SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 05.09.2010, Qupperneq 41

SunnudagsMogginn - 05.09.2010, Qupperneq 41
5. september 2010 41 S evilla, el sueño de ciudad (drauma- borgin Sevilla), Sevilla, la maravilla (dásemdin Sevilla), Sevilla, el cora- zón de España (Sevilla, hjarta Spánar), La mágica y sin igual Sevilla (hin töfrandi og óviðjafnanlega Sevilla), o.s.frv. Ég gæti bætt við mörgum fleiri einkunn- arorðum og yfirlýsingum um höfuðborg Andalúsíu, eitt af 17 sjálfsstjórnarhéruðum Spánar, og nánast allar yrðu þær jákvæðar, enda flestar frá heimamönnum komnar. Undantekningin yrði þá kannski helst Se- villa, la caldera (suðupotturinn Sevilla) sem vísar í sevillíska sumarið og þann kæfandi hita sem því fylgir. Að öðru leyti skín stoltið og væntumþykjan af hinum almenna Se- villubúa þegar hann talar um borgina sína (lofsöngur sem jaðrar stundum við mont). Einu sinni var ég að ræða þessi mál við eldri mann, fæddan og uppalinn Sevillubúa, sem spyr mig hvort ég kannist við Edengarð- inn úr Biblíunni. Ég svara játandi, svolítið móðguð yfir spurningunni. Þá bendir hann allt í kringum sig og segir: „Hann var nefni- lega hér.“ Það verður að viðurkennast að undirrituð hefur með tímanum smitast af þessari „borgarást“. Við Sevilla kynntumst þegar ég kom hingað sem Erasmus-skiptinemi frá Há- skóla Íslands haustið 2006. Eftir að ég lauk svo BA-prófi í spænsku og ákvað að hefja meistaranám kom einhvern veginn enginn annar staður til greina. Stað- reyndin er nefnilega sú að það er eitthvað við þessa borg, sjarmi sem er erfitt að útskýra almennilega, sem virðist laða fólk til sín. Ég hef allavega ekki enn kynnst þeirri manneskju sem hefur dvalist hér í lengri eða styttri tíma og hefur ekki áhuga á að koma aftur. Það sem kom mér hvað mest á óvart í upphafi var hvað fólk er rólegt og op- inskátt, eiginleikar sem oft eru tengdir við veðurfarið og eiga að útskýra af hverju fólk búsett á Norður-Spáni sé lokaðra. Hinn dæmigerði Sevillubúi er sjaldnast á hraðferð og hefur t.d. yfirleitt tíma til að vísa áttavilltum til vegar og jafnvel fylgja viðkomandi áleiðis. Þetta afslappaða hugarfar kemur vissulega annað slagið örlítið niður á stundvísi, en eins og ég upplifi Sevilla þá „passar“ það bara ekki að vera í endalausu stressi og kapphlaupi við tímann. Öll þessi af- slöppun virðist hins vegar því miður hverfa þegar fólk er komið undir stýri og ég hef m.a. lært þá lexíu (sem innihélt ferð með sjúkrabíl) að gangbrautarljós hér eru ekkert endilega virt öllum stundum. Það hverfi sem hvað mestan blæ setur á Sevilla og gerir hana einstaka að mínu mati, ásamt ánni Guadalquivir sem rennur í gegnum borgina og dóm- kirkjuturninum la Giralda sem gnæfir yfir hana, er Santa Cruz-hverfið. Þetta hverfi, sem var gyðingahverfi á miðöldum, birtist manni sem völundarhús lít- illa þröngra gatna sem sveigjast og beygjast í allar áttir eins og þær hafi verið lagðar af handahófi. Allt eru þetta einstefnugötur, sumar ófærar bílaumferð og nokkrar jafnvel það þröngar að ef maður teygir út hendurnar getur maður snert húsaveggina beggja vegna samtímis. Þessi þrengsli þjóna ákveðnum til- gangi því þar sem byggingarnar sem standa við göturnar eru líka háar (yfirleitt 