SunnudagsMogginn - 05.09.2010, Side 26

SunnudagsMogginn - 05.09.2010, Side 26
26 5. september 2010 Þ að er rétt stefna hjá ríkisstjórn- inni að fækka ráðherrum. Yf- irbyggingin á þessu litla sam- félagi okkar er orðin alltof mikil, hvert sem litið er. Og tildrið og hé- gómaskapurinn í samræmi við það. Raunar er furðulegt að ekki skuli hafa komið fram stífari kröfur frá almenningi um verulegan niðurskurð á þeirri yf- irbyggingu í kjölfar hrunsins. Kannski gerir fólk sér ekki fulla grein fyrir því hversu langt hefur verið gengið. Yfirbyggingin hefur verið mest í kring- um utanríkisþjónustuna og hégómaskap- urinn mestur þar og á Bessastöðum og þá fyrst og fremst í samskiptum okkar við útlönd. Við erum fá og höfum engin áhrif sem máli skipta á alþjóða vettvangi. Við þurfum að gæta viðskiptahagsmuna okk- ar og annarra hagsmuna í samskiptum við önnur lönd en það getum við gert án þeirrar fjölmennu utanríkisþjónustu sem byggð hefur verið upp með þeim fjölda sendiráða erlendis sem engin þörf er fyrir hagsmuna okkar vegna. Almenningur á Íslandi veit minnst um það hvað mikið hefur verið lagt í umbúnað í kringum sendimenn okkar á erlendri grund. Kannski má segja að hámark þess óhófs hafi verið sendiherraíbúðin í París sem einu sinni var en nú er búið að selja. Þar voru salir og gangar svo miklir að það var töluverður göngutúr að ganga þar um enda hafði húsnæðið áður verið í eigu Þjóðverja, eins mesta efnahagsveldis heims! Í sendiherratíð Alberts heitins Guðmundssonar mátti sjá að íslenzka ríkið hafði tæpast efni á að halda þeim hýbýlum sómasamlega við, enda ekki við því að búast af smáríki. Í þeim niðurskurði, sem nú stendur fyrir dyrum á fjárlögum næsta árs, hljóta stjórnarflokkarnir að sjá skynsemi í því að fækka verulega sendiráðum okkar er- lendis og sníða okkur stakk eftir vexti. Við þurfum ekki að þykjast í samfélagi þjóðanna. Þar er gert grín að smáríkjum sem reyna að vera eitthvað annað en þau eru. Hið sama á við um umsvif forseta Ís- lands á alþjóðavettvangi. Forseti Íslands, fulltrúi 300 þúsund manna þjóðar, hefur engin áhrif í samfélagi þjóðanna og það þjónar engum tilgangi fyrir íslenzku þjóðina að hann reyni að hafa slík áhrif. Þjóðarhagsmunir okkar kalla ekki á slík umsvif. Þess vegna á að draga úr ferða- lögum forsetans um heimsbyggðina í er- indum þjóðarinnar. Honum er að sjálf- sögðu frjálst að ferðast um heiminn í einkaerindum! Sennilega hefur nú þegar dregið umtalsvert úr þeirri athafnasemi. Umbúnaðurinn í kringum yfirstjórn ís- lenzka ríkisins er orðinn of mikill. Það þarf ekki svona hátimbraða yfirbygg- ingu til þess að hafa stjórn á sameig- inlegum málefnum 300 þúsund ein- staklinga. Það þarf ekki bílaflota af svörtum límúsínum eða jeppum. Kannski náði þetta tildur hæstum hæðum þegar ráðamenn þjóðarinnar tóku upp á því að fljúga milli landa í einkaþotum sem að vísu voru ekki mörg dæmi um. Það er alltof mikið stúss í kringum yf- irstjórn íslenzka ríkisins. Fjölmiðlar eiga sinn þátt í því. Það er furðulegt að fylgjast með hlaupum fréttamanna með öndina í hálsinum á eftir ráðherrum sem segja ekki neitt. Ráðherra er eins konar fram- kvæmdastjóri yfir stjórnarskrifstofu. Fæstir þeirra hafa stefnumarkandi áhrif. Það má þó segja