í nágrenninu, eða annað, sem kynni að vekja áhuga. Mörkin á milli raunheima og sýndarheima dofna. Einnig verður að hafa í huga að leitarvél Google þjónar ekki aðeins fólki í frí- stundum sínum. Hún nýtist einnig til ým- iss konar rannsókna og fyrir skömmu birtist athyglisverð könnun þar sem fram kom að meirihluti kínverskra vísinda- manna treystir á Google til að ná í upplýs- ingar í fræðistörfum sínum. Þeir eru þó til, sem eru fullir tortryggni og vilja skilja sem fæst spor eftir sig á net- inu. Þeir skipta reglulega um vafra og nota til dæmis leitarvélina Ixquick.com, sem geymir engar upplýsingar. Ixquick beinir spurningum nafnlaust á aðrar leitarvélar og tekur upplýsingarnar saman. Flestir sjá hins vegar ekkert athugavert við það að þeir finnist á netinu og sumir myndu ganga svo langt að segja að í raun væru þeir ekki til ef nafn þeirra fyndist ekki við leit á netinu. Þeirri spurningu hefur verið varpað fram hvort þess sé langt að bíða að for- eldrar skíri börn sín óvenjulegum nöfnum til þess eins að tryggja að þau birtist of- arlega við leit á Google. Spurningin vaknar hvort sú stund sé að renna upp að friðhelgi einkalífsins verði netinu að bráð – og eng- inn muni kippa sér upp við það. Vikuspegill Karl Blöndal kbl@mbl.is Veldi Auðlindin er upplýsingar um almenning Á netinu er engir felustaðir. Upplýsingar, sem þar eru einu sinni komnar fram, hverfa ekki. Í nýlegri umfjöllun tímarits- ins Der Spiegel var rakin saga ærumissis, sem líkast til er ekkert einsdæmi. Nektarmyndir af konu einni voru settar á netið. Á einni myndinni sást hún með hjálpartæki ástarlífs- ins, á annarri í samförum og svo framvegis. Myndirnar breiddust hratt út um netheima. Það var nógu slæmt, en málið versnaði um allan helming þegar nafn konunnar var tengt við myndirnar. Eftir það voru nektarmyndirnar það fyrsta sem kom fram þegar nafn hennar var slegið inn í leit- arvél Google. Þegar þarna var komið sögu var konan komin í sjálf- stæðan atvinnurekstur og hún bjó við stöðugan ótta við að viðskiptavinir hennar tékkuðu á henni í leit- arvélinni. Þegar hún fór á stefnumót velti hún fyrir sér hvort sá, sem hún ætlaði að hitta, hefði verið að skoða nektarmyndir af sér. Að endingu var konunni nóg boðið og hún sá aðeins eina útleið. Hún skipti um nafn, flutti á nýjan stað og hóf nýtt líf, allt vegna nokkurra ljósmynda, sem settar voru á net- ið. Hvort þessi ráðstöfun dugi til er annað mál. Hin nýja tækni, sem býður upp á að setja ljósmyndir í leitarvélar til að hafa uppi á fólki, gæti til dæmis orðið til þess að tengja hana aftur við nektarmyndirnar. Ekki þyrfti meira til en að einhver tæki mynd af henni á farsímann sinn og gúglaði hana. Það er hægt að breyta nafninu, en ekki andlitinu. Eins og segir í umfjöllun Der Spiegel er ekk- ert til á netinu, sem heitir nýtt upphaf. Fræði- menn eru meira að segja farnir að velta fyrir sér hvort hinn nýi veruleiki netsins muni ein- faldlega leiða til þess að blygðunarkenndin slævist. Til verði nýtt samfélag gagnsæis og er þá ekki átt við stjórnsýslu og viðskiptalíf, heldur líf einstaklingsins. Aulahrollurinn hverfi og hið pín- lega verði ekki lengur pínlegt af því að allir verði afhjúpaðir og blygðunin heyri sögunni til. Endalok blygðunarinnar? Þegar Google fékk leyfi til að starfa í Kína samdi fyrirtækið við stjórnvöld um ritskoðun leitarniðurstaðna á net- inu. Í byrjun árs tilkynntu forráðamenn Google að þeir myndu ekki lengur standa við samkomulagið, m.a. vegna þess að tölvuþrjótar á vegum kín- verska ríkisins hefðu reynt að brjótast inn í tölvur fyrirtækisins. Kínverjar sem leita á netinu í gegnum Google fá nú aðgang að leitarvél fyr- irtækisins í Hong Kong og þar með að óritskoðuðu efni. Kínversk stjórnvöld vöruðu Google við því að stíga þetta skref en óljóst er hvort og þá hvernig þau bregðast frekar við. Google beinir leit til Hong Kong

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.