SunnudagsMogginn - 05.09.2010, Qupperneq 36
36 5. september 2010
F
yrsta keppnin í samhæfðu sjósundi á Íslandi var
haldin í Nauthólsvík nýverið en það var
skemmtinefnd Sjósunds- og sjóbaðsfélags
Reykjavíkur sem stóð fyrir keppninni. Sjósund
hefur synt hratt upp á við í vinsældum síðustu ár en
þarna birtist alveg ný nálgun á íþróttina. „Við fengum
þessa hugmynd og ákváðum bara að kýla á þetta,“ segir
Ragnheiður Valgarðsdóttir, einn skipuleggjenda keppn-
innar, um hvernig þetta kom til. Alls tóku sex lið þátt í
keppninni en það var liðið Bleikir fílar sem bar sigur úr
býtum, skipað foringjum úr sumarbúðunum Vindáshlíð.
Ragnheiður lét sér ekki nægja að skipuleggja og horfa á
heldur tók þátt með þriggja manna liðinu Haf Haf.
Hugmyndavinna í pottinum
Hugmyndin kom upp í pottinum í Nauthólsvíkinni, en
Ragnheiður hefur sjálf stundað sjósund í tvö ár og fannst
samhæft sjósund geta verið skemmtileg nýjung. „Þetta
er svo tignarlegt og minnir jafnvel á hafmeyjur,“ segir
hún en gamanið var þó ekki langt undan. „Við vorum
með splatter-atriði við lag úr Kill Bill,“ segir hún en
tvær þeirra voru alltaf í takt en sú þriðja út úr kú. Haf
Haf fékk verðlaun fyrir óvæntustu uppákomuna enda
lauk atriðinu með „morði“ á ósamhæfðu sundkonunni.
Hún er viss um að keppni í samræmdu sjósundi verði
haldin á næsta ári því stemningin hafi verið góð og
keppnin lukkast í alla staði.
Bráðavaktin í sundi
Sólveig Birna Jósefsdóttir, kölluð Birna, var ein níu
manna liðsins Ídívanna, sem er allt skipað starfsfólki á
Landspítalanum. „Í liðinu eru hjúkrunarfræðingar,
sjúkraliði, lögfræðingar, viðskiptafræðingur og hag-
fræðingur. Við hjúkrunarfræðingarnir erum á bráða-
sviði,“ segir Birna þannig að hægt er að ímynda sér að
liðsfélagarnir geti verið nokkuð öruggir með sig í sjón-
um í kringum þær stöllur.
„Við syndum alltaf á hverjum mánudegi, hlaupum
fyrst og förum svo í sjóinn og erum búnar að gera þetta í
allan vetur,“ segir Birna.
Eins og fleiri góðar hugmyndir kom hugmyndin að
samhæfðu sjósundsatriði Ídívanna upp í pottinum í
Nauthólsvíkinni. „Við sáum auglýsinguna og fannst til-
valið að prófa eitthvað nýtt. Þá hófust æfingar og skipu-
lagning. Þetta þróaðist allt í spjalli í pottinum eftir sjó-
sundið,“ segir hún en atriðið gekk út á að gera
„góðlátlegt grín að dívum“ og var lagið „Stanslaust
stuð“ með Páli Óskari spilað undir.
„Það var virkilega skemmtileg stemning á staðnum og
líka nokkra daga á undan,“ segir Birna sem er ánægð
með framtakið.
Verðlaunin fyrir annað sætið voru innrammaður silf-
urfiskur en gullverðlaunahafarnir fengu lifandi gullfisk í
búri.
En hvað skyldi sjósundið gera fyrir Birnu og félaga?
„Við höldum að sjósundið geri okkur andlega og lík-
amlega hraustari og hressari og svo er þetta líka fé-
lagslegt.“
Þær eru ekki hættar í samhæfða sjósundinu. „Við er-
um strax farnar að skipuleggja atriðið fyrir keppnina á
næsta ári!“
Siglingamálastofnun fylgdist með
Önnur lið voru Fljótandi fegurð (garpar úr Breiðabliki),
sem lenti í þriðja sæti, Himneskar bólur, en liðið fékk
verðlaun fyrir búninga – liðsfélagar voru í nunnubún-
ingum – og þriggja manna fjölskylduliðið Sjóselirnir, en
í því var stúlka sem var valin bjartasta vonin.
Dómnefndina skipuðu starfsmenn Nauthólsvíkur,
Hafdís Hrund Gísladóttir og Óskar Hálfdánarson, auk
yfirdómarans, Guðmundar Guðmundssonar, gæðastjóra
Siglingamálastofnunar Íslands.
Fljótandi fegurð, blandað lið sundgarpa úr Breiðabliki, lenti í þriðja sæti. Þríeykið í dómnefndinni, Óskar, Hafdís Hrund og Guðmundur, lá ekki á skoðunum sínum.
Landspítalaliðið
Ídívurnar lenti í
þriðjia sæti. Birna
er þessi dökk-
hærða í miðri röð-
inni.