SunnudagsMogginn - 05.09.2010, Side 18

SunnudagsMogginn - 05.09.2010, Side 18
18 5. september 2010 A ldrei átti ég von á því að verða forseti – hvað þá forseti Frakklands! Það gerð- ist þó í hálfa fjórðu klukkustund síð- astliðinn fimmtudag. Vive la Révolu- tion! Aðdragandinn var skammur og embættistakan enn skemmri. Ég gekk inn á Smíðaverkstæði Þjóðleikhússins sem óbreyttur alþýðumaður í gallabuxum en út sem þjóðhöfðingi hálfri klukkustund síðar – í sex númerum of stórum jakkafötum. Ætli þau hafi verið sniðin fyrir Jó- hann Sigurðarson? Verkefnið er skýrt: Ég, Mr. F., er þátttakandi í fundi leiðtoga átta helstu iðnríkja heims í Reykja- vík, G8-klíkunnar. Skyndilega er ég orðinn ein- hleypur (og ánægður með það) stjórnmálamaður með rithöfund í maganum. Eftir að hafa lofað að fara að öllum fyrirmælum hlýðir hópurinn á fyrirlestur um það sem prýða þarf góðan leiðtoga. Brýnt er að bera sig vel, handtakið sé þétt og að horfa djúpt í augu við- mælandans hverju sinni. Frá Lindargötunni liggur leiðin með limósínu á Hótel Sögu þar sem spilað er bingó. Forseti Jap- ans fer með sigur af hólmi. Þá er glyspressunni flett með hliðsjón af kynlægni. Að þeim „fundi“ loknum fá leiðtogar klukku- stund út af fyrir sig. Mér er ekki til setunnar boð- ið enda lá bréf fyrir mér í lobbíinu, þar sem ég var beðinn um að hitta bréfritara í Keiluhöllinni stundvíslega klukkan 16. Ég hnippi í lífvörð sem gengur strax í málið. Bréfritari, sextán ára gamall drengur, Axel að nafni, er sonur minn. Hann kom undir í gleðskap hér á landi áður en ég sneri mér að stjórnmálum. Ég vissi seint af tilvist hans og samskipti okkar hafa verið afar takmörkuð. Nú á hann hins vegar bágt og biður mig um aðstoð. Mér rennur blóðið til skyldunnar. En Axel er ekki í Keiluhöllinni, ekki frekar en Stalín. Mér er létt. Lífvörðurinn sér að áform mín hafa breyst og býður mér í keilu. Við vekjum óskipta athygli á brautinni. „Hver er þessi Mr. F?“ spyrja blessuð börnin sem hópast um okkur. Ég vinn en mér segir svo hugur að lífvörðurinn hafi ekki gripið til allra sinna vopna. Þannig á það vitaskuld að vera við þessar aðstæður. Aftur er haldið á Hótel Sögu. Það má alveg venjast því að fara sinna ferða í limósínu. Þar hitti ég hina leiðtogana á ný og við skröfum um stund. Við tekur ökuferð um borgina. Forseti Japans vekur máls á ljósverki Yoko Ono í Viðey og í kjöl- farið koma fjörugar umræður um list. Hvað er list og hvað er ekki list? Það er spurningin. Sá jap- anski á líklega kollgátuna: „Svarið er sjaldnast hvorki einfalt já né einfalt nei.“ Deginum lýkur með hópmyndatöku í Norræna húsinu. Ljósmyndarinn er ferskur en fullfrjáls- legur fyrir smekk sumra. „Hann lítur út eins og álfur,“ segir forseti Ítalíu. Mögulega er hann álf- ur. Við erum á Íslandi. Ágreiningur rís innan hópsins. Menn eru ósammála um hvort standa eigi að myndatök- unni með hefðbundnum eða óhefðbundnum hætti. Ég hallast að síðarnefnda kostinum enda hef ég fengið um það skýr fyrirmæli í handritinu að hleypa myndatökunni upp. Það heppnast ágætlega. Þannig lagað séð. Svo er leiknum lokið. Lífvörðurinn virðir mig ekki viðlits þegar ég yfirgef Smíðaverkstæðið í gallabuxunum. Leiðin liggur upp í bíl Eggerts ljósmyndara, kem tegundinni ekki fyrir mig. Lagt i’ann. Áletrunin á hurðinni tengist ekki leiðtogunum. Eða hvað? Leikstjórinn setur forsætisráðherra Breta í embætti. Bingó í Vinabæ. Forseti Japans er krýndur kóngur. Leiðtogarnir rýna í glysrit. Hvað ætli sé að frétta af Jennifer Aniston? Kanslari Þýskalands fær yfirhalningu í frjálsa tímanum á Hóteli Sögu. Á valdi valdsins Bak við tjöldin Ekki er amalegt að vera þjóðarleiðtogi – alltént um stund. Því hafa þátttakendur í sýningu Kviss búmm bang, The Great Group of Eight, fengið að kynnast undanfarna daga. Ljósmyndir: Eggert Jóhannesson eggert@mbl.is Texti: Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.