3-4 hæðir) ná þær að halda sólargeislunum frá götunum mestan hluta dagsins sem er mikill kostur yfir sumarmánuðina. Við enda hverfisins við hliðina á dómkirkjunni er svo los Reales Alcázares de Sevilla, sem er samansafn af íburðarmiklum byggingum sem upphaflega voru ætlaðar embættismönnum konungs. Þar er einn af fallegustu görðum Sevilla með gosbrunnum og öllu tilheyrandi, en álíka garða má finna víða um borgina. Uppáhaldstíminn minn í Sevilla er án efa aprílmánuður þegar haldið er upp á hina árlegu Feria de Abril. Þessi hátíð, sem byrjaði sem stór markaður árið 1847, er orðin að einum þeim stærstu og frægustu atburðum sem Sevilla hefur upp á að bjóða ásamt helgigöngum Semana Santa (páskavikunnar). Á þessari vikulöngu hátíð safnast fólk saman í tjaldhúsum hátíðarsvæðisins (casetas) sem eru yfir 1.000 til að hlusta á flamenco-tónlist, dansa sevillanas (sérstök úrfærsla af flamenco-dansi) helst í þess til gerðum fatnaði, borða góðan mat, drekka rebujito (sérstakt andalúsískt vín blandað út í sprite), ferðast um í hestakerr- um, prófa tívolítækin í Calle del Infierno („Vítisgötu“), horfa á flugelda og njóta þess að vera til. Ætli þessi sjarmi sem Sevilla býr yfir, og svo erfitt er að lýsa fyrir þeim sem ekki hafa kynnst henni, sé ekki sambland af þessu öllu: smitandi stolti hins al- menna Sevillubúa, afslappaða andrúmsloftsins, byggingarlistinni, öllum görð- unum og menningarlegu arfleiðinni sem lifir fersk í flamenco-tónlistinni. Valgerður Bergmann Gunnarsdóttir Póstkort frá Sevilla Valgerður Bergmann Gunnarsdóttir ’ Ætli þessi sjarmi sem Sevilla býr yfir, og svo erfitt er að lýsa fyrir þeim sem ekki hafa kynnst henni SKYNDI, HIN BESTA LÍFSINS GJÖF.“ Spurningin er lína úr fyrstu vísu ljóða- bálks eftir Björn Halldórsson frá Lauf- ási, en sú vísa er svona í heild sinni: Hví fölnar jurtin fríða og fellir blóm svo skjótt? Hví sveipar barnið blíða svo brátt hin dimma nótt? Hví verður von og yndi svo varpað niður í gröf? Hví berst svo burt í skyndi hin besta lífsins gjöf? Álíka spurningum hljóta ættingjar annarra sem í grafreitnum hvíla að hafa varpað fram, en þeim verður auðvitað aldrei fullkomlega svarað. Og þótt eng- in leið sé að eyða sorg og harmi er vonandi að ættingjar Þorvalds hafi fundið einhverja huggun í lokaerindinu í ljóðabálki Björns: Já sefist sorg og tregi þér saknendur við gröf, því týnd er yður eigi hin yndislega gjöf. Hún hvarf frá synd og heimi til himins fagnið því, svo hana guð þar geymi og gefi fegri á ný. Heimsóknin í herkirkjugarðana er áhrifamikil, þótt hún virki eilítið eins og truflun á friði þeirra sem þar hvíla. En slíkt varir ekki lengi, fljótlega yf- irgefa íslensku gestirnir grafreitina og aftur ríkir sama djúpa róin þar á ný. Hópurinn í kirkjugarðinum. Greinarhöfundur er lengst til hægri en á myndinni eru talið frá vinstri: Franks Sands, Ingi Walter Sigurvinsson, Garðar Forberg og Jörundur Valtýsson. Legsteinn Þorvalds J. Þorvaldssonar í Etables- kirkjugarðinum í Frakklandi. ’ Það er erfitt að ímynda sér hvernig íslenskum piltum hefur liðið að taka þátt í þessum hild- arleik, horfa upp á dauða og tortím- ingu svo mánuðum eða árum skipti.

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.