SunnudagsMogginn - 05.09.2010, Qupperneq 33
embættismanna og tiltekinna fjárveitinga
gert embættismennina leiðitamari en ella.
Mikilvægi upplýsinga
Van Schendelen segir brýnt að afla auk-
innar vitneskju um eðli og atferli óvin-
arins. Í gegnum þriðja aðila megi afla
mikilvægra gagna og upplýsinga. Upplýs-
ingasöfnunin skuli fara leynt og þess gætt
að ekki sé hægt að rekja slóðina. Forðast
beri að vekja eftirtekt enda sé upplýs-
ingum aflað með augum og eyrum en
aldrei tungunni. Að lokum skuli ávinn-
ingi þess að fara að vilja hagsmunavarð-
arins haldið á lofti í samskiptum við þá
sem málið varða, enda hafi fólk mestan
áhuga á að vita hvað það geti sjálft borið
úr býtum.
Hljóta lesendur að staldra hér við þá
samfélagssýn van Schendelens að um tví-
tugt sé flestum eðlislægt að beita brögð-
um hagsmunavarðarins, svo sem per-
sónutöfrum og slægð, til að koma ár sinni
fyrir borð en að margir glati þeim eig-
inleikum síðar á lífsleiðinni.
Hann segir auðveldara að sigla með
straumnum en á móti honum. Því tryggi
góðir hagsmunaverðir máli sínu meðbyr
áður en ýtt er úr vör. Aðeins viðvaningar
hefji taflið án leikáætlunar.
Fari hins vegar svo að mál njóti ekki til-
ætlaðs stuðnings megi reka fleyg í raðir
andstæðinganna, líkt og franskir hags-
munahópar hafi gert með góðum árangi á
Evrópuþinginu um miðjan síðasta áratug í
deilu sem varðaði reglugerðir um maís.
Margir um hituna
Van Schendelen sækir líkingu í dýraríkið
er hann segir ekki nógu marga brauðmola
fyrir fuglana sem sæki í matarholur sam-
bandsins. Því sé baráttan um molana
jafnan óvægin.
Hann dregur baráttuna saman með
þeim orðum að þótt flestir hags-
munahópar geti vænst þess að fyrr eða
síðar verði málamiðlun samþykkt sem
henti hagsmunum þeirra geti færustu
sérfræðingar brugðið á það ráð að flækja
slóðina í gangverki sambandsins, með
þeim árangri að lakari hagsmunaverðir
eigi erfitt með að fóta sig í framandi um-
hverfinu.
Prófessorinn hvetur hagsmunaverði
einnig til að hafa góðar gætur á þróun
reglugerða, allt frá upphafi, þannig að
fyrir liggi hverjir fari fyrir stefnumót-
uninni. Þá beri að fylgjast með aðstoð-
armönnum þeirra og kortleggja ólíka að-
komu þeirra og áhugamál, allt í þágu
málstaðarins.
Hinir hæfustu lifa af
Hann segir að líkt og hæfustu fulltrúar
hverrar tegundar í lífríkinu í þróun-
arkenningu Darwins lifi bestu og færustu
hagsmunaskrifstofurnar af í baráttunni
um brauðið í Brussel. Fólk í fram-
kvæmdastjórn sambandsins gegni lyk-
ilhlutverki í nær öllum reglugerðum. Því
kalli hinn mannlegi þáttur á öflun upp-
lýsinga í ætt við það sem að framan grein-
ir, þar sem yfirsýn er aflað yfir pólitíska
afstöðu, menntun og fyrri störf málsaðila.
Persónulegt gildismat og áhugamál eru
ekki undanskilinn.
Öldurhúsin séu hentug leið til að
styrkja tengslanetið og nefnir Van
Schendelen sérstaklega tvær írskar krár
þar sem írskir embættismenn venja komu
sínar. Með fylgir ítarlegur listi yfir þá sem
ber að vingast við í stjórnkerfinu.
Spili með málskilninginn
Brussel er borg margra tungumála og
hvetur Van Schendelen hagsmunaverði til
að velja þau orð af kostgæfni sem mest
ber á í málafylgjunni með tilliti til þess
hvernig þau verði þýdd á helstu tungu-
mál.
Einnig geti vísvitandi ögranir í formi
rangrar hugtakanotkunar komið and-
stæðingnum úr jafnvægi og byrgt honum
sýn á ögurstundu.
