SunnudagsMogginn - 05.09.2010, Side 4

SunnudagsMogginn - 05.09.2010, Side 4
4 5. september 2010 Ljósanótt er menningar- og fjöl- skylduhátíð Reykjanesbæjar sem haldin er fyrstu helgina í september ár hvert. Líkt og vanalega er dag- skráin afar fjölbreytt og á henni að finna ýmiss konar viðburði eins og myndlistarsýningar, tónleika og íþróttaviðburði. Þá eru vinnustofur hönnuða og listamann opnar en þeirra á meðal er vinnustofa og sýn- ingarrýmið Magdalena Sirrý Design, í Fischershúsi. Þar sýnir Magdalena Sirrý ýmiskonar textílvörur og hand- verk auk þess sem handverks- og listakonan Gegga (Helga Birg- isdóttir) sýnir verk sín. Magdalena Sirrý hannar meðal annars fallegar prjónahúfur, bæði á börn og full- orðna. Þá verða einnig opnar vinnustofur Spiral-hönnunar, Sossu og Línu Rut- ar, svo aðeins fáeinar séu nefndar. 2.-5. september Ljósanótt í Reykjanesbæ Prjónahúfur eru meðal þess sem Magdalena Sirrý hannar. Í tilefni af LÓKAL, alþjóðlegri leiklistarhátíð sem nú stendur yfir í Reykjavík, verður efnt til pallborðsumræðna um norrænt samtímaleikhús í Norræna hús- inu laugardaginn 4. september kl. 13:00 til 15:00. Hátíðin er nú haldin í þriðja sinn og að þessu sinni er lögð sérstök áhersla á nýjar og spennandi leiksýningar frá Norðurlönd- unum. Það er Steinunn Knúts- dóttir leiklistarkona sem stjórn- ar umræðum en í þeim taka þátt Egill Heiðar Pálsson, leikstjóri sýningarinnar Dværgen (Teater Får 302/Kaupmannahöfn), Kari Holtan, leikstjóri Drömmen (De Utvalgte/Osló) og Jörgen Dahlqvist, dramatúrg og leikhússtjóri Teatr Weimar í Malmö. Aðgangur er öllum opinn og verður boðið upp á léttar veitingar í lok dagskrár. 4. september Pallborðsumræður um leiklist Afturgöngur Ibsens ganga aftur á leiklist- arhátíðinni Lókal. Í Algjörum Sveppa og dularfulla hótelherberginu lenda Sveppi, Villi og Gói í ævintýrum þar sem þeir eru gestir á sveitahóteli á Íslandi. Alltaf ná þeir að koma sér í klandur en finna sniðugar og skemmtilegar leiðir til að bjarga málunum. „Myndin er draugaleg en samt á jákvæðan hátt og ég held að enginn ætti að verða mjög hræddur við drauginn sem er mjög hress. Það er frek- ar að krakkarnir verði hræddir við Gullu sem er mjög pirruð kona. Ég eig- inlega leiddist út í þessa kvikmyndagerð, það stóð ekki til en hentar mér ágætlega enda finnst mér gaman að bulla í krökkunum,“ segir Sverrir Þór Sverrisson, betur þekktur sem Sveppi, en hann skrifar hand- ritið ásamt Braga Þór Hinrikssyni ásamt því að leika eitt aðalahlutverkanna. Kvikmyndin verður for- sýnd hinn níunda sept- ember og þá segir Sveppi að ætlunin sé að vera með gala-forsýningu og reyna að skapa Hollywood-stemningu en á staðnum verða margir karakterar sem krakkarnir ættu að kannast við, Karíus og Bak- tus, Lína Langsokkur, Skoppa og Skrítla og Solla, stirða svo nokkrir séu nefndir. 9. september Algjör Sveppi snýr aftur Við mælum með … Þ að er ekkert hefðbundið við danshópinn Muscle And Hate Crew, hvorki nafnið né verk hans, Waterfalls. Það er byggt á Svanavatninu en undir leikur íslenska metalhljómsveitin Momentum. Í hópnum eru hin bandaríska Elizabeth Ward, hin ítalska Valentina Desideri og Svíarnir Minna Kiper og Susanna Leibovici. Verkið verður sýnt á Reykjavík Dance Festival laugardaginn fjórða september. Dansandi anarkó-pönkarar Hópurinn hóf samstarf í Gautaborg árið 2009. „Ég og Minna höfðum unnið saman í rúm fimm ár og fórum á þessum tíma að velta fyrir okkur hvernig við gætum nýtt okkur ballett og frásagn- arlist. Við hittum Elizabeth og komumst að því að við höfðum sameiginlega ástríðu fyrir metal- tónlist, pönki og ballett og síðan bættist Valentina við hópinn. Þótt óvenjulegt sé að setja metal- tónlist, pönk og ballett undir einn hatt er viss orka í öllum þessum hlutum og þeir hafa tengst lífi okkar í gegnum tíðina. Ég og Elizabeth eigum okkur bakgrunn í anarkó-pönki en allar höfðum við lært ballett í bland við nútímadans, líkt og venjan er í Svíþjóð,“ segir Susanna Leibobici um tilvist og bakgrunn hópsins. Verk sem fær að breytast og þróast Þetta er í fyrsta sinn sem dansararnir sýna Water- falls allir saman. Valentina fór með sýninguna til Frakklands og Elizabeth til New York, Los Angeles og Massachusetts þar sem listamenn á hverjum stað voru fengnir til að vera með. Þannig hefur sýningin breyst og þróast þannig að hvorki dans- ararnir né áhorfendur vita í raun hverju má búast við. „Í grunninn er verkið byggt á Svanavatninu sem er saga ástar og mikilla tilfinninga og við höf- um unnið með það rómantíska tímabil sem verkið var búið til á. Við höfum líka velt því fyrir okkur hvort Ísland gæti verið okkar týnda Atlantis. Ann- ars er verkið unnið út frá sjónarhorni hvers dans- ara og notast við hljómsveitar- og listamenn í hverju landi þannig að verkið breytist og þróast sífellt,“ segir Susanna. Fylgjast má nánar með danshópnum á vefsíðunni http://water- fallremix.wordpress.com. Þungarokkarar og ballerínur „Það var haft samband við okkur og sagt að þessi danshópur væri að leita að þungarokkssveit til að vera með í þessu. Við sögðum já strax án þess að vita í raun hvað við vorum að fara út í en fannst þetta of gott tækifæri til að sleppa því. Við spilum undir hluta verksins en lögin sem við spilum eru af nýútkominni plötu okkar. Þannig að um er að ræða samstarf þar sem þær dansa við okkar lög. Ég sá einmitt vídeó af flutningnum frá Gautaborg og þar voru þrír listamenn sem komu fram, píanó- leikari og þungarokks- og pönkband. Ég held að þetta verði skemmtilegt samstarf,“ segir Hörður Ólafsson, söngvari og bassaleikari Momentum. 4. september Waterfalls á Reykjavík Dancefestival Danshópurinn Muscle And Hate Crew er bæði alþjóðlegur og nýstárlegur. Svanavatnið við metal-undirleik Fjórir dansarar sýna verk sitt í fyrsta sinn saman og vita hvorki þeir né áhorfendur í raun við hverju má búast. Metalsveitin Momentum greip tækifærið og leikur lög af nýrri plötu sinni, Fixation at Rest, á sýningunni.

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.