SunnudagsMogginn - 05.09.2010, Qupperneq 32
B
esta leiðin til að móta stefnu í
Brussel sér í vil er að hafa áhrif á
almenningsálitið með vel út-
færðri almannatenglaherferð.
Sú nálgun er árangursríkari en að reyna
að hafa bein áhrif á embættismennina.
Hún er líka lúmsk. Frægt dæmi er þegar
evrópskir hagsmunaaðilar í textíliðn-
aðinum settu af stað herferð fyrir rétt-
indum barna, í því skyni að koma í veg
fyrir innflutning á varningi til sambands-
ins frá ríkjum þar sem grunur lék á
barnaþrælkun.
Hvergi í Evrópu er að finna jafn þétt-
riðið hagsmunanet þjóðríkja jafnt sem
stórfyrirtækja og í Brussel og áætlar Rinus
van Schendelen, höfundur bókarinnar
More Machiavelli in Brussels, að þar
sinni á þriðja þúsund skrifstofur hags-
munagæslu fyrir umbjóðendur hvaðan-
æva úr veröldinni, frá Sikiley til Súdans.
Enginn viti með vissu hversu margir
hagsmunaverðir séu í borginni. Þá séu
mun fleiri þrýstihópar með höfuðstöðvar
annars staðar.
Áætla megi að fjöldi sérfræðinga í um
tvö þúsund sérfræðinganefndum á vegum
sambandsins sé ríflega 100.000 (þetta er
ekki prentvilla) og koma þeir bæði úr
einkageiranum og frá hinu opinbera í
aðildarríkjunum.
Af breskum siðapostulum
Áður en lengra er haldið er vert að doka
ögn við titil bókarinnar, nánar tiltekið
þriðju útgáfu hennar.
Eins og kunnugt er að þá er Ítalinn Nic-
colò Machiavelli þekktastur fyrir rit sitt
Furstinn, einskonar leiðarvísi fyrir
ítölsku valdastéttina á endurreisnartím-
anum að auknum völdum og áhrifum. Og
eins og alkunna er leit Machiavelli svo á
að stjórnmál snerust um þaulhugsaðar
fléttur í valdatafli þar sem einskis skyldi
látið ófreistað.
Orðið machiavellískur hefur því orðið
að skammaryrði, afstaða sem van
Schendelen harmar og kennir breskum
siðapostulum á 18. öld um.
Telst þessi söguskýring athyglisverð.
Þegar Machiavelli stakk niður penna
var Ítalía samansafn af furstadæmum og
Evrópusambandið ekki til. Má því líta á
bók van Schendelen sem Fursta okkar
tíma, einskonar leiðsögn um völundarhús
Evrópusambandsins.
Eins og van Schendelen bendir á er ekki
sama hvernig staðið er að verki.
Lítum á ráðleggingar hans.
Melódían skapar músíkina
Van Schendelen segir hagsmunaverði geta
unnið fólk á sitt band með fjárframlögum,
smjaðri og kurteisi.
Hefur hann orðið mútur innan sviga á
eftir fyrsta orðinu.
Að hans mati mótar laglínan, ekki
söngtextinn, tónlistina sem dansað er eft-
ir.
Því geti hagsmunaverðir unnið málum
sínum fylgi með því að breyta orðræð-
unni. Með því að tengja fæðuframleiðslu
við neyðaraðstoð, svo dæmi sé tekið,
megi óbeint slá vopnin úr höndum and-
stæðinga aukinna niðurgreiðslna í land-
búnaði.
Hver vill neita blásnauðum um mat?
Með líku lagi megi tryggja stuðning við
málaflokka með því að klæða þá í búning
háleitra hugsjóna. Jafnframt geti um-
kvartanir fyrirtækja í garð samkeppn-
isaðila til framkvæmdastjórnar sam-
bandsins vakið samúð á réttum stöðum
og beintenging persónulegra hagsmuna
Machiavelli
í Brussel
Hollenski stjórnmálafræðiprófessorinn Rinus
van Schendelen þjálfar hagsmunaverði í Brussel.
Hann hefur einnig skrifað kennslubók um hags-
munagæsluna í höfuðið á höfundi Furstans.
Baldur Arnarson baldura@mbl.isMinnt á eitt af hlutverkum sam-
bandsins í ESB--hverfinu.
Tákngervingur sameiginlegs
gjaldmiðils við Evrópuþingið.
Fánar aðildarríkjanna
við Evrópuþingið.
Ein fjölmargra bygginga sam-
bandsins í stjórnsýsluhverfinu.
Fólk á ferð við Evrópuþingið.
Van Schendelen er prófessor í stjórnmálafræði við
Erasmus-háskóla í Rotterdam en hann er jafnfrant
einn stofnenda rannsóknarsetursins European Cent-
er for Public Affairs við Oxford-háskóla.
Hann er eftirsóttur fyrirlesari og hefur miðlað fyrir-
tækjum, verkalýðsfélögum, óháðum samtökum og
stjórnvöldum, sveitarstjórnum jafnt sem ríkis-
stjórnum, um hvernig þau eigi að bera sig að við
hagsmunagæslu í stjórnsýsluhöfuðborginni Brussel.
Fram kemur á vefsíðu hans að meðal viðskiptavina
séu stórfyrirtækin Shell og Philips og lyfjarisinn
Glaxo, auk stjórnvalda í Kína, Finnlandi, Ungverja-
landi, Óman og Hollandi. Hann hefur komið að útgáfu
nærri 30 bóka og hátt í 200 fræðigreina.
Tekið skal fram að van Schendelen er þeirrar
hyggju að með víðtækri og vel útfærðri hags-
munagæslu geti hagsmunaaðilar stuðlað að auknu
lýðræði innan Evrópusambandsins, þá væntanlega
með því að tryggja að tekið sé tillit til sem margbreyti-
legustu sjónarmiða við stefnumótun hverju sinni.
Hagsmunaverðirnir eru hins vegar ekki kosnir í lýð-
ræðislegri kosningu, auk þess sem blaðamaður varð
ekki var við styttu af Machiavelli í námunda við höfuð-
stöðvar ESB er hann var þar á ferð í sumarlok.
More Machiavelli in Brussels er hins vegar á áber-
andi stað í bókabúðinni handan við Schuman-torgið.
Sú greining van Schendelen að hagsmunagæsla
aðildarríkja sambandsins sé lítt kannað fræðasvið
vekur athygli en sjálfur býður hann upp á lauslegt yfir-
lit yfir einkenni í nálgun einstakra ríkja með vísan til
þjóðareinkenna hverju sinni.
Draga má þá ályktun af lestri bókarinnar að hags-
munavörðum fari fjölgandi í Brussel.
Rekur van Schendelen þannig hvernig Pólverjar,
Tékkar, Slóvakar og Ungverjar hafi verið búnir að
setja upp 160 skrifstofur þegar árið 2008. Bendir
það til að skrifstofum fjölgi eftir því sem hagsmuna-
net nýrra aðildarríkja dreifir úr sér svo ekki sé minnst
á fyrirhugaða fjölgun aðildarríkja. Til samanburðar
hafði ítalska stjórnkerfið 120 skrifstofur árið 2006.
Þjálfar hagsmunaverði
Van Schendelen