Andstætt því sem margir halda er
skrifræðisbáknið í Brussel lítið að um-
fangi í samanburði við mörg evrópsk ríki
og segir Van Schendelen manneklu í
framkvæmdastjórninni fela í sér einstakt
tækifæri fyrir hagsmunahópa, enda þurfi
stjórnin að reiða sig á utanaðkomandi
ráðgjöf.
Ekki einskorðað við Brussel
Aðferðirnar sem Van Schendelen nefnir
til sögunnar eru ekki einskorðaðar við
stjórnsýsluhverfið í Brussel.
Handan Atlantshafsins er að finna þús-
undir hagsmunavarða í Washington og
fara hagsmunir þeirra og almennings ekki
alltaf saman.
Þegar olían tók að leka í Mexíkóflóa og
ráðamenn stóðu ráðþrota fengu hags-
munaverðir beggja vegna borðsins, olíu-
félagamegin og í umhverfisgeiranum,
óvænt uppgrip.
Almannatenglar keppinauta olíurisans
BP hafa einnig haft í nógu að snúast, svo
sem sjá má á auglýsingaskiltum á flug-
vellinum í Brussel. Eins dauði er annars
brauð.
Það ber einnig að hafa í huga að í
mannhafinu er að finna einstaklinga sem
eru knúnir áfram af raunverulegum hug-
sjónum og embættismenn sem bera al-
mannahagsmuni einlæglega fyrir brjósti.
Það er hins vegar hætt við að þeir hinir
sömu lendi fyrr eða síðar í þeirri stöðu að
vera óafvitandi þátttakendur í sviðsettri
atburðarás lærisveina Machiavellis.
Það er að minnsta kosti skoðun van
Schendelens að síharðnandi hagsmuna-
barátta í Brussel kalli á stöðugt færari
hagsmunaverði.
Stórfyrirtæki eiga mikið undir
reglugerðum sambandsins.
Við innganginn að Evrópuþinginu.
Sporvagn á ferð í einu
úthverfa borgarinnar.
Morgunblaðið/Baldur Arnarson Við höfuðstöðvar sambandsins í Brussel.
Van Schendelen sækir líkingamál í knattspyrnuna er
hann segir þá bestu skipa sér í úrvalsdeild hags-
munavarða. Þar fari fólk sem láti lítið á sér bera og
kanni sviðið til hlítar áður en látið er til skarar skríða.
Hann lýkur lofsorði á Frakka fyrir að koma sér upp
greinagóðu skjalasafni um allt það sem varðar hags-
munabaráttu þeirra í Brussel. Aðgengilegar upplýs-
ingar um fyrri orrustur nýtist vel á vígvellinum.
Eftir að hafa fylgst lengi með hagsmunahópum
kemst hann að þeirri niðurstöðu að flestir starfi við-
vaningslega og að hrokinn sé veikleiki margra.
Hann segir góðan undirbúning skilja á milli þeirra
sem ná árangri og þeirra sem fari halloka og nefnir
hvernig flugfélögunum Lufthansa og Air France hafi
tekist að verja flugstæði sín með því að virkja réttu
embættismennina, áður en keppinautar á borð við
Virgin og Lauda Air tóku að krefja sambandið um
endurúthlutun stæðanna.
Van Schendelen mælir með samskiptum við blaða-
menn, enda séu þeir í góðu sambandi við áhrifamenn
innan sambandsins og geti því reynst gagnleg náma
upplýsinga þegar á reynir.
Hann varar við því að fara of geyst í þrýstingi á em-
bættismenn og bendir á að með því að halda til-
teknum sjónarmiðum ítrekað á lofti geti það orðið til
að fæla viðtakendur frá málstaðnum. Áreitið er mikið.
Hann segir Alman Metten, hollenskan sósíalista á
Evrópuþinginu, hafa fengið hátt í 150 bréf frá hags-
munavörðum á þriggja mánaða tímabili árið 1991.
Ekki er hægt að skilja við Machiavelli án þess að
geta þess hvaða umsögn hann fær í Íslensku alfræði-
orðabókinni. Segir þar að Machiavelli dragi í bók sinni
Furstinn upp mynd af stjórnmálalífi endurreisnar-
tímans og lýsi þeim brögðum sem fursti þurfi að beita
til að ná völdum og tryggja þau.
„Hann segir einnig að almenn siðferðislögmál nái
ekki til stjórnmála heldur megi valdhafar beita öllum
tiltækum ráðum til að gæta hagsmuna ríkisins
(machiavellismi). Nafn Machiavelli er jafnan tengt
klækjum og samviskuleysi í stjórnmálum …“
Láti lítið á sér bera
Bókin góða.
Machiavelli.