SunnudagsMogginn - 05.09.2010, Page 11

SunnudagsMogginn - 05.09.2010, Page 11
5. september 2010 11 Hattar gegna margvíslegu hlutverki. Þeir eru skjól gagnvart veðri og vindum og þeir eru tískuyfirlýsing. Höfuðfatnaður getur líka veitt annars konar skjól en það sem varðar hitastig því hann skýlir eiganda sínum líka andlega, til dæmis getur stór hetta veitt ákveðna verndandi þæginda- tilfinningu. Við ákveðin tækifæri er ómissandi að nota hatt eins og á Ascot-veðreiðunum, í brúðkaupum í sumum löndum og fyrir nokkrum áratugum varð að bera hatt við öll hátíðleg tækifæri og á sunnudögum. Stundum þykir það alls ekki við hæfi að bera hatt eins og við matarborðið og svo ættu karlmenn að muna eftir því að taka ofan fyrir dömunum. Fallegur hattur getur lífgað upp á gaml- an klæðnað og er gaman prófa sig áfram í þeim efnum. Einnig getur barðastór hatt- ur veitt gott skjól fyrir haustrigningunni, svo eitthvað sé nefnt. Fatahönnuðir hafa alltaf gaman af því að leika sér með hattformið og í vetur er hægt að nota ýmsar útgáfur af höfuðfatnaði. Meðfylgjandi myndir eru allar frá Par- ísarhönnuðum og sýna komandi tísku. ingarun@mbl.is Hlýtt á toppnum Hátískuklæðnaður frá Jean Paul Gaultier. Dýr eða veiðimaður? Hönnun Jean- Charles de Castelbajac. Þessi frá Gaultier er tilvalinn til notkunar í fínar veislur. Reuters Afslappað frá japanska hönn- uðinum Tsumori Chisato. Líflegt frá Chisato, eitthvað fyrir þá yngri og skapandi.                                                                                                                                                                •                       •           •                     •              •       •              •      •                                    

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.