SunnudagsMogginn - 05.09.2010, Page 2
2 5. september 2010
6 – 8 Röndótt veggfóður en
skrifborðið það sama
Innréttað á ný fyrir Obama og hermönnum fækkað í vikuspeglum.
10 Dansað í gegn um daginn
Dagur í lífi Jóns Péturs Úlfljótssonar, dansara og danskennara
18 Vive la Révolution!
Blaðamaður settur skyndilega í embætti Frakklandsforseta.
24 Talar við látna eins og vini sína
Tískulöggan Svavar Örn í helgarviðtali.
27 Skólameistari opnar
albúmið
Lífshlaup Tryggva Gíslasonar í myndum.
28 Litla barnið með
harmóníkuna
Raxi á hráslagalegum morgni í Moskvu.
32 Álitið mótað
Hagsmunaverðir þjálfaðir í Brussel.
40 Íslensk bein í
franskri fold
Grafa tveggja íslenskra hermanna vitjað í Frakklandi.
Lesbók
49 Með viljann að vopni
Íslenskar konur í öndvegi á Kjarvalsstöðum.
52 Gagnrýnendur segja Freedom
Meistaraverk
Ný bók Jonathans Franzens lofuð í hástert.
Tvær í takt en sú
þriðja út úr kú
34
Augnablikið
V
andfundið er leikrit sem togar sam-
félagið meira sundur og saman í háði og
spotti en Hamskiptin í uppfærslu Vest-
urports í Þjóðleikhúsinu. Það gildir
einu þó að við lokum á ljótleikann í tilverunni, eða
bara það sem stingur í stúf eða sker sig úr, það sem
við skiljum ekki – það bankar upp á fyrr eða síðar.
Kannski er það óhjákvæmilegt að fólk sé alltaf
að loka augunum fyrir hinu ljóta í tilverunni.
Hvernig ætti fólk að komast í gegnum lífið ef það
væri stöðugt að hugsa til allra sem ekki hafa í sig
og á – ef fólk væri stöðugt að setja sig í spor þeirra
sem líða hungur og bíða hörmungar.
Á sama tíma er gerð krafa um að fólk sé ham-
ingjusamt og nái árangri. Faðirinn snýr baki við
fjölskyldunni og fer út í horn til að telja pen-
ingana. Þar sem er lykt af peningum, þar dafnar
hégóminn. „Ef hún sæi nú hvernig við búum,“
segir móðir Gregors við sjálfa sig.
Og þetta er ofurvenjuleg fjölskylda á yfirborð-
inu.
„Hér á öllum að vera frjálst að tala bara án um-
hugsunar,“ lýsir faðirinn yfir. En ekki segja of
mikið samt. „Við verðum að þagga niður í honum.
Fólk gæti komist að þessu. Það má bara ekki!“
Sami maðurinn sem talar.
Að einhverju leyti gerir lífið þær kröfur til fólks
að það gleymi sér í amstri dagsins. Það ræður
sjaldnast ferðinni, heldur berst stjórnlaust með
straumnum og svamlar í öldurótinu. Á það eru
lagðir skattar og skyldur og það berst í bökkum
við að ná endum saman. Smám saman þrengist
sjóndeildarhringurinn, fólk horfir meira og meira
til síns nærumhverfis, lokar augunum fyrir því
sem stendur í veginum eða ýtir því í burtu – og
það er kallað að fullorðnast. Þá fyrst verður Gréta
að ungri „konu“ í leikritinu þegar hún hefur kast-
að sakleysinu og fordómaleysinu – sinni barnslegu
einfeldni.
Það eru forréttindi listarinnar að geta afhjúpað
grimman veruleika með því einu að setja sögu á
svið, sem rennur að því er virðist áreynslulaust í
gegnum skilningarvit áhorfenda, og lætur þá síðan
um að vinna úr honum þegar komið er út í harðan
veruleikann. Eins og leigjandinn segir beisklega:
„Það þarf kjark og þor til að standa af sér það fár-
viðri sem örlögin sulla yfir mann.“
pebl@mbl.is
Úr uppfærslu Vesturports á Hamskiptunum í Þjóðleikhúsinu.
Fárviðri örlaganna
HLH-flokkurinn ók í fylgd
tveggja vélhjólalögreglumanna
um götur Reykjavíkur hinn 20.
apríl 1979 til að kynna nýja
plötu sína Í góðu lagi. Á plöt-
unni er m.a. að finna lögin
„Seðill“ og „Riddari götunnar“.
Numið var staðar við Há-
skólabíó þar sem sýnd var
kynningarkvikmynd með
tveimur lögum sveitarinnar. Var
myndin sýnd sem aukamynd
með mynd um Ofurmennið sem
var páskamynd Háskólabíós.
Myndin var í anda sjötta áratug-
arins, bæði hvað varðar tónlist
og klæðaburð.
Úr myndasafni
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
Allt í
góðu lagi
Efnisyfirlit
Forsíðumyndina tók Ernir Eyjólfsson.
Umsjón Sunnudagsmoggans: Pétur Blöndal, pebl@mbl.is Umsjón Lesbókar: Einar Falur Ingólfsson, efi@mbl.is Ritstjórn Sunnudags-
moggans: Arnar Eggert Thoroddsen, Árni Matthíasson, Bergþóra Njála Guðmundsdóttir, Bergþóra Jónsdóttir, Helgi Snær Sigurðsson, Hugrún
Halldórsdóttir, Hólmfríður Gísladóttir, Inga Rún Sigurðardóttir, Ingveldur Geirsdóttir, Kolbrún Bergþórsdóttir, Kristín Heiða Kristinsdóttir, Orri
Páll Ormarsson, Signý Gunnarsdóttir , Skapti Hallgrímsson.
38
www.noatun.is
Nóatúni
Nýttu þér nóttina í
Verslanir Nóatúns eru
opnar allan sólarhringinn