ríkisstjórnum und- anfarinna áratuga til hróss að í fæstum tilvikum er mikill íburður í húsnæði ráðuneyta en hann er þá þeim mun meiri í húsnæði sumra opinberra stofnana. Sennilega hefur lengst verið gengið með nýbyggingu Orkuveitu Reykjavíkur. Það er af og frá að slíkt húsnæði hafi þurft yfir starfsemi sem hefur snúizt um að selja Reykvíkingum og íbúum nokkurra ann- arra byggðarlaga heitt vatn og rafmagn. Og úr því að Landsvirkjun hefur komizt af í hófsömu húsnæði með sín miklu um- svif í uppbyggingu virkjana hefur ekki þurft að byggja stórhýsi yfir Orkuveituna vegna aukinna umsvifa hennar við virkj- un jarðvarma. Það kom mér á óvart fyrir nokkrum vikum, þegar ég átti erindi í Hjálpartækjamiðstöðina, sem hafði haft aðsetur í hóflegu húsnæði í Kópavogi, að sjá að hún hafði verið flutt um set í glæsi- lega byggingu í Grafarholti. Dæmi um hið sama eru fjölmörg. Hugmyndir um aðild Íslands að Evr- ópusambandinu kalla á fjölgun embætt- ismanna en ekki fækkun. Fram hefur komið að í einu litlu ráðuneyti, sjávar- útvegs- og landbúnaðarráðuneyti, þurfi að fjölga um þrjá starfsmenn bara til þess að vinna að málefnum ESB! Og svo þarf að setja á fót nýjar stofnanir til að upp- fylla kröfur ESB. Þeim fer fækkandi sem tala um hið nýja Ísland enda fáar vísbendingar um að það sé að verða til. En það þýðir ekki að þörf- in fyrir umbætur og í sumum tilvikum byltingarkenndar umbætur sé ekki leng- ur til staðar. Þvert á móti. Hún er fyrir hendi. En það skortir pólitíska forystu til þess að leiða samfélagið inn á nýjar brautir. Þjóðin missti stjórn á sjálfri sér um skeið. Nú er kominn tími til spartanskra lífshátta, bæði einstaklinga og þjóða. Þetta skilja landsmenn vel enda almúga- maðurinn yfirleitt raunsærri en þeir sem stjórna. Vilji stjórnendur lands og þjóðar fá stuðning almennings við þær aðgerðir til niðurskurðar, sem framundan eru, eiga þeir að byrja á yfirbyggingunni sjálfri og þá ekki með sýndaraðgerðum heldur raunverulegum niðurskurði. Vinsæl röksemd stjórnenda er að nið- urskurður, sem snýr að þeim sjálfum skili svo litlu. Þess vegna skipti hann ekki máli. Það eru falsrök. Hvers vegna erum við með sendiherra á Indlandi? Hann hafði verið kallaður heim en þeirri ákvörðun breytt. Hvers vegna? Áhrif frá „æðri stöðum“?! Falli ríkisstjórnin á þessu prófi á hún harðan vetur í vændum. Alltof mikil yfirbygging á fámennu samfélagi Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@mbl.is S kelfing greip um sig í Capitol Park í Sacramento að morgni þessa dags fyrir 35 árum þegar ung kona, klædd í rauða skikkju, brá skyndilega byssu og beindi henni að forseta Bandaríkjanna, Gerald Ford. Skot hljóp þó aldrei af því leyniþjón- ustumaður, Larry Buendorf að nafni, náði strax að yf- irbuga og afvopna konuna. Þegar böndum hafði verið komið á konuna náði hún að leggja nokkur orð í belg við viðstadda fjölmiðla og ítreka að skotum hefði ekki verið hleypt af. Síðar kom í ljós að byssan var hlaðin en ekkert skot var þó í skothólfinu sjálfu. Konan reyndist vera Lynette Fromme, 26 ára gamall meðlimur hinnar alræmdu Manson-fjölskyldu. Kölluð „Squeaky“. Hún hafði áður komist í kast við lögin, með- al annars vegna mótmæla við réttarhaldið yfir Charles Manson og þýjum