SunnudagsMogginn - 05.09.2010, Blaðsíða 40

SunnudagsMogginn - 05.09.2010, Blaðsíða 40
40 5. september 2010 Þ jórsárver eru hjarta Íslands. Hjartafell blasir við í miðju veranna sem tákn fyrir þau náttúruundur sem ekki hafa orðið fyrir áhrif- um framkvæmdaviðleitni manna. Í fellinu má sjá eins fullkomna mynd af hjarta og hugsast getur. Hjarta Íslands er líka vatn, vatn lífsins fyrir fólkið og landið og nátt- úrulega frjósemi þessi. Vatnið sem kemur frá jökulhettu Hofsjökuls og skriðjökla hans er undirstaða vistkerfis Þjórsárvera. Þjórsárver, með vatnið sem lífgjafa, eru einnig hjarta í eyðimörk hálendisins með meiri gróð- urþekju, sem að takmörkuðu leyti hefur orðið fyrir áhrifum af mannanna verkum, en þekkist annars staðar á Íslandi Hvar annars staðar á jörðu má finna votlendi með svo fjölbreyttu munstri gróðurs sem er í sífelldri þróun? Hvar annars staða á jörðu end- urmóta flæðandi jöklar bæði gróðurmunstrið og móta nýtt landslag? Hvar annars staðar á jörðu er virkni votlendisins svo öflug og án svo að segja nokkurrar íhlutunar manna? Hvar annars staðar er afl náttúrunnar svo greinilegt á yfirborðinu? Og hvar á jörðu er að finna hjartanístandi litafeg- urð vatns og gróðurs, steina og setmyndana? Þjórsárver eru einstakur staður á jörðinni vegna þessara fjölþættu eig- inleika sem má upplifa á svæðinu. Svæðið verðskuldar að þetta sé við- urkennt með því að festa stöðu þess í sessi svo komandi kynslóðir geti haft af ánægju af því, notið þar andlegrar upplyftingar, skilið flókna þróun- arsögu þess og þau öfl sem enn eru að móta svæðið í þeirri fullvissu að það fái að vera það sem það er um ókomna framtíð. Um áratuga skeið hafa verið færð skýr rök fyrir því að tryggja beri formlega verndun Þjórsárvera til langs tíma. Enn eru þó uppi áform um að mynda lón á svæðinu fyrir vatnsorkuver og vistkerfið sem heild hefur ekki verið verndað. Ógnandi virkjunaráform, áformuð endurskoðun ramma- áætlunar um virkjanir, ný ríkisstjórn og nýjar áskoranir um að skapa nýja framtíð fyrir þjóðina og endurnýjaður pólitískur vilji til að vernda nátt- úruarfleifð Íslands ættu að vera fullnægjandi forsendur fyrir því að sigla þessu máli í farsæla höfn og vernda að eilífu þetta alþjóðlega mikilvæga svæði. Núverandi staða Þjórsárvera er algjörlega óviðunandi og margend- urteknar vel rökstuddar kröfur um verndun hafa verið hunsaðar af stjórn- völdum um langt skeið á sama tíma og ránshuga verkfræðingar orkufyr- irtækis ríkisins hafa ólmir viljað beina lífsgefandi vatni svæðisins til ónauðsynlegra virkjunaráforma. Það er löngu tímabært að viðurkenna að svæðið er verðmætasta votlendi Íslands og er jafnframt svæði sem hefur alþjóðlegt verndargildi og á því heima á heimsminjaskrá. Roger Crofts starfaði um árabil sem forstjóri Náttúruverndarstofnunar Skotlands. Crofts hefur oft heimsótt Ísland. Roger Crofts við Hjartafell, en hann segir Þjórsárver hjarta Íslands. Að bjarga hjarta Íslands Roger Crofts Á tökin og styrjaldirnar sem háð hafa verið í Evrópu í gegnum aldirnar breyttu heimssögunni. En þau höfðu einnig bein áhrif á, breyttu eða enduðu líf óteljandi einstaklinga. Ísland hefur sloppið betur en flest önnur Evrópuríki við slíkar hörmungar, því vegna legu landsins hefur aldrei verið háð styrjöld á Íslandi og engin mannskæð innanrík- isátök hafa átt sér hér stað svo öldum skiptir. Líklegt má þó telja að ein- hverjir íslenskir einstaklingar hafi tekið þátt í öllum helstu átökum á síðari tímum. Og þeir kunna að vera fleiri en mann grunar að fyrra bragði. Þannig kemur á óvart að í Minningarbók ís- lenskra hermanna, sem gefin var út í Kanada 1923, eru nöfn og upplýsingar um 1.245 Íslendinga (þ.e. sem fæddust á Íslandi eða áttu íslenska foreldra) sem börðust í hersveitum Kanada eða Bandaríkjanna í heimsstyrjöldinni fyrri. Þar af var a.m.k. 391 fæddur á Íslandi. Af þeim sneru 144 ekki aftur úr þátt- töku í hildarleiknum mikla í Evrópu. Hluti af þessum hópi voru 14 íslenskar hjúkrunarkonur og sneri ein þeirra ekki aftur. Íslendingar voru í byrjun styrjaldarinnar rétt rúmlega 87.000 svo þessi fjöldi var nærri 1,5% íslensku þjóðarinnar. Á þeim slóðum sem hinir harðvítugu bardagar fyrri heimsstyrjaldar geisuðu ríkir nú friður og hefðbundin sveitaró. Róin er þó einhvern veginn dýpst í grafreitunum sem geyma bein hinna föllnu hermanna. Minningu þeirra er virðing sýnd, á víð og dreif þar sem barist var er að finna snyrtilega og vel við haldna herkirkjugarða frá öllum aðilum átakanna, með sorglega langar raðir hvítra krossa og legsteina. Margir þeirra sem grafnir eru í Frakklandi voru erlendir hermenn og sumir mjög langt að komnir. Af þeim sökum hafa sjálfsagt margar grafir sjaldan eða aldrei verið heimsóttar. Enn færri vitja grafanna nú, þegar svo langt er liðið síðan dauðann bar að garði. Snemma á vormánuðum 2010 átti þó hópur Íslendinga frá Brussel leið um franskar sveitir og gerði lykkju á leið sína til að vitja grafa tveggja ís- lenskra hermanna sem féllu í fyrri heimsstyrjöldinni. Sá fyrri er Hall- grímur Jónsson, sem fæddist á Mýri í Bárðardal 1885, en fluttist til Kanada fimm ára gamall. Hann gekk í kan- adíska herinn í janúar 1916 og átti frækinn feril, hlaut m.a. heiðursmerki (Military Cross) fyrir hrausta fram- göngu í orrustu. Hann innritaðist í konunglega flugherinn í apríl 1918 og féll í loftorrustu í Frakklandi 3. sept- ember 1918. Nafn Hallgríms er skráð á The Arras Flying Services Memorial, minnisvarða um eitt þúsund flugliða Samveldislandanna sem féllu á vest- urvígstöðvunum, en sem ekki er vitað hvar eru grafnir. Minnisvarðann er að finna í Faubourg-d’Amiens-kirkju- garðinum skammt frá frönsku borginni Arras. Síðari heimsóknin er að gröf Þorvalds J. Þorvaldssonar sem fæddist 1896 á Urriðaá í Mýrasýslu, en fluttist árs- gamall til Vesturheims. Hann innrit- aðist í fótgöngulið kanadíska hersins í mars 1916, ásamt Helga bróður sínum. Þorvaldur særðist í orrustu og lést af sárum sínum 16. ágúst 1918. Hann er grafinn ásamt rúmlega 10.000 öðrum hermönnum frá Samveldislöndunum í herkirkjugarði í Etables í Norður- Frakklandi. Það vekur undarlegar tilfinningar að sjá íslensk nöfn í hafsjó af erlendum nöfnum í grafaskrám kirkjugarðanna. Þau stinga eilítið í stúf við hin nöfnin og það er erfitt að ímynda sér hvernig íslenskum piltum hefur liðið að taka þátt í þessum hildarleik, horfa upp á dauða og tortímingu svo mánuðum eða árum skipti og falla margir í valinn sjálfir. Ekki má heldur gleyma öðrum tilfinningum sem aldrei voru skráðar; þjáningum og sorg ættingja vegna missis föður, bróður, sonar, eig- inmanns eða annars ástvinar. Í tilviki Þorvalds J. Þorvaldssonar voru nánustu eftirlifandi ættingjar íslenskir og í her- kirkjugarðinum í Etables kemur í ljós að sorg þeirra og söknuður varð best tjáð með íslenskum orðum. Á legsteini Þorvalds er þessi einfalda, áleitna spurning grafin á íslensku í hvítan marmarann: „HVÍ BERST SVO BURT Í Íslensk bein í franskri fold Í vor átti hópur Íslendinga frá Brussel leið um franskar sveitir og gerði lykkju á leið sína til að vitja grafa tveggja íslenskra hermanna sem féllu í fyrri heimsstyrj- öldinni. Matthías G. Pálsson Ferðalög
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.