SunnudagsMogginn - 05.09.2010, Page 28
28 5. september 2010
Þ
að var hráslagalegt loftið og grátt í Moskvu snemma morg-
uns. Við félagarnir Sveinn M. Sveinsson kvikmyndagerð-
armaður vorum að bíða eftir flugi heim til Íslands. Við ætl-
uðum að finna einhvern stað þar sem hægt var að kaupa sér
eitthvað að borða og röltum út á götu, það var allt óætt á hótelinu sem
við vorum á, nánast öruggt að drepast úr matareitrun við að borða
matinn þar.
Við röltum um og skoðuðum það sem fyrir augu bar. Allt í einu, al-
gjörlega óvart, vorum við komnir í röð af fólki og áttuðum okkur ekki á
því strax að þetta var röð að grafhýsi Leníns. Við nenntum nú ekki að
hanga í röð og horfa á steindauðan kall sársvangir. Við ákváðum að fara
úr röðinni og til baka. Það var um hálftíma bið eftir því að komast inn.
Það skipti engum togum að hermaður með byssu kom að okkur þar sem
við ætluðum að yfirgefa röðina og skipaði okkur að fara aftur á sama stað
– þetta væri einstefna.
Við vorum sammála um það að vera ekkert að æsa hermanninn upp,
hann var algerlega svipbrigðalaus. Það hefði ekkert þýtt hvort sem var.
Við biðum í röðinni, sem mjakaðist áfram á hraða snigilsins. Fyrir aftan
okkur var lágvaxinn amerískur ferðamaður með rússneskan túlk og líf-
vörð sér til halds og trausts, greinilega vel stæður með Rolex-úr og hringi
á flestum fingrum. Ameríski ferðamaðurinn var í svarthvítum köflóttum
buxum og var alltaf að röfla yfir því að ég væri með myndavél á öxlinni,
það mætti ekki taka myndir af Lenín í grafhýsinu, og hótaði að segja her-
manninum frá því að ég væri með myndavél, við yrðum handteknir ef
við færum inn með hana. Maðurinn var sínöldrandi, nánast yfir öllu í
umhverfinu.
Hann gat nú ekki hitt á meira hrekk
hvíslaði að honum grafalvarlegur að ég
ín, væri ráðinn til þess af stjórnvöldum
„Ussssss segðu engum frá því …“
Honum leist eiginlega ekkert á þetta
vildi ekki vera nálægt þessum útsenda
inlega var.
Hermaðurinn með byssuna kom ask
röðina á sama stað. Ég glotti og rétti þu
hermanninum og nikkaði til hans.
Hann nikkaði til baka og glotti út í a
aður,“ sagði ég við karlinn í köflóttu b
þú hagar þér svona.“ Nú var karlinum
hann var alveg viss um að við værum n
vindi og kvartaði og bölvaði við túlkin
hlátri, en hélt í sér.
Eftir því sem nær dró grafhýsinu svi
skipti sem ég leit við blikkaði ég hann
Litla barnið með harmonikkuna
Sagan bak við myndina
Ragnar Axelsson rax@mbl.is