hans eftir morðið á leikkonunni Shar- on Tate árið 1969. Hún hlaut stuttan fangelsisdóm fyrir að neita sjálf að bera vitni og fyrir að reyna að koma í veg fyrir vitnisburð sakborninga í málinu. Árið 1972 var Fromme um fimm mánaða skeið í haldi lögreglu vegna gruns um aðild að morðum á ungu pari, James og Lauren Willett, í Kaliforníu. Hún var ekki ákærð en fjórir félagar hennar hlutu hins vegar dóm. Árið 1975 reyndi Fromme að komast í samband við Jimmy Page, gítarleikara Led Zeppelin, á þeim for- sendum að hún hefði séð inn í framtíðina og vildi vara hann við yfirvofandi hættu. Kynningarfulltrúi hljóm- sveitarinnar hélt þeim í sundur. Við réttarhaldið gaf Fromme enga haldbæra skýringu á því hvers vegna hún beindi skotvopni að Ford en talið er að hún hafi viljað ræða við hann um alvarlegt ástand strandrisafurunnar í Kaliforníu. Hin ákærða lét öllum illum látum meðan á réttarhald- inu stóð, gerði meðal annars allt sem í hennar valdi stóð til að þyngja lögmanni sínum róðurinn. Eftir nokkurt þóf var hún loks dæmd í lífstíðarfangelsi á grundvelli laga sem sett voru í kjölfar morðsins á John F. Kennedy. Veita þau dómstólum heimild til að dæma alla sem gera tilraun til að svipta þjóðhöfðingja Bandaríkjanna lífi í fangelsi fyrir lífstíð. Þegar saksóknarinn, Duane Keyes, mæltist til há- marksrefsingar fyrir þær sakir að Fromme væri „ofbeld- ishneigð og stútfull af hatri“ fleygði hin ákærða epli í höfuðið á honum með þeim afleiðingum að gleraugun hrukku af honum. „Það er ástæða fyrir því að ég reis upp og beindi byssu (að Ford),“ sagði Fromme þegar dómur var upp kveð- inn. „Ég var mjög fegin að þurfa ekki að hleypa af en, satt best að segja, kom ég til að vernda líf. Mitt eigið, ferska loftið, hreina vatnið og virðingu fyrir skepnum og sköpunarverkinu.“ Sautján dögum síðar, 22. september 1975, reyndi önn- ur kona, hin 45 ára Sara Jane Moore, einnig að ráða Ger- ald Ford af dögum fyrir utan hótel í San Francisco. Eitt skot hljóp af byssu hennar með þeim afleiðingum að leigubílstjóri, sem stóð þar hjá, særðist, áður en hún var yfirbuguð. Engin tengsl voru milli kvennanna tveggja. Árið 1979 var Lynette Fromme færð milli fangelsa eftir að hún réðst á samfanga sinn með hamri. Árið 1987 slapp hún úr fangelsi í Vestur-Virginíu, að því er talið er til að hafa uppi á Charles Manson, en orðrómur var á kreiki þess efnis að hann væri með krabbamein. Fromme var tekin höndum tveimur dögum síðar. Fromme var veitt reynslulausn sumarið 2008 en ekki látin laus fyrr en í ágúst á síðasta ári vegna aukarefsingar fyrir flóttann. Hún er nú 61 árs að aldri og hermt er að hún búi í Marcy, New York. Gerald Ford, sem tók við embætti forseta Bandaríkj- anna þegar Richard Nixon hrökklaðist frá, laut í lægra haldi fyrir Jimmy Carter í kosningunum 1976. Hann lést árið 2006, 93 ára að aldri. orri@mbl.is Beindi byssu að Ford Gerald Rudolph Ford, 38. forseti Bandaríkjanna. ’ Þegar saksóknarinn, Duane Keyes, mæltist til hámarksrefs- ingar fyrir þær sakir að Fromme væri „ofbeldishneigð og stútfull af hatri“ fleygði hin ákærða epli í höfuðið á honum. Tilræðismaðurinn, Lynette „Squeaky“ Fromme. Á þessum degi 5. september 1975

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.