SunnudagsMogginn - 04.04.2010, Page 17

SunnudagsMogginn - 04.04.2010, Page 17
4. apríl 2010 17 Sindri er ekki einn um að vera listamaður á sínu heimili. Ingibjörg Birgisdóttir, kærasta Sindra, hefur skapað sér nafn í myndlistarheiminum, ekki síst fyrir frumleg tónlistar- myndbönd sem hún hefur gert bæði fyrir Seabear og múm. Auk þess hefur hún unnið plötuumslög fyrir múm og nýja plötu Jónsa úr Sigur Rós með systur sinni Lilju, en Jónsi er einmitt bróðir þeirra systra. Blaðamaður settist niður með Ingibjörgu og spurði út í myndlistina og Seabear. – Hvar kynntust þið Sindri? „Við kynntumst í gegnum sameigilega vini. Þekktumst lengi vel áður en við byrjuðum saman. Svona þessi týpíska íslenska leið.“ – Hvernig myndir þú lýsa myndlistinni þinni? „Ég er rosalegur safnari og safna endalaust af gömlu dóti eins og blöðum, myndum, málverkum og póstkortum. Svo endurvinn ég þau, vinn mikið út frá gömlum hlutum. Hef svo verið að gera mikið af klippimyndum og þegar ég byrjaði að gera myndbönd var það svolítið í framhaldi af þessum klippimyndum. Má segja að myndirnar séu blanda af klippi og teikningum úr gömlu efni og myndböndin séu þrívíddarútgáfur af myndum.“ – Var það eðlileg þróun fyrir þig að fara að gera mynd- bönd? „Já mér fannst það. Og það langaði mig alltaf að gera. Eins og tónlistarmyndböndin sem ég er búin að gera, þau eru bara tvívíðar teikningar á tímalínu, maður sér teikningu verða til. Þannig að mér fannst það vera alveg í beinu fram- haldi.“ – Hvernig er að vinna með fólki sem er svona skylt þér eins og bróður, systur og kærasta? „Við Sindri höfum unnið saman frá því að við kynntumst og er það orðið auðvelt og nauðsynlegt fyrir okkur að vinna saman. Við erum alltaf að bera undir hvort annað hug- myndir. Það er eins með Lilju systur, búnar að vinna lengi og mikið saman. Eins og að vera með svona auka-sjálf. Þegar ég vinn með þeim eru heimarnir þeir sömu og fag- urfræðin svipuð, auðvelt að finna millileiðina. Auðvitað er mjög hollt að vinna með öðru fólki, en það er líka mjög þægilegt að vinna með fjölskyldunni.“ – Nú ertu í Seabear líka, hvernig kom það til? „Ég eiginlega tróð mér svolítið inn í Seabear, af því mér fannst þetta svo heillandi. Langaði að prófa að vera í hljóm- sveit og fékk að vera með í þessu öllu. Núna er ég í fæðing- arorlofi frá Seabear og vinn mína eigin tónlist, full af sjálfs- trausti eftir að hafa spilað svona mikið með Seabear.“ – Eftir að hafa tekið upp plötur með hljómsveitinni er þá ekkert skrítið að vera ekki með á tónleikum núna? „Jú það er rosalega skrítið. Líka vegna þess að á nýju pötunni sömdum við allt saman, þannig við eigum hana öll saman. En þetta var líka rosalega gaman, gaman að sjá tónleika frá öðru sjónarhorni.“ Þegar blaðamaður biður Ingibjörgu að lýsa sér í nokkrum orðum vandast málin eilítið. Sindri situr fyrir framan tölvu í rauðum gallabuxum, rauðri peysu og ef skeggið væri hvítt væri hann eins og jólasveinn með lélegt tímaskyn. Hann kallar að frjáls sé flott orð. Ingibjörg samþykkir það ekki og hugsar sig vel um áður en hún svarar. „Ég er svona eins og ristað brauð með einhverju framandi áleggi, svona heim- islegur matur með pínu ævintýri ofan á.“ Seabear „Ég er svona eins og ristað brauð með framandi áleggi“ Það er ekki nóg að horfa bara á fótbolta, heldur spilar Sindri með Knattspyrnufélaginu Mjöðm í Carlsberg-utandeildinni. Sindri og Magnús Tryggvason Elíasen, trommuleikari, við upptökur á annarri plötu Sin Fang Bous í sundlauginni frægu. Sándtékk fyrir tónleika á Vega í Kaupmannahöfn, þar sem Seabear hitaði upp fyrir múm árið 2007. græða pening á því þannig að þessi krappa skiptir kannski ekki miklu máli í því sambandi.“ Vonandi að gera það sama eftir tíu ár Framtíðin, hvernig lítur hún út hjá Sindra? „Hmmmmm, bara á svipuðum stað eða ég vona það að ég geti haldið áfram að vinna við þetta, taka upp tónlist og teikna. Þetta er besta vinna sem ég hef verið í. Kannski með tíu börn í viðbót eða fimm.“ Komast önnur áhugamál að þegar það er svona mikið að gera? „Það er ekki mikið pláss fyrir annað þegar maður er í tónlistinni á daginn og teikna og mála á kvöldin. Fyrir utan fótbolta. Ég elska fótbolta, fara í fótbolta, horfa á fótbolta. Og líka fjölskyldan, vera í svona fjölskyldustemmingu, ég er mikið fyrir það. Hef ég áhuga á öðru, nei ég held það ekki!“ Undir lok spjallsins hringir liðsfélagi Sindra úr Knatt- spyrnufélaginu Mjöðm og spyr hvort hann ætli ekki að mæta á æfingu um kvöldið. Sindri verður að láta fótboltann bíða í þetta skiptið, því síðasta hljómsveitaræfingin fyrir tónlistarhátíðina By:Larm í Noregi er á sama tíma og nú verður vinnan að hafa forgang. ’ Skemmtilegast við að túra finnst mér að spila á tónleikunum og það getur líka verið gaman og huggulegt þetta rútulíf í smá-tíma. Fínt að keyra um Evrópu og liggja í rútu að horfa á vídeó heilu dagana, mér finnst það ekkert leiðinlegt